Morgunblaðið - 19.07.2017, Side 1
M I Ð V I K U D A G U R 1 9. J Ú L Í 2 0 1 7
Stofnað 1913 172. tölublað 105. árgangur
FANNST VANTA
KRYDDTEGUND
Í TÓNLISTINA
MAÐUR ÞARF
AÐ TREYSTA
LESANDANUM
GLÆPASÖGUR
OG GIN Í MIKLU
UPPÁHALDI
JÓHANNA MARÍA 31 ELÍSABET DROTTNING 12TÓMAS R. 30
Ísland tapaði naumlega fyrir einu allra
besta liði heims, því franska, í fyrsta leik
sínum í úrslitakeppni Evrópumóts kvenna í
knattspyrnu í Tilburg í Frakklandi í gær-
kvöld. Eugénie Le Sommer skoraði sig-
urmark Frakka úr umdeildri vítaspyrnu rétt
fyrir leikslok og lokatölur urðu því 1:0. Ís-
lenska liðið hafði áður gert tilkall til víta-
spyrnu í leiknum þegar brotið virtist á
Fanndísi Friðriksdóttur í vítateig Frakka.
„Þjálfarinn þeirra var orðinn alveg froðu-
fellandi í fyrri hálfleik. Þær höfðu engin
svör við því sem við vorum að gera. Við viss-
um að þær yrðu pirraðar ef við myndum
spila fast gegn þeim, eins og raunin varð, og
það er bara þetta andskotans víti í restina
sem skilur liðin að,“ sagði Fanndís við
Morgunblaðið eftir leikinn í Tilburg.
Austurríki vann óvæntan sigur á Sviss,
1:0, í sama riðli og það verður því mikið
undir á laugardaginn kemur þegar Ísland
mætir Sviss í Doetinchem.
Stelpurnar geta náð langt
Á EM-torginu á Ingólfstorgi í miðbæ
Reykjavíkur fylgdust spenntir fótboltaunn-
endur með leiknum, þrátt fyrir leiðinda-
veður og vætu. Voru þeir allir sammála um
að lið Íslands væri sterkt í ár og að stelp-
urnar ættu góða möguleika á að ná langt á
mótinu.
„Ég hef fulla trú á íslenska liðinu, eins og
alltaf,“ segir Kristinn Jónsson, gjaldkeri
Tólfunnar, en hann var mættur á EM-torgið
ásamt nokkrum félögum sínum. Þá sagðist
annar aðdáandi afar ánægður með þann
mikla áhuga sem myndast hefur í kringum
landsliðið. » 14 og Íþróttir
AFP
Kraftur Fanndís Friðriksdóttir á fullri ferð í áttina að marki Frakka í leiknum í Tilburg. Hún hefði getað fengið vítaspyrnu og var nærri sloppin framhjá markverði Frakka í seinni hálfleik.
Naumt tap gegn einu besta liði heims
„Úrkoma hingað til hefur ekki verið
sérlega mikil og sólarleysi ekki áberandi
mikið,“ segir Trausti Jónsson veðurfræð-
ingur, spurður um veðrið á suðvestur-
horni landsins fyrri hluta júlí. Hita hefur
þó verið nokkuð misskipt á landinu það
sem af er júlí, en hæstur er meðalhitinn
hingað til á Torfum í Eyjafirði, eða 11,6
stig. Næst á eftir kemur Kirkjubæjar-
klaustur með meðalhita 11,5 stig.
Svalinn suðvestanlands er áberandi sé miðað við það sem
algengast hefur verið á þessari öld, segir Trausti. Sömu júlí-
dagar voru þá aðeins tvisvar kaldari en nú (2013 og 2006) og
einu sinni jafnkaldir og nú, eða 2002. Sé miðað við lengri tíma
er hitinn hins vegar nær því sem venjulegt má telja. „Í heild-
ina verður að teljast að ekki hafi farið illa með veður þótt
skortur sé á hlýjum sólardögum,“ segir Trausti. »10
Úrkoman ekki verið sérlega mikil
Langtímaskuldir sveitarfélaga lækka
milli áranna 2015 og 2016 um 4,8 millj-
arða króna eða sem nemur 2,9 prósent-
um. Heildarskuldir, þ.e. bæði til langs
tíma og skamms, hafa lækkað um 1,4 pró-
sent en þær námu 86,5 prósentum af
tekjum ársins 2015, en aðeins 76,1 pró-
senti árið 2016.
Skuldbindingar hafa á móti aukist tölu-
vert eða um 14,3 prósent og eru þar líf-
eyrisskuldbindingar fyrirferðarmestar.
Afkoma sveitarfélaga var óvenjugóð ár-
ið 2016 og mun betri en fjárhagsáætlanir gerðu ráð fyrir.
Halldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitar-
félaga, segir þróunina ánægjulega. Hann segir helstu skýr-
inguna á bættri afkomu sveitarfélaga liggja í auknum út-
svarstekjum sem jukust um 11% á milli ára. »18
Bætt afkoma sveitarfélaga
Halldór
Halldórsson
Heyra mátti á skipverjum Polar Na-
noq að þeir þekkja Thomas Møller Ol-
sen, sem ákærður er fyrir að hafa myrt
Birnu Brjánsdóttur, að góðu einu.
Skýrslur voru teknar af sjö manns úr
áhöfn grænlenska togarans í Héraðs-
dómi Reykjaness í gær.
Í ljós kom við skýrslutökurnar að
Thomasi bárust textaskilaboð frá blaða-
manni, þar sem bæði Birnu og rauðu Kia
Rio-bílaleigubifreiðina bar á góma. Við það mun hann hafa
ókyrrst mjög og jafnvel enn frekar við önnur skilaboð, þá frá
kærustu sinni í Grænlandi, en í þeim sagði: „Þú ert kannski
grunaður um þetta.“ Fyrsti vélstjóri Polar Nanoq sagði að
gefa hefði þurft Thomasi róandi lyf í kjölfar skilaboðanna og
að ekki hefði verið auðvelt að ræða við hann, svo tauga-
óstyrkur var hann. »4
„Þú ert kannski grunaður“