Morgunblaðið - 19.07.2017, Qupperneq 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. JÚLÍ 2017
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/senda grein Prentun Landsprent ehf.
Vilhjálmur A. Kjartansson
vilhjalmur@mbl.is
„Þetta var mjög gagnlegur fundur
og varpaði ljósi á ferlið eins og það
er núna,“ segir Svandís Svavars-
dóttir, þingmaður Vinstrihreyfing-
arinnar græns framboðs, spurð um
fund stjórnskipunar- og eftirlits-
nefndar sem haldinn var í gær, en
þar voru ræddar reglur um upp-
reist æru.
„Á fundinum kom fram að þetta
ferli er býsna vélrænt, en það virð-
ist vera nóg að uppfylla tiltekna
formlega þætti til að fá uppreist
æru þar sem engin dæmi eru um
að svokölluð meðmæli séu ekki tal-
in fullnægjandi,“ bætir hún við.
Ráðuneytisstjóri dómsmálaráðu-
neytisins sat fyrir svörum á fund-
inum og segir Svandís að meðal
þess sem spurt var um hafi verið
réttur einstaklinga til endurheimt-
ar opinberra réttinda á borð við
lögmannsréttindi og vísar þar til
máls Roberts Downey. Hann fékk
nýverið uppreist æru og gat því
endurheimt lögmannsréttindi sín,
en hann var árið 2008 dæmdur í
þriggja ára fangelsi fyrir kynferð-
isbrot gegn fjórum stúlkum.
„Skilningur Hæstaréttar byggir
á túlkun dómsins á lögmannalög-
unum um hvað þurfi að uppfylla til
að geta fengið að starfa sem lög-
maður. Þetta ræddum við líka og
hvort eðlilegt væri að nálgast op-
inber réttindi með þessum hætti.
Rétt er þó að taka fram að Lög-
mannafélagið vill þrengja túlk-
unina,“ segir Svanhvít.
Allir eigi möguleika
Brynjar Níelsson, formaður
nefndarinnar, sagði í samtali við
mbl.is í gær að það þyrfti að hafa
skýra verkferla og koma í veg fyr-
ir að ferlið væri matskennt. Sum-
um þætti skrýtið að eftir ákveðið
langan tíma og tvo meðmælendur
væri hægt að óska eftir uppreist
æru.
„Mönnum þykir rétt að skoða
hvort eðlilegt sé að gera grein-
armun á tíma og skilyrðum eftir
alvarleika brota,“ sagði Brynjar og
benti á að sjálfum þætti honum
alla jafna að menn ættu alltaf rétt
á að fá sín borgaralegu réttindi, að
uppfylltum ákveðnum skilyrðum.
„Allir eigi möguleika á því en
það er ekki þar með sagt að allir
eigi möguleika á að fá sín starfs-
réttindi því þá fer það svolítið eftir
eðli brots. Til að mynda ef læknir
hefur þuklað á sjúklingum – er þá
rétt að hann fái réttindi? Eða lög-
maður sem hefur brotið af sér og
er að sýsla í slíkum brotum,“ sagði
Brynjar og bætti við að þetta
þyrfti að fara yfir.
„Ég er ekki með svar við þessu
núna því ég held að það sé rétt að
farið verði nákvæmlega yfir þetta
og það náist sátt um hvenær menn
eigi að fá borgaraleg réttindi aftur
og hvenær menn sem hafa brotið
af sér eigi að fá starfsréttindi aft-
ur,“ sagði hann.
Ferlið sagt vera allt of vélrænt
Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd fundaði í gær með ráðuneytisstjóra dómsmálaráðuneytisins um ferl-
ið bakvið uppreist æru Nóg að uppfylla tiltekna formlega þætti til að fá uppreist æru segir Svandís
Brynjar
Níelsson
Svandís
Svavarsdóttir
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir,
þingmaður Pírata í allsherjar-
og menntamálanefnd Alþingis,
óskar eftir því að almenningur
sendi henni spurningar sem
hann vill fá svar við í
tengslum við uppreist æru
Roberts Downeys, en verði
lagt fram lagafrumvarp um
breytingar á uppreist æru í
haust verður það tekið fyrir í
allsherjar- og menntamála-
nefnd.
Leitar til
almennings
VILL SPURNINGAR FÓLKS
Regnhlífar, kápur, kuldavesti og vatnsheldar
flíkur komu sér vel við Geysi í gær, en leiðinda-
veður var á sunnanlands með mikilli vætu. Þess-
ir erlendu ferðamenn létu veðrið þó ekki
skemma fyrir sér upplifunina og fylgdust margir
þeirra spenntir með þegar Strokkur sýndi mátt
sinn. Voru þeir þá fljótir að grípa myndavél-
arnar og snjallsímana í þeirri von að festa nátt-
úruundrið á filmu.
Fjölmargir erlendir gestir nutu náttúrunnar í vætunni
Morgunblaðið/Eggert
Vel varðir ferðamenn á göngu um hverasvæði
Karlmaður lét lífið eftir fall úr bygg-
ingarkrana á vinnusvæði í Hafnar-
firði síðastliðinn mánudag. Tilkynn-
ing um slysið barst Neyðarlínu
síðdegis þann dag og héldu lögregla
og sjúkraflutningamenn þegar á
vettvang. Samkvæmt upplýsingum
frá lögreglunni á höfuðborgarsvæð-
inu voru endurlífgunartilraunir
gerðar á slysstað.
Maðurinn var í kjölfarið fluttur á
Landspítalann þar sem hann var úr-
skurðaður látinn.
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu
og Vinnueftirlitið vinna nú að rann-
sókn slyssins, en ekki var í gær unnt
að greina frá nafni hins látna.
Banaslys í
Hafnarfirði
„Það er tvennt sem kemur til
greina. Annars vegar að þetta sé
hákarl, en hins vegar að þetta sé af-
gangur af hval sem hefur lent í
skrúfu. Það myndi útskýra þessar
reglulegu rákir sem líta út eins og
skurðarför. En ég hallast nú frekar
að hákarlskenningu,“ segir Sverrir
Daníel Halldórsson líffræðingur eft-
ir að hafa séð ljósmyndir af stóru
og illa leiknu flikki sem fannst í
fjöru.
Sverrir segir að hákarla reki
sjaldan á fjörur, það gerist stöku
sinnum og oftast séu það algjörar
lufsur. Hann býst ekki við að hræið
verði fjarlægt af manna höndum.
„Náttúran sér um þetta, þetta er
ekki lengi að hverfa,“ segir hann.
Tvær systur, þær Sigríður og
Dísa Gunnarsdætur frá Eyri við
Ingólfsfjörð, komu auga á flikkið í
fjörunni við gömlu bryggjurnar og
tóku myndir af þessu mjög svo illa
útlítandi „sæskrímsli“.
Skrímsli í
fjörunni?
Líklega hákarl
Fjara Hræið sem systurnar fundu.
Börkur NK, eitt skipa Síldarvinnsl-
unnar, landaði 2.200 tonnum af kol-
munna í Neskaupstað síðastliðinn
sunnudag. Greint er frá þessu á
heimasíðu Síldarvinnslunnar, en
skipið kom þá úr átta daga veiðiferð
og veiddist meginhluti kolmunnaafl-
ans í íslenskri lögsögu.
Hélt Börkur umsvifalaust til kol-
munnaveiða á ný að lokinni löndun
til þess að nýta tímann sem best áð-
ur en síldar- og makrílvertíð hefst,
segir á heimasíðu Síldarvinnslunnar.
Að sögn Hjörvars Hjálmarssonar,
skipstjóra Barkar NK, var fiskurinn
bæði stór og fallegur. Lítil veiði var
á fyrri hluta veiðiferðarinnar, að
sögn Hjörvars.
Var fyrst leitað í hinum svokallaða
Rósagarði, sem er suðaustur af Ís-
landi, og síðar í færeyskri lögsögu.
Skipið hélt þá til baka í íslenska lög-
sögu og leitaði norðar en upp-
haflega. Var það þar sem mikill kol-
munni fannst, eða um 100 sjómílur
út af Norðfjarðarhorni, segir Hjörv-
ar. Var afli þar mikill, eða allt upp í
500 tonn á sólarhring, samkvæmt
upplýsingum frá Síldarvinnslunni.
axel@mbl.is
Mikill kolmunnaafli
hjá Síldarvinnslunni
Morgunblaðið/Sigurður Aðalsteinsson
Aflakló Börkur NK kom nýverið með yfir 2.000 tonn af kolmunna til hafnar
í Neskaupstað, en skipið var í átta daga veiðiferð og fór víða á þeim tíma.