Morgunblaðið - 19.07.2017, Qupperneq 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. JÚLÍ 2017
Jón Birgir Eiríksson
jbe@mbl.is
Reykjavíkurborg hefur nú til skoð-
unar endurhönnun á hæðarlegu
hjólreiðastígs sem til stendur að
leggja við Rauðagerði í Reykjavík.
Deilur hafa staðið um fram-
kvæmdirnar og hluti íbúa við
Rauðagerði, Ásenda og Tunguveg
vakið athygli á meintum misbrest-
um við framkvæmdirnar. Hafa þeir
m.a. stöðvað framkvæmdirnar í tví-
gang í sumar. Í kjölfar síðara
skiptisins, 1. júlí sl., kom fram í
máli talsmanns íbúa að borgin
hefði sýnt áhuga á að vinna með
íbúum.
Flýta verkinu ekki um of
Auk hjólreiðastígsins er ráðgert
að bæta við forgangsakrein fyrir
strætisvagna, reisa hljóðmön,
byggja útsýnispall og koma á há-
spennustreng við húsin.
Að sögn Róberts Guðmundar
Eyjólfssonar, verkefnisstjóra fram-
kvæmdarinnar, hefur Reykjavíkur-
borg reynt að taka tillit til at-
hugasemda íbúanna.
„Nú síðast ákváðum við, í sam-
ræmi við ábendingar, að athuga
með hæðina á hjólastígnum. Við er-
um með það í athugun núna,“ segir
hann, en von er á niðurstöðu eftir
eina til tvær vikur.
Róbert segir að ekki verði þrýst
um of á verktaka að klára hjóla-
stíginn, unnið verði að fram-
kvæmdunum á „eðlilegum“ hraða á
meðan.
„Í staðinn fer verktakinn í
strætó-aðreinina. Við höfum ekkert
verið að þrýsta of mikið á verktak-
ann á meðan við erum að skoða
þetta,“ segir hann.
Mögulegar viðbætur við manir
Að sögn Róberts stýrist fram-
kvæmdahraðinn ekki síst af því að
hluti íbúanna hafi lýst yfir óánægju
sinni með verkið.
„Það er ekkert keppikefli okkar
að framkvæma eitthvað sem við
komumst síðan að raun um að
hefði mátt gera betur. Við tökum
alltaf ábendingum og viljum hafa
góða samvinnu við íbúana,“ segir
hann.
Róbert segir að einnig komi til
skoðunar að gera viðbætur við
hljóðmanirnar, komi það í ljós að
bæta megi hljóðvarnirnar. Einnig
verði vinna vegna gróðurs sem
liggja muni upp að lóðum unnin í
samráði við íbúa á svæðinu.
Endurmeta hæð stígsins við Rauðagerði
Hanna hjólastíg upp á nýtt í kjölfar ábendinga íbúanna Borgin fer sér hægt í framkvæmdunum
Morgunblaðið/Ófeigur
Framkvæmdir Unnið að því að grafa upp úr stígstæðinu og fjarlægja tré.
Skúli Halldórsson
sh@mbl.is
Þinghald í dómsmáli því, sem höfðað var
vegna andláts Birnu Brjánsdóttur, hófst upp
úr klukkan níu í gærmorgun, rétt rúmum
sex mánuðum eftir örlagaríka atburði laug-
ardagsmorgunsins 14. janúar sl.
Ákærður er í málinu Thomas Fredrik
Møller Olsen, grænlenskur ríkisborgari sem
fæddur er árið 1987, fyrir að hafa svipt
Birnu lífi.
Dómþingið var haldið í Héraðsdómi
Reykjaness og voru skýrslur teknar af skip-
verjum grænlenska togarans Polar Nanoq í
gær, en Olsen var í áhöfn togarans sem var
við bryggju í Hafnarfirði þessa helgi í jan-
úar.
Leigði bíl til að drepa tímann
Arnbjörn Bjarnason, danskur ríkisborgari
fæddur árið 1973, var fyrstur skipverjanna
til að bera vitni. Spurður af Kolbrúnu Bene-
diktsdóttur, varahéraðssaksóknara sem fer
með ákæruvaldið í málinu, um tengsl sín við
Thomas sagðist hann aðeins vera vinnu-
félagi hans og að þess eðlis væru tengsl
þeirra. Hann vissi að hann hefði verið með
bíl á leigu, hann hefði verið viðstaddur ein-
hverjar nætur. Spurður hvort Thomas hefði
yfirleitt leigt sér bíl á Íslandi sagði Arn-
björn að Thomas hefði oft leigt sér bíl, að
því er virtist til að drepa tímann.
Þegar skipinu hefði verið snúið til hafnar
sagðist Arnbjörn aðspurður hafa tekið eftir
því að Thomas væri uppi í eldhúsinu í vinnu-
fötum, þegar hann hefði átt að vera að
vinna. Ástand hans hefði þá versnað sífellt,
hann hefði verið taugaóstyrkur og neitað
öllum boðum um mat.
Thomas hefði þá spurt Arnbjörn: „Ætli
þeir séu komnir til að sækja mig?“ þegar
lögreglan hefði komið um borð. Verjandi
Thomasar spurði Arnbjörn hvernig mann-
eskja Thomas væri. Sagðist hann þekkja
hann sem mjög indælan náunga, hann væri
vingjarnlegur og vinsæll um borð.
Þurfti lyf til að róa Thomas
Fyrsti vélstjóri Polar Nanoq, sem næstur
bar vitni í gær sagðist hafa séð Thomas í há-
deginu á laugardeginum, þar sem hann hefði
komið upp landganginn með handklæði.
Hann hefði þá rætt við vinnufélaga sinn um
þetta. „Við héldum að einhver hefði kastað
upp í bílinn, fyrst að handklæðið var með,“
sagði hann.
Þá sagði hann einnig að eftir að Thomas
hefði fengið textaskilaboð frá blaðamanni,
þar sem spurt var um rauða bílaleigubílinn,
hefði hann brotnað saman. Thomas hefði þá
farið í stýrishúsið og skýrt skipstjóranum
frá textaskilaboðunum. Tíu til tólf tímum
eftir það hefði þurft lyf til að róa Thomas.
Ekki hefði þá verið auðvelt að ræða við
hann, svo taugaóstyrkur hefði hann verið.
Kolbrún spurði vélstjórann því næst út í
dvöl skipsins í Danmörku vegna seinni hluta
ákærunnar, sem varðar fíkniefnasmygl.
Sagðist hann hafa séð Olsen fara í burt á
nóttunni í Danmörku.
Verjandinn tók því næst til máls og spurði
vélstjórann um nettengingu skipsins. Hún
hefði nýst til að skrifa texta en verið erfið til
notkunar í annað en það.
Þola illa mótlæti
Í vitnisburði fyrsta stýrimanns Polar
Nanoq segir að frásögn Thomasar og Niko-
laj, sem upphaflega sat í gæsluvarðhaldi
vegna málsins ásamt Thomasi en var síðar
sleppt, um málið hafi tekið einhverjum
breytingum eftir því sem leið á.
Verjandi Thomasar spurði vitnið hvern-
ig manneskja Thomas væri.
„Það er erfitt að segja það núna, eftir
allt sem hefur gerst, en Thomas var ró-
legur og vinalegur.“
Verjandinn spurði vitnið út í ummæli
þess í lögregluskýrslu, þess efnis að
Grænlendingar þyldu illa mótlæti.
„Ég er stýrimaður og þarf oft að brýna
raust mína við undirmenn mína. Græn-
lendingarnir fara alltaf í baklás og verja
sig, bera hönd fyrir höfuð sér og benda á
einhvern annan: „það var ekki ég“. “
Mæti fyrir dóm í ágúst
Fyrirhugað er að Thomas Møller Olsen
mæti fyrir dóm 21. ágúst þegar aðal-
meðferð dómsmálsins hefst í Héraðsdómi
Reykjaness.
Dómsformaðurinn í málinu, Kristinn
Halldórsson, frestaði þinghaldi til mánu-
dagsins 21. ágúst þegar vitnaleiðslum var
lokið í gærmorgun. Þá höfðu ákæruvaldið
og verjandi Thomasar spurt sjö skipverja
grænlenska togarans Polar Nanoq um
upplifun þeirra og atburði um borð í skip-
inu.
Morgunblaðið/Ófeigur
Skipverjar Tekin var skýrsla af sjö skipverjum Polar Nanoq í Héraðsdómi Reykjaness í gær, en Thomas Møller kemur fyrir dóminn þann 21. ágúst.
Olsen fékk róandi lyf um borð
Gefa þurfti meintum morðingja Birnu Brjánsdóttur lyf til að róa hann niður þegar Polar Nanoq var
snúið aftur til hafnar á Íslandi Thomasi lýst sem almennt vingjarnlegum og vinsælum um borð
Morgunblaðið/Eggert
Handteknir Í Hafnarfirði beið fjöldi lög-
reglumanna komu skipsins.
Skipstjóri grænlenska togarans Polar Na-
noq segist ekki hafa neitt annað en gott að
segja um Thomas Olsen. Spurður um sam-
skipti sín við Thomas eftir að hann hefði
lesið á netinu um rannsókn á hvarfi Birnu
sagðist skipstjórinn hafa nefnt þetta við
hann. „Ég fór að ræða við hann um þetta,
eftir að hafa séð þetta á netinu, og þá sagði
hann að það hefðu verið tvær stelpur í bíln-
um og að hann hefði keyrt þær upp í
Krónu.“ Thomas hefði þá sýnt honum
textaskilaboð frá blaðamanni. „Thomas
kom og sýndi mér SMS-ið og ég sagði við
hann: „Leggðu þig bara.““
Skipstjórinn sagði fjölmiðla hafa hringt
mikið í skipið, en í eitt sinn hefði það verið
lögreglan. Hún spurði hvort vopn væru um
borð, hversu langt skipið ætti eftir í land og
sagði loks að þeir kæmu vopnaðir um borð
með þyrlu.
Sagði honum
að leggja sig
SKIPSTJÓRINN BAR VITNI