Morgunblaðið - 19.07.2017, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 19.07.2017, Qupperneq 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. JÚLÍ 2017 Sindragata 12c | Ísafirði | Sími 456 1300 | smidjan@velsmidjan.is Frábær smurefni sem einangra, verja og koma í veg fyrir tæringu eins og verkfæra o rafma nsvara. 100% eins árs RAKAVÖRN Nokkur olíumengun er nú sjáanleg í neðanverðum Grafarlæk sem liggur út í Grafarvog. Fólki er ekki talin stafa hætta af menguninni, en tals- verð sjón- og lyktarmengun er á svæðinu. Segir frá þessu í tilkynn- ingu frá Reykjavíkurborg. Vitað er að olíumengun berst í Grafarlæk úr regnvatnsrás og við úrkomu, líkt og þá sem var í gærdag, eykst mjög flæði gegnum rásina. „Ekki er hægt að útiloka að enn komi mengun frá uppsprettu en sennilegra er að um útskolun eldri mengunar frá því á föstudag og laug- ardag sé að ræða,“ segir í tilkynn- ingu borgarinnar. Þá telur slökkvilið að ekki sé um mikla mengun að ræða, en samkvæmt upplýsingum frá Reykjavíkurborg verður vand- lega fylgst með gangi mála og metið hvort tilefni sé til frekari aðgerða eða athugana með tilliti til áhrifa á lífríki á svæðinu. Enn mengun í læknum  Olíubrák sést í neðanverðum Grafarlæk Ljósmynd/Reykjavíkurborg Sóðalegt Olíubrákin sést vel í læknum en hún er þó ekki talin vera mikil. SVIÐSLJÓS Arnar Þór Ingólfsson athi@mbl.is „Þetta er búið að vera töluvert bras, eins og alþjóð veit, en nú er- um við vonandi að nálgast loka- hnykkinn í því að gera við þennan búnað sem er bilaður,“ segir Hild- ur Ingvarsdóttir, forstöðumaður viðhaldsþjónustu hjá Veitum. Í gær unnu starfsmenn Veitna og verktakar að viðgerð á neyðarloku í skólpdælustöðinni við Faxaskjól. Áætlað var að viðgerð myndi ljúka um það leyti sem Morgunblaðið færi í prentun. Ólag hefur verið á lokunni síðan um miðjan síðasta mánuð, með þeim afleiðingum að óhreinsað skólp hefur runnið til sjávar við dælustöðina, samtals í 18 daga. Áætlað er að 750 lítrar af óhreins- uðu skólpi hafi runnið í fjöruna á hverri sekúndu að meðaltali, þann tíma sem neyðarlúgan var opin. Í gær var neyðarlúgan í Faxa- skjóli opnuð, fyrst að morgni, er viðgerð fór fram á lokunni sjálfri og síðan á flóði og fjöru, er virkni lokunnar var prófuð. Opnun lúg- unnar vakti mikla kátínu máva- gers við ströndina, sem virtist líta óheft skólpflæðið jákvæðari aug- um en mannfólkið. Starfsmenn Veitna ásamt verk- taka sáu um viðgerðina á neyðar- lokunni, sem ætti að leiða til þess að fráveitukerfi höfuðborgarsvæð- isins virkaði sem skyldi og að ein- ungis yrði notast við neyðarlúguna í undartekningartilfellum. Neyðarlúgan opnast þegar ákveðið magn skólps safnast fyrir í dælustöðinni og þá flæðir skólpið út um neyðarlúguna í sjóinn „Ef hún myndi ekki opnast þá gæti skapast þrýstingur í kerfinu þann- ig að það flæddi upp úr hjá íbú- um,“ segir Hildur. Nánar tiltekið myndi skólp flæða upp um niðurföll og klósett á lægstu svæðum fráveitukerf- isins. Það yrði óskemmtilegt fyrir alla. „Við ætlum ekki að láta það ger- ast. Ef það verður rafmagnslaust, þá fer kerfið í svipað horf og það var í áður en hreinsistöðvarnar komu til sögunnar. Fráveitan verður að virka þannig að við get- um alltaf losað skólp, en við þurf- um áfram að vinna að því að bil- anir verði fátíðari,“ segir Hildur. Veitur hreinsa fjörurnar Töluvert af aðskotahlutum er í skólpi höfuðborgarbúa, sem ættu alls ekki að vera þar. Dömubind- um, eyrnapinnum, blautþurrkum og fleiru þess kyns hefur skolað á land í kjölfar skólpflæðisins síð- ustu vikur. Starfsmenn Veitna sjá um að hreinsa strandlengjuna. „Við erum búin að fara nokkrum sinnum í fjöruna og munum skoða fjöruna aftur að þessari aðgerð lokinni. Það má alveg gera ráð fyrir því að eitthvað skolist á land í samfara þessu, þótt opnunin nú sé mun skemmri en allar þær opn- anir sem hafa verið undanfarinn mánuð,“ segir Hildur. Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur ráðleggur fólki, sérstaklega sjó- sunds- og siglingafólki, að vera ekki nærri dælustöðum við Skelja- nes og Faxaskjól í dag, þar sem hætta sé á að saurgerlamengun í sjó sé yfir viðmiðunarmörkum. Starfsmenn Veitna reyna að beina fólki frá fjörunni. „Við erum búin að setja upp skilti hérna sitt hvorum megin í fjörunni og líka við Skeljanesið ef fólk kemur hérna labbandi alveg grandalaust og ætlar í fjöruferð,“ segir Hildur. Fyrsta stigs hreinsun Skólphreinsun Veitna á höfuð- borgarsvæðinu er svokölluð fyrsta stigs hreinsun. „Fyrsta stigs hreinsunin virkar þannig að ruslið er hreinsað frá, en einnig er skil- inn frá allur sandur og fita. Svo er skólpinu dælt fjóra eða fimm kíló- metra á haf út,“ segir Hildur. Víða er gerð krafa um frekari hreinsun á skólpi áður en því er dælt út í náttúruna og er fyrsta stigs hreinsun lágmarkshreinsun á skólpi. „Við búum við þennan við- taka, sem Atlantshafið er og skil- greindur sem síður viðkvæmur viðtaki í fráveitufræðunum,“ segir Hildur. Á nokkrum stöðum á landinu, þar sem aðstæður til að losa skólp í haf eru ekki fyrir hendi, eru þró- aðri aðferðir notaðar við fráveitu, en þær eru töluvert kostn- aðarsamari. „Hvað framtíðin ber í skauti sér og hvaða kröfur verða gerðar í framtíðinni, það verður bara að koma í ljós,“ segir Hildur. Neyðarlokan í Faxaskjóli löguð  Unnið að viðgerð neyðarlokunnar í gær  Skólpið flæddi óhreinsað í fjöruna meðan á viðgerð stóð  Að meðaltali flæddu 750 lítrar af skólpi út um neyðarlúguna á hverri sekúndu í 18 daga í sumar Morgunblaðið/Golli Viðgerð Starfsmenn Veitna og verktakar vinna að því að losa neyðarlokuna til að geta hafið viðgerð á henni. Undir fótum þeirra rennur óhreinsað skólpið beint út í fjöru, þar sem mávarnir gleðjast yfir næringarríkri fæði. Lokan Neyðarlokan umtalaða var hífð upp til viðgerðar. Dælustöðin Vinnusvæðið við Faxaskjól var kirfilega afmarkað. Mengunarmál hafa verið í um- ræðunni hér á landi í sumar. Skólpmengunina frá dælustöð Veitna við Faxaskjól ber þar sennilega hæst. Málið hefur vakið mikla athygli, ekki síst vegna þess hversu langur tími leið frá því málið kom upp þar til íbúar voru látnir vita. Fyrstu tilkynningar af málinu bárust frá þremur óheppnum konum sem voru svamlandi í skítnum við ströndina á árabrettum. Auk skólpmálsins hafa kom- ið upp alvarleg tilvik meng- unar í Varmá í Mosfellssveit. Þá varð olíuleki á Akranesi í síðustu viku, auk þess sem olía hefur lekið í læk í Grafar- vogi. Mengun mik- ið í deiglunni UMHVERFISMÁL

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.