Morgunblaðið - 19.07.2017, Síða 8

Morgunblaðið - 19.07.2017, Síða 8
Orðið á götu Eyjunnar segir „aðstemningin hafi verið orðin heldur súr innan Sjálfstæðisflokksins með stjórnarsam- starfið og yfirlýs- ingar tveggja ráð- herra Viðreisnar, sem boða beinar skattahækkanir, hafi gert ástandið miklu verra. Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra boðaði í vikunni að tollar og gjöld á díselolíu verði hækkuð til að jafna stöðu þess eldsneyt- isgjafa gagnvart bensíni.    Auðvitað datthonum ekki í hug að lækka gjöldin á bensínið til að jafna stöðuna. Útvarpsgjald er hækkað, þótt einkareknir fjöl- miðlar eigi allir í vök að verjast.    Og nú er tilkynnt um stór-hækkun veiðigjalda á útgerð- ina og miðað við afkomuna árið 2015, enda þótt allir viti að geng- isbreytingar síðan hafi gjörbreytt rekstrarumhverfinu í sjávarútvegi.    Stutt er síðan kynnt voru áformum hækkun virðisaukaskatts á ferðaþjónustu, þvert á gefin loforð.    Á sama tíma er orðið ljóst að rík-isstjórnin ætlar ekki að standa við loforð til fyrirtækjanna í land- inu um að lækka tryggingagjaldið, þótt atvinnuleysi sé nánast ekki neitt.“    Menn hljóta að spyrja af hverju íósköpunum Steingrímur og Indriði eru ekki fengnir aftur. Hvers vegna sjá amatörar í skatta- hækkunum, eins og Sjálfstæðis- Viðreisn um svona verk, þegar frá- bærir fagmenn liggja óbrúkaðir á lausu? Steingrímur J. Nota ber fagmenn STAKSTEINAR Indriði Þorláksson 8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. JÚLÍ 2017 Veður víða um heim 18.7., kl. 18.00 Reykjavík 12 rigning Bolungarvík 12 alskýjað Akureyri 15 rigning Nuuk 6 rigning Þórshöfn 15 léttskýjað Ósló 20 heiðskírt Kaupmannahöfn 17 skýjað Stokkhólmur 21 skúrir Helsinki 19 léttskýjað Lúxemborg 28 léttskýjað Brussel 27 heiðskírt Dublin 23 skýjað Glasgow 23 léttskýjað London 25 heiðskírt París 32 heiðskírt Amsterdam 23 heiðskírt Hamborg 21 skýjað Berlín 23 heiðskírt Vín 30 heiðskírt Moskva 20 léttskýjað Algarve 26 heiðskírt Madríd 35 léttskýjað Barcelona 30 léttskýjað Mallorca 33 heiðskírt Róm 30 heiðskírt Aþena 25 léttskýjað Winnipeg 22 léttskýjað Montreal 24 léttskýjað New York 27 heiðskírt Chicago 26 heiðskírt Orlando 30 léttskýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 19. júlí Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 3:55 23:14 ÍSAFJÖRÐUR 3:27 23:52 SIGLUFJÖRÐUR 3:08 23:37 DJÚPIVOGUR 3:17 22:51 Stefnt er að því að ljúka uppgreftri við Dysnes í Eyjafirði í þessari viku. Þetta segir Hildur Gests- dóttir, fornleifafræðingur hjá Fornleifastofnun Ís- lands. Um mánuður er síðan víkingasverð fannst í bátskumli á svæðinu og hófst eiginlegur uppgröft- ur nokkrum dögum síðar. Af sex kumlum á svæð- inu er búið að grafa fjögur upp og hið fimmta er langt komið. Hildur segir síðasta kumlið komið styttra á leið og útilokar ekki að eitthvað nýtt finn- ist í því. Svo virðist sem þrjú kumlanna geymi mann og hest og standa vonir til að eitthvað finnist af heillegum hestabeinum í því síðasta. Í byrjun mánaðar flutti Morgunblaðið fréttir af því að til stæði að flytja 1.000 gripi af svæðinu í geymslur Þjóðminjasafnsins í Hafnarfirði. Þeim flutningum er að mestu lokið. Rannsóknin er svokölluð framkvæmdarann- sókn og stofnað til hennar vegna fyrirhugaðra hafnarframkvæmda á svæðinu. Hildur segir sögu- sagnir lengi hafa gengið um mannabein í sjávar- rofinu en ekkert hafi verið sýnilegt. Því hafi hún ekki gert sér sérstakar vonir um að eitthvað kæmi til með að finnast. alexander@mbl.is Uppgreftri á Dysnesi að ljúka  Vonast til að finna hestabein í sjöttu gröfinni Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Dysnes Fornleifafræðingar taka hér höndum saman við að ná upp víkingasverði úr bátskumli. Samtök fiskframleiðenda og út- flytjenda (SFÚ) telja í yfirlýsingu að ákvörðun sjávarútvegsráðherra um veiðileyfagjöld á árinu 2017 sé ekki til þess fallin að auka framboð af fiski inn á fiskmarkaði. SFÚ ótt- ist að ákvörðunin verði til þess að veikja og stofna jafnvel í hættu rekstri einyrkja í útgerð, sem fram til þessa hafi verið einna ötulastir í að selja afla sinn á fiskmörkuðum. SFÚ telur að eðlilegt væri að öfl- ugir seljendur á fiskmörkuðum fengju ívilnun í formi afsláttar af veiðigjöldum. „SFÚ skorar á sjávarútvegs- ráðherra að endurskoða ákvörðun sína og tryggja að breytingar á veiðigjaldi taki fullt tillit til smærri aðila í greininni og einyrkja.“ Lyk- ilatriði sé að gjaldtakan stuðli að auknu framboði á fiskmörkuðum í þágu greinarinnar. Mótmæla veiðigjöldum Morgunblaðið/Alfons SFÚ Samtökin telja að ákvörðun ráðherra veiki rekstur einyrkja.150.000kr. ferðavinningur Þegar þú kaupir JORDAN INDIVIDUAL tannbursta og sendir okkur ljósmynd af kassastrimlinum á netfangið jordan@lindsay.is, átt þúmöguleika á glæsilegum vinningum. Dregið verður 28. júlí 2017. www.facebook.com/jordanaislandi 30.000 kr. vöruúttekt í Bónus 20.000 kr. vöruúttekt í Bónus ELSKAÐU TENNURNAR sumarleikur jordan í bónus

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.