Morgunblaðið - 19.07.2017, Blaðsíða 12
12 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. JÚLÍ 2017
Drottning Elísabet II. er dáð af þegnum sínum og á að auki stóran aðdá-
endahóp víða um heim. Hún nýtur þess að lesa góðar bækur í frítíma sínum.
Katrín Lilja Kolbeinsdóttir
katrinlilja@mbl.is
E
lísabet Englands-
drottning hefur ríkt í
64 ár, lengur en nokk-
ur annar þjóðhöfðingi.
Drottningin hefur lif-
að viðburðaríka ævi og getur á sínu
92. aldursári litið til baka á ótal at-
burði. Breska vefsíðan independ-
ent.uk.com tók saman nokkra
punkta um þessa merku konu.
Elísabet II. Englandsdrottning
fæddist 21. apríl árið 1926, en státar
í raun af tveimur afmælisdögum.
Hinum rétta í apríl og opinberum
afmælisdegi í júní, en það er gert til
þess að auka líkurnar á góðu veðri á
hátíðarhöldunum sem haldin eru ár
hvert í tilefni af afmæli hennar. El-
ísabet var krýnd drottning árið
1953, aðeins 25 ára gömul og var
krýning hennar sú fyrsta í sögunni
sem var sjónvarpað. Í valdatíð sinni
hefur hún farið í 261 opinbera heim-
sókn til 116 landa, þar af tuttugu og
tvisvar til Kanada. Henni hafa verið
gefnar ótal gjafir, meðal annars fíll
sem var komið fyrir í dýragarði í
London. Á hverjum morgni er
drottningunni færður morgun-
verður í rúmið sem samanstendur af
skál af Special K, hafragraut, jógúrt
og tvenns konar marmelaði.
Er með ofnæmi fyrir köttum
Elísabet II. er mikil hunda-
manneskja og ræktar sína eigin teg-
und en það gerir hún með því að
blanda saman corgi-hundi og dachs-
hund eða langhundi, svo úr verður
dorgi. Hins vegar er hún með of-
næmi fyrir köttum. Elísabet sendi
sinn fyrsta tölvupóst árið 1976 og
Glæpasögur og gin
í miklu uppáhaldi
Elísabet II. Englandsdrottning er ein þekktasta kona samtímans. Andlit hennar
prýðir breska peningaseðla og vart finnst það mannsbarn sem ekki hefur heyrt á
nafn hennar minnst. En á bak við glamúrímyndina af þessari virðulegu drottn-
ingu sem hefur lifað tímana tvenna er kona sem ræktar sína eigin hundategund
og horfir á bandaríska skemmtikraftinn Ali G.
Gin Drottningin drekkur gin á mannamótum en líkar verr við kampavín.
Hún fær sér þó yfirleitt sopa af því, fyrir kurteisis sakir.
Ljóð hafa fylgt mannkyninu svo lengi
sem elstu menn muna og vinsældir
þeirra virðast hafa aukist gríðarlega
á síðustu árum með þróun tækninn-
ar. Finna má ljóð á ólíklegustu stöð-
um, svo sem á samfélagsmiðlum á
borð við Instagram og Twitter og á
hljóðvefnum Spotify. Ljóðskáld nú-
tímans eru gjörólík forverum sínum. Í
dag má finna ljóðskáld á kafi í stjórn-
málum og uppi á sviði á Glastonbury-
tónlistarhátíðinni.
„Þetta eru áhugaverðir tímar fyrir
ljóðskáld, sérstaklega fyrir okkur
konur,“ sagði Greta Bellamacina,
ljóðskáld og útgefandi, í samtali við
BBC. „Með tilkomu netsins getur fólk
gefið sitt efni út sjálft og fengið aðra
til þess að gagnrýna verkin. Konur
sérstaklega geta skrifað um efni sem
þær hefðu ef til vill ekki getað áður.
Ég er partur af ótrúlega stóru sam-
félagi kvenkyns ljóðskálda,“ sagði
Greta. Þetta er alþjóðlegt samfélag,
með tilkomu samfélagsmiðla er auð-
veldara fyrir ljóðskáld víðsvegar um
heiminn að tengjast og bera saman
bækur sínar.
„Heimur ljóðanna er alþjóðlegur,
við sem ljóðskáld höldumst í hendur
þvert yfir landamæri,“ segir Salena
Gooden, breskt ljóðskáld. Að hennar
mati má rekja vinsældir ljóða til þess
sem er að gerast í stjórnmálum.
„Fólk leitar meira í að skrifa og semja
nú heldur en áður. Að semja ljóð er á
vissan hátt byltingarkennd hegðun.“
Fólk er meðvitaðara nú en áður um
að það er ákveðin barátta í gangi,“
segir Salena. Hún segir áheyrendur
auk þess vera farna að gera meiri
kröfur til ljóðagerðar.
Skyggnst inn í alþjóðlegt samfélag ljóðskálda
AFP
Lestur Að lesa getur verið góð skemmtun og ekki síðra ef um falleg ljóð er að
ræða. Ljóðagerð hefur breyst mikið í gegnum árin, þökk sé þróun tækninnar.
Hin ljóðræna bylting sem
þekkir engin landamæri
Borgarbókasafnið býður upp á bókmenntagöngur á
ensku alla fimmtudaga í júní, júlí og ágúst og er
næsta ganga áætluð 20. júlí næstkomandi.
Um er að ræða göngu sem snýst að mestu um
glæpi og drungalega atburði í bókmenntum sem
tengjast Reykjavík og því munu gestir fá góða innsýn
í íslenskar glæpa- og draugasögur. Starfsfólk Borg-
arbókasafnsins mun leiða gönguna og kostar 1.500
krónur að taka þátt. Miða má nálgast á bókasafninu í
Grófinni og á vefnum tix.is en frítt er fyrir 17 ára og
yngri sem vilja taka þátt.
Lagt verður upp frá Grófinni við Tryggvagötu og
segir á vef Borgarbókasafnsins að gangan verði á ró-
legum nótum og mun hún taka um það bil 90 mín-
útur. Gangan næstkomandi fimmtudag mun hefjast
klukkan 15:00 og standa til um það bil 16:30. Áhuga-
fólk um hryllings- og glæpasögur er eindregið hvatt
til þess að taka þátt.
Bókmenntaganga Borgarbókasafnsins verður gengin alla fimmtudaga í sumar
Á draugalegar slóðir
Morgunblaðið/Styrmir Kári
Bækur Starfsmenn Borgarbókasafnsins munu leiða gesti á
slóðir íslenskra drauga- og glæpasagna í sumar.
Margrét
Kjartansdóttir
Rangt var
farið með föð-
urnafn Mar-
grétar Kjart-
ansdóttur í
viðtali við
hana um ís-
lenska fjár-
hunda og
hundaræktun
í Morgunblað-
inu í fyrradag. Beðist er velvirðingar
á mistökunum.
LEIÐRÉTT
Margrét Kjartansdóttir
Bíó Paradís ætlar að bjóða aðdáend-
um kvikmyndarinnar Með allt á
hreinu á svokallaða sing-a-long-
sýningu hinn 20. júlí næstkomandi
og hefst skemmtunin klukkan 20:00.
Valdir meðlimir Stuðmanna verða
viðstaddir og munu þeir taka lagið
með gestum en tilefnið er 35 ára af-
mæli hinnar sívinsælu kvikmyndar.
Fólk er hvatt til að láta þennan við-
burð ekki framhjá sér fara.
Skemmtun í Bíó Paradís
Syngdu með
Stuðmönnum
Morgunblaðið/Golli
Tónlist Valdir meðlimir hljómsveit-
arinnar mæta í Bíó Paradís 20. júlí.
ÍSLENSKA KÍSILSTEINEFNIÐ FRÁ GEOSILICA
INNIHELDUR HREINAN JARÐHITAKÍSIL
*Rannsóknir hafa sýnt fram á þessi áhrif, kísilvatnið er fæðubótarefni og kemur ekki í staðinn fyrir lyf.
Nánari upplýsingar má finna á www.geosilica.is
GeoSilica kísilvatnið fæst í Heilsuhúsinu,
öllum helstu apótekum og í Hagkaup Kringlunni,
Hagkaup Smáralind og Hagkaup Garðabæ.
ANNA
GUÐMUNDSDÓTTIR
„Ég mjaðmargrindarbrotnaði illa
fyrir tíu mánuðum, ég hef verið
að taka kísilinn ykkar núna í
u.þ.b. 8 mánuði og eftir tveggja
til þriggja mánaða inntöku varð ég strax vör
við mikinn mun. Í dag finn ég varla fyrir því að hafa brotnað.“
• Styrkir bandvefinn*
• Stuðlar að þéttleika í beinum*
• Styrkir hár og neglur*
• Stuðlar að betri myndun kollagens
fyrir sléttari og fallegri húð*
Strandgötu 24 | 220 Hafnarfjörður | Sími 565 4100 | nyform.is
Úrval af rafdrifnum
hvíldarstólum
Opið virka daga
10-18
laugardaga
11-15
N Ý F O R M
h ú s g a g n a v e r s l u n
Komið og skoðið úrvalið