Morgunblaðið - 19.07.2017, Page 17
FRÉTTIR 17Erlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. JÚLÍ 2017
BÆJARLIND 16 I 201 KÓPAVOGUR I SÍMI 553 7100 I LINAN.IS
OPIÐ MÁN TIL FÖSTUDAGA 11 - 18 I LAUGARDAGA 11 - 16
SUMARÚTSALA
-30% verð áður kr . 316 .300
Lu ig i tungusóf i með st i l lanlegum hnakkapúðum
verð nú kr . 221 .400
Stefán Gunnar Sveinsson
sgs@mbl.is
Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna
tilkynnti í gær að Bandaríkjamenn
hygðust beita Írana enn frekari við-
skiptaþvingunum, bæði vegna til-
rauna Íransstjórnar með langdræg-
ar eldflaugar og vegna meints
stuðnings landsins við hryðjuverka-
samtök í Mið-Austurlöndum.
Tilkynningin kom degi eftir að Do-
nald Trump Bandaríkjaforseti ákvað
að Bandaríkin myndu standa við
samninginn um kjarnorkuáætlun Ír-
ans, sem fyrirrennari hans, Barack
Obama, stóð að. Staðfesti Banda-
ríkjastjórn við það tilefni að allt
benti til þess að Íranar hefðu staðið
við sinn hluta samningsins, en varaði
við því að hegðun Íransstjórnar væri
enn mikið áhyggjuefni. Mætti þar til
dæmis nefna stuðning Írana við
hryðjuverkasamtökin Hisbollah og
Hamas, ríkisstjórn Bashars al-Ass-
ads í Sýrlandi og uppreisnarmenn í
Jemen.
Mótmæla „ævintýramennsku“
Íranar brugðust ókvæða við þeim
ásökunum og samþykkti íranska
þingið fyrr um daginn að auka fjár-
heimildir til eldflaugatilrauna sinna,
sem og til þess hluta byltingarvarð-
arins, sem falið er að sinna verkefn-
um utan landamæra Írans.
Sögðu þingmennirnir þessi skref
nauðsynleg til þess að hamla gegn
„ævintýramennsku Bandaríkjanna“
í Mið-Austurlöndum.
Samkvæmt tillögunum sem þingið
samþykkti mun Íran veita um 260
milljónir bandaríkjadala til eld-
flaugaáætlunar sinnar og samsvar-
andi upphæð til byltingarvarðarins,
en samtals nema þessar upphæðir
um 53 og hálfum milljarði íslenskra
króna.
Láta samninginn standa
Bandaríkjastjórn tilkynnir frekari viðskiptaþvinganir á hendur Írönum
AFP
Refsiaðgerðir Stuðningsmenn
kjarnorkusamningsins í Bandaríkj-
unum hafa látið í sér heyra.
Slökkviliðsmenn í Króatíu og Svartfjallalandi heyja nú
harða baráttu við skógarelda, sem hófust um helgina.
Eldurinn upphófst í nágrenni borgarinnar Split, en hún
er vinsæll ferðamannastaður.
Stjórnvöld í Króatíu áætla að um 4.500 hektarar af
landi hafi nú þegar orðið eldinum að bráð, en ekkert
mannfall hefur orðið til þessa. Stórir hlutar af Split og
nágrenni eru hins vegar án vatns og rafmagns.
AFP
Skógareldar geisa við Adríahaf
Líkur á að ný
heilbrigðis-
löggjöf Donalds
Trumps Banda-
ríkjaforseta fáist
samþykkt af
Bandaríkjaþingi
fara nú sífellt
þverrandi. Eitt
af kosningalof-
orðum Trumps
var að afnema gildandi heilbrigðis-
löggjöf, sem forveri hans í embætti,
Barack Obama, kom á, en fjórir
þingmenn repúblikana hafa nú þeg-
ar tilkynnt að þeir séu á móti frum-
varpinu og ætli ekki að greiða at-
kvæði með því. Skiptar skoðanir
eru um frumvarpið meðal þing-
manna flokksins. Sumir þeirra telja
það ekki ganga nógu langt í að af-
nema löggjöf Obama, á meðan aðrir
hafa áhyggjur af áhrifum þess á þá
landsmenn sem standa hvað verst
að vígi. Frumvarpið er einstaklega
óvinsælt meðal kjósenda, sam-
kvæmt könnunum.
Heilbrigðislöggjöfin
ekki afnumin í bráð
Donald Trump
BANDARÍKIN
Nikola Dimitrov,
utanríkis-
ráðherra Make-
dóníu, hafnaði
því í gær að land
hans gæti tekið
upp skammstöf-
unina FYROM og
þannig leyst ára-
tugalangar deil-
ur við Grikki,
sem einnig gera tilkall til nafnsins
Makedónía.
„Þegar þið segið FYROM hefur
það jafnmikla tengingu við land
mitt og „klingónska“,“ sagði Dim-
itrov. Vísaði hann þar til þekktra
geimvera í bandaríska vísinda-
skáldskapnum Star Trek.
Klingónar eru þar oftar en ekki
helstu keppinautar mannkyns um
reikistjörnur og auðlindir og hefur
meira að segja verið búið til heilt
tungumál, klingónska. Meðal ann-
ars hefur Hamlet eftir Shakespeare
verið þýddur á það mál.
Skammstöfunin
lík klingónsku
Nikola Dimitrov
MAKEDÓNÍA
Að minnsta kosti 547 kórdrengir
sættu kynferðislegu og líkamlegu of-
beldi í Regensburger Domspatzen,
kórskóla kaþólsku kirkjunnar í Reg-
ensburg í Þýskalandi.
Þeir lýsa veru sinni í kórnum sem
„fangelsi“, „helvíti“ og „útrýmingar-
búðum“. Þetta kemur fram í skýrslu
nefndar sem rannsakaði ásakanir
um kynferðisbrot innan drengja-
kórsins sem var kynnt í gær.
Lögfræðingurinn Ulrich Weber
fór fyrir rannsókninni og í skýrslu
hans kemur fram að á árabilinu 1945
og þar til snemma á tíunda áratug
síðustu aldar hafi hann fundið 67
dæmi um kynferðislega misnotkun
og 500 um annars konar líkamlegt
ofbeldi. Weber segir fórnarlömbin
hafa fundið fyrir gríðarlegu varnar-
leysi og lýst grófu ofbeldi, m.a.
nauðgunum, barsmíðum og að hafa
verið svelt.
Weber segir að mikil þöggun hafi
ríkt um málið og ábyrgðin hvíli m.a.
á fyrrverandi kórstjóra, Georg Ratz-
inger, sem er eldri bróðir Benedikts,
fyrrverandi páfa.
Ratzinger er 93 ára og neitar því
að hafa vitað af ofbeldinu en hann
var kórstjóri á árunum 1964-1994.
Weber segir hann hafa brugðist í
því að taka í taumana. Í stað þess
hafi hann litið undan og ekki skipt
sér af.
Weber segir að ofbeldið hafi aðal-
lega verið framið á heimavist í bæn-
um Regensburg. Hann hefur fengið
upplýsingar um 49 gerendur en ólík-
legt þykir að þeir verði ákærðir þar
sem málin eru fyrnd.
Hins vegar er talið að fórnarlömb-
unum verði greiddar bætur.
urdur@mbl.is
Kórdrengir
beittir ofbeldi
Lýsa veru sinni
í kórnum sem
helvíti á jörð
AFP
Skýrsla Lögfræðingurinn Ulrich
Weber fór fyrir rannsókninni.
Í nýrri skýrslu á vegum breskra
stjórnvalda er lagt til að fyrirtæki
heimili starfsfólki sínu að reykja raf-
sígarettur, eða „veipa“, á skrifstof-
unni og í lokuðum almennings-
rýmum.
Tilgangur þess yrði sá að tryggja
sem best aðgengi að öruggari val-
kostum við hefðbundnar reykingar,
þannig að þær leggist á endanum af.
Þannig segir í skýrslunni að vinnu-
veitendur ættu að hafa í huga að það
gildi ekki sömu reglur um rafrettur
og sígarettur, og að því ætti ekki að
beita sömu hömlum á notkun raf-
rettna. „Gögnin benda sífellt meir til
þess að rafrettur séu talsvert minna
skaðlegar heilsunni en tóbaks-
reykur,“ segir í skýrslunni, en þar
kemur einnig fram að markmið
breskra stjórnvalda sé að fækka
reykingafólki, en talið er að um 15,5%
af fullorðnum Bretum reyki, og hefur
þeim fækkað ört á síðustu árum.
Rafrettur
á skrif-
stofunni?
Ný skýrsla
breskra stjórnvalda