Morgunblaðið - 19.07.2017, Side 19

Morgunblaðið - 19.07.2017, Side 19
19 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. JÚLÍ 2017 Rigning Stundum er lífið regndropi á leið niður vota rúðu eins og skáldið Matthías Johannessen orti í Ljóðum á netöld. Og stundum er rigningin góð eins og haft er fyrir satt í þekktum söngtexta. RAX Takmörkuð ríkisaf- skipti, lágir skattar og frelsi einstaklings- ins. Fyrir þessu hefur Sjálfstæðisflokkurinn alltaf barist og ofið saman við fjárhags- legt sjálfstæði ein- staklinganna og öfl- ugt velferðarkerfi. Ekki síst þess vegna geta þingmenn og ráðherrar Sjálfstæðisflokksins ekki lagst á sveif með þeim sem boða hækkun skatta, aukin rík- isafskipti eða skert athafnafrelsi. Ég hef alla tíð litið svo á að fáar skyldur stjórnmálamanna séu mikilvægari en að stuðla að fjár- hagslegu sjálfstæði einstaklinga og fjölskyldna – að gera sem flest- um kleift að verða eignamenn. Fjárhagslegt sjálfstæði ein- staklinga er einn hornsteina borg- aralegs samfélags. Það er í anda Sjálfstæðisflokksins að stuðla að eignamyndun almennings og þátt- töku í atvinnulífinu. Þess vegna er það ljúf skylda að styðja hug- myndir sem miða að því að auð- velda almenningi að taka með beinum hætti þátt í atvinnulífinu með kaupum á hlutabréfum. Umbótaverkefni Magnús Harðarson, for- stöðumaður viðskiptasviðs Nasdaq Iceland, skrifaði fyrir nokkru grein í Vísbendingu þar sem hann færði rök fyrir nauðsyn þess að byggja undir hlutabréfamarkaðinn og auka þátttöku almennings með skattalegum hvötum. Benti hann á dæmi frá Svíþjóð þar sem hvatt er til fjárfestinga almennings í hluta- bréfum og sjóðum með svoköll- uðum fjárfestingar- sparnaðarreikningum. Reikningarnir fá sér- staka skattalega með- ferð. Í samtali við Morgunblaðið í liðinni viku sagði Magnús að þátttaka almennings á hlutabréfamarkaði væri „mjög mikilvæg til að stuðla að góðri sambúð atvinnulífs og almennings“. Og það er kórrétt sem hann sagði: „Aukin þátttaka [al- mennings] er eitt af þeim umbóta- verkefnum sem blasa við okkur.“ Nálgun Magnúsar minnir óneit- anlega á baráttu Eyjólfs Konráðs Jónssonar, ritstjóra og alþing- ismanns. Samtök atvinnulífsins hafa tekið undir hugmyndir Magnúsar Harðarsonar en því miður bendir margt til þess að venjulegt launa- fólk horfi neikvætt til hlutabréfa- viðskipta. Beinn eignarhlutur ein- staklinga í skráðum hlutabréfum er aðeins um 4%. Andsvar við auðsöfnun Á komandi ári er hálf öld frá því að Eyjólfur Konráð Jónsson – Eykon – gaf úr bókina Alþýða og athafnalíf, en ég hef áður gert bókina að umtalsefni í Morgun- blaðsgreinum. Eykon var sann- færður um að almenningshluta- félög og bein þátttaka launafólks í atvinnulífinu væri andsvar við auðsöfnun fárra. Með öðrum orð- um: Hann taldi það stuðla að meiri jöfnuði að byggja upp öflug hlutafélög með dreifðu eign- arhaldi: „En mergurinn málsins er sá, að íslenzka þjóðin vill ekki, að örfáir auðmenn ráði yfir öllum hennar atvinnurekstri. Auðjöfnun er hér meiri en annars staðar, og þess vegna geta ekki fáir menn komið á fót öflugustu atvinnufyr- irtækjunum, en hins vegar er fjár- magn til í höndum fjöldans. Ef það er virkjað með sameiginlegu átaki í atvinnurekstri, má lyfta Grettistaki.“ Eykon taldi nauðsynlegt að sem mestur hluti þjóðarauðsins dreifð- ist meðal sem allra flestra borg- ara landsins, en „safnist hvorki saman á hendur fárra einstaklinga né heldur ríkis eða opinberra að- ila“. Hann var alla tíð trúr sann- færingu sinni, jafnt sem ritstjóri og síðar alþingismaður. Í huga Eyjólfs Konráðs var mikilvægt að valdið „sem fylgir yfirráðum yfir fjármagni, dreifist sem mest með- al landsmanna allra“. Í umræðum í efri deild Alþingis um ný lög um hlutafélög árið 1987 sagði Eykon meðal annars: „Hér höfum við engin öflug al- menningshlutafélög en það er grundvallaratriði fyrir velmegun og framförum í þjóðfélaginu og réttlæti og réttri eignaskiptingu að fjármagn dreifist meira á með- al landsmanna allra og að sem flestir geti orðið þátttakendur í meiri háttar félögum, þeir sem þá ekki reka sín eigin minni félög. Og auðvitað eiga líka landsmenn allir að eiga svo og svo mikið af skuldabréfum, skuldabréfum sem t.d. ríkið gefur út og jafnvel auðug bæjarfélög eins og t.d. okkar ríka borg. Fólkið á auðvitað að geta aðstoðað við opinbera uppbygg- ingu með öðrum hætti en þeim að vera svipt alltaf eignarráðum á fjármununum. Þeir koma að sama gagni þótt þeir séu lánaðir til rík- isvaldsins eða bæjarfélaga eins og tíðast er erlendis. Þar fjármagna opinberir aðilar ákveðnar fram- kvæmdir, ekki með því að svipta fólk eignarráðum með ofur- þungum sköttum, heldur með því að leyfa mönnum að halda eign- arráðunum eða að þessar stofn- anir borgaranna sjálfra fái ákveð- in yfirráð yfir peningunum á meðan þeirra er þörf og gefi þó ávísanir á þann gífurlega auð sem er auðvitað á opinberum höndum, bæði hér á landi og annars stað- ar.“ Þessi orð þurfum við þingmenn Sjálfstæðisflokksins að hafa í huga. Skattaafsláttur virkaði Árið 1984 var einstaklingum heimilað að draga kaup á hluta- bréfum upp að vissu hámarki frá tekjuskattsstofni. Hlutabréfakaup urðu álitlegur kostur fyrir al- menning. Heimildin gilti aðeins um hlutabréf í fyrirtækjum sem uppfylltu ákveðnar kröfur, m.a. um hlutafé, fjölda hluthafa og að engar hömlur væru á viðskiptum með bréfin. Þá var hlutafélög- unum gert skylt að tryggja að ársreikningar væru öllum að- gengilegir. Það tók Íslendinga nokkur ár að nýta sér hlutabréfaafsláttinn en hægt og bítandi fjölgaði þeim sem keyptu hlutabréf. Í árslok 1987 var fjöldi hlutabréfaeigenda (ein- staklinga og/eða hjóna) rétt rúm- lega 21 þúsund. Næstu árin fjölg- aði þeim verulega og í lok árs 2002 áttu nær 53 þúsund fjöl- skyldur hlutabréf samkvæmt skattframtölum. Þá áttu tæplega 87 þúsund fasteign. Hlutabréfa- eigendur voru því um 60% af þeim fjölda sem átti fasteign. Þetta sama ár nutu yfir 38 þúsund fjöl- skyldur arðgreiðslna af hlutabréf- um. Í takt við grunntón Það er í takt við grunntón í stefnu Sjálfstæðisflokksins að beita sér fyrir því að innleiða að nýju skattalega hvata til hluta- bréfakaupa. Hin einfalda leið er að veita heimild til að draga frá tekjuskattsstofni ákveðna fjárhæð vegna hlutabréfakaupa líkt og áð- ur, eða innleiða svipaða reglu og gildir í Svíþjóð. Það væri við hæfi að slíkur af- sláttur tæki gildi á komandi ári þegar hálf öld er frá því að Eyj- ólfur Konráð Jónsson kynnti hug- myndir sínar í áðurnefndri bók. Hlutabréfaafsláttur og almenn- ingsvæðing bankakerfisins er í anda Eykons. Ríkisstjórn Sjálf- stæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar hefur gefið fyrirheit um almenningsvæð- inguna. Við sjálfstæðismenn gáf- um kjósendum loforð um að lands- menn eignist beinan hlut í bönkunum. Með almenningsvæð- ingu eykst aðhald að fjármálakerf- inu, tortryggni minnkar, hluta- bréfamarkaður styrkist og eignastaða heimilanna styrkist enn frekar. Hið sama á við um aukna þátttöku launafólks í at- vinnulífinu. Almenningsvæðing og hluta- bréfaafsláttur eru leið til aukinnar valddreifingar, líkt og Eykon barðist fyrir og um leið eykst jöfnuður þegar tugþúsundir Ís- lendinga verða eignamenn. Eftir Óla Björn Kárason » Það er ljúf skylda að styðja hugmyndir sem miða að því að auð- velda almenningi að taka með beinum hætti þátt í atvinnulífinu með kaupum á hlutabréfum. Óli Björn Kárason Höfundur er þingmaður Sjálfstæð- isflokksins. Umbótaverkefni, skattar og fyrirheit Sjálfstæðisflokksins

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.