Morgunblaðið - 19.07.2017, Page 20
20 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. JÚLÍ 2017
Undirritaðir iðn-
meistarar hafa í
nokkrum blaða-
greinum ítrekað
gert athugasemdir
við róttækar áætl-
anir um breytingar
á iðnmenntun í land-
inu.
Framtíðarstefna?
Samtök atvinnulífsins, Samtök
iðnaðarins og Viðskiptaráð Íslands
hafa í blindni fylgt eftir áætlun
Hvítbókar menntamálaráðherra
um skipulag vinnustaðanáms. Í
Hvítbókinni segir orðrétt að stefnt
sé að „Endurskipulagningu náms á
starfsmenntabrautum með einfald-
ara grunnnám að leiðarljósi,
þrepaskiptingu, hæfniskröfum, og
styttingu námstíma“. Svo merki-
legt sem það er þá vill enginn
kannast við þrepaskipt starfsnám
eða styttingu námstíma. Í skrif-
legri fyrirspurn undirritaðra til
menntamálaráðuneytis 18. ágúst
2016 er ráðuneytið beðið um að
„farið verði rækilega ofan í áætl-
anir um þrepaskipt starfsnám í
stað hefðbundins iðnnáms og hvert
þessi breyting leiðir færni iðn-
aðarmanna framtíðarinnar“. Í
svari ráðuneytisins frá 9. sept.
2016 kemur m.a. eftirfarandi fram:
„Af þessu tilefni vill ráðuneytið
benda á að samkvæmt 30.gr. laga
um framhaldsskóla nr. 92/2008 lýk-
ur námi í löggiltum iðngreinum
með sveinsprófi. Því telur ráðu-
neytið ekki ástæðu til að hafa
áhyggjur af því að nemendur út-
skrifist með lakari kunnáttu en
kröfur eru gerðar um á vinnu-
markaði.“ Af hverju er ráðuneytið
að gefa út hina svokölluðu Hvítbók
ef ekkert er að marka framtíð-
arstefnuna í henni?
Þörf spurning
Jón B. Stefánsson, skólameistari
Tækniskólans, ræddi í hátíðarræðu
hinn 25. maí sl. m.a. um náin
tengsl skólans við atvinnulífið og
rétt nemenda til starfsnáms sem
hluta lokaprófs. „Samstarf Tækni-
skólans við atvinnulífið á að vera í
stöðugri þróun bæði hvað varðar
innihald og inntak náms í skóla og
á vinnustað. Vinnustaðanámið er
eitt brýnasta úrlausnarefni at-
vinnulífs og skóla um þessar
mundir og á Tækniskólinn að
gegna lykilhlutverki í að brjóta
upp hefðir sem standa í vegi þró-
unar sem getur leitt af sér styttra
nám og betri nýtingu á tíma nem-
enda. Nemandi sem skráir sig í
skóla á rétt á að ljúka sínu námi að
meðtöldu vinnustaðanámi, innritun
í skóla á að tryggja þann rétt.“
Skólameistarinn verður að gera
betri grein fyrir því hverjir og
hvaða hefðir standa í veginum.
Eru það kannski iðnmeistararnir
sem hafa í áratugi borið hitann og
þungann af iðnmenntun og greitt
fyrir hana?
Iðnnám á krossgötum
Aðeins 12% nemenda fara í iðn-
nám á Íslandi að loknum grunn-
skóla en yfir 30% í Þýskalandi. Það
er öllum löngu ljóst að eitthvað
mikið er að iðnnámi á Íslandi.
Tíma og fyrirhöfn er eytt í að leita
að sökudólgum og jafnan benda
menn á aðra en sjálfa sig. En hvar
liggur vandinn? Skýrsla Ríkisend-
urskoðunar til Alþingis í apríl
2017, sem heitir „Starfsmenntun á
framhaldsskólastigi – Skipulag og
stjórnsýsla“, afhjúpar blákaldan
veruleikann. Í niðurstöðum og
ábendingum kemur þetta fram:
„Þrátt fyrir áralöng fyrirheit um
að efla starfsnám á framhalds-
skólastigi hafa aðgerðir stjórn-
valda ekki skilað þeim árangri sem
stefnt var að þegar lög nr. 92/2008
um framhaldsskóla voru sam-
þykkt.“ Sem sagt: Eftir setningu
nýrra framhaldsskólalaga árið
2008 fór að halla verulega undan
fæti. Rétt er að halda til haga
hvaða samtökum var afhent fjör-
egg iðnmenntunar á silfurfati við
einkavæðingu iðnskólanna árin
2008 og 2015. Núna eru þessir sér-
fræðingar að leggja til við sína fé-
lagsmenn að iðnnám verði stytt og
segja ráðherra menntamála krefj-
ast þess en ráðherra kemur af
fjöllum.
Til umhugsunar
Á Íslandi starfa nú sjö sjálf-
stæðar háskólastofnanir með um
20.000 nemendur og eru heildar-
framlög ríkisins til þeirra áætluð
yfir 40 milljarðar kr. á árinu 2017.
Framlag ríkisins til Tækniskólans,
sem er stærsti iðnskóli landsins, er
aðeins um 3 milljarðar króna á ári.
Ljóst er að allt of litlum fjár-
munum er varið til iðnmenntunar í
landinu. Undirritaðir leggja til að
þeir verði stórauknir og jafnframt
nýttir betur til að hvetja iðnmeist-
ara til að taka nema á námssamn-
ing í stað rangrar menntastefnu
SI. Samtökin vilja að fyrirtæki geti
látið þjálfa upp „iðnmentor í stað
iðnmeistara“ og tala þar gegn
þeim lögum sem iðnaðurinn í land-
inu starfar eftir. Iðnnám hefur
hingað til kostað lítið fyrir nem-
endurna en nú kveður við annan
tón. Núna er til dæmis auglýst
nám í flugvirkjun sem kennt er við
Keili sem er afleggjari frá Háskóla
Íslands og kostar tæpar 4,5 millj-
ónir á ári. Tilvonandi nemendum
er bent á að námið sé lánshæft hjá
LÍN. Undirritaðir telja það varla
geta talist til hagsbóta að steypa
ungu fólki í milljóna skuldir í námi
sem t.d. í Þýskalandi kostar nem-
endur ekki neitt. Kostir iðnnáms
eru margþættir og má t.d. nefna
að fólk útskrifast með starfsrétt-
indi ásamt því að mikil eftirspurn
er eftir starfskröftum þess að námi
loknu. Ísland og Þýskaland eru
þau lönd í Evrópu sem enn halda í
hið gamla meistarakerfi og í þess-
um löndum er samkvæmt evr-
ópsku hagstofunni minnst atvinnu-
leysi hjá ungu fólki. Í Þýskalandi
eru meistararéttindi jafngild BS-
prófi og eru flokkuð á hæfniþrep 6
(EQF) og þar komast iðnmeistarar
hindrunarlaust í nám á faghá-
skólastigi. Þetta vilja háskólar á
Íslandi ekki viðurkenna og bjóða
margir hverjir í staðinn upp á
frumgreinanám eða svokallaða há-
skólabrú. Í Háskólanum í Reykja-
vík, sem sérhagsmunasamtökin í
Borgartúni eiga, kostar slíkt nám
426.000 kr. Háskólinn býður upp á
nýja námslínu í samstarfi við Sam-
tök iðnaðarins sem nefnist „Stjórn-
endur í iðnaði“. Þar kosta 48
kennslustundir heilar 330.000 kr.
Er þetta viðurkenning á gildi iðn-
menntunar í landinu? Nei, þetta er
grímulaus menntaiðnaður.
Framsæknar lausnir óskast
Framtíð handverks á Íslandi
liggur í framsæknum lausnum,
ekki vanhugsuðum skamm-
tímaaðgerðum. Skýrsla Ríkisend-
urskoðunar um starfsmenntun á
framhaldsskólastigi staðfestir að
starfsmenn sérhagsmunasamtak-
anna, sem voru með puttana í iðn-
námi síðustu árin, vissu ekkert
hvað þeir voru að gera. Miðað við
skólaárið 2014-15 hafði nemendum
verk- og starfsnámsbrauta fækkað
um 7% frá vetrinum 2008-09 og
brautskráningum þeirra fækkað
um 18%. Löngu er orðið tímabært
að færa handverkið á hærra plan
og losa það úr greipum þeirra er
leggja stein í götu þessara mik-
ilvægu greina. Stjórnmálamenn
ættu að sýna vilja í verki þegar
þeir tala um að efla iðnnám og
hafa forgöngu um að hér verði
reistur nýr iðnskóli þar sem allar
iðngreinar færu undir einn hatt.
Fjölmargir nemendur eru farnir
að leita til Danmerkur í iðnnám
vegna hás leiguverðs í borginni og
ekki boðlegt að heimavistarúrræði
sé ekki í boði. En úr þessu mætti
öllu bæta þegar stjórnmálamenn
hætta að tala og fara eins og iðn-
aðarmenn. Undirritaðir leggja
jafnframt til að sett verði á stofn
með lögum frá Alþingi handverks-
stofnun að þýskri fyrirmynd, þ.e.
sjálfseignarstofnun sem myndar
heildarramma um iðnað og iðnir í
landinu, og allt umhverfið gert
gegnsætt, faglegt og skilvirkt. Iðn-
nám á Íslandi verður hvorki eflt
með styttingu náms né afnámi lög-
verndunar iðngreina.
Menntaiðnaðurinn
Eftir Sigurð Má
Guðjónsson og
Helga Steinar
Karlsson
» Iðnnám á Íslandi
verður hvorki eflt
með styttingu náms né
afnámi lögverndunar
iðngreina.
Helgi Steinar
Karlsson
Sigurður Már er bakara- og köku-
gerðarmeistari. Helgi Steinar er múr-
arameistari.
Sigurður Már
Guðjónsson
ÞÚ FINNUR ALLT Á FINNA.IS
HVAR ER
NÆSTA
VERKSTÆÐI?
Lífeyrissjóðir væru
ekki til nema vegna
þeirra sem unnu fyrir
þeim peningum sem í
þá hafa safnast og mót-
framlag atvinnurek-
anda væri heldur ekki
til nema vegna vinnu
sama manns. En svo
þroskaðist fláræðið og
aumkunarverðustu
þjófar Íslandssögunnar
urðu til í líki ríkisstjórna síðustu
fimmtíu ára. Þær ríkisstjórnir hafa
allar, bæði leynt og ljóst, stolið söfn-
unarfé sem fólk á starfsaldri ætlaði til
að létta sér lífið með síðustu æviárin.
Þetta hafa þingmenn og ráðherrar
einkum gert til þess að forða öldr-
uðum frá því að gleyma ætternisstap-
anum.
Löngum voru það helst prestar,
sýslumenn og stórbændur sem nídd-
ust á varnarlausum í nafni guðs og
manna laga, en nútímaómerkingar
þurfa engin lög, nema þá helst ólög
og ekki verður annað séð en að Bjarni
Ben. sé hinn lukkulegasti með að
gamlingjar herði sultarólina þar sem
þingmenn og ráðherrar fengu rausn-
arlega uppbót í grautardalinn sinn.
Ekki er að sjá að þeim leiðist heldur,
vellaunuðu vesalings æviráðnu verka-
lýðforingjunum, sem hafa látið þenn-
an þjófnað óátalinn í fimmtíu ár.
Sjálfstæðisflokkurinn hefur oft
verið við völd á þessum tíma og við
sem lengst höfum kosið hann vegna
hans grundvallarstefnuskrár höfum
verið svikin, sem og þeir sem þá
stefnuskrá sömdu. Ég einfaldlega
trúði ekki öðru en að þetta myndi fá
réttan framgang þar til Bjarni jós út
launahækkunum til allra sem höfðu
verkfallsrétt, en gagnsemi verkfalls
gufar upp nái menn því sauðvitlausa
marki að verða gamlingjar eða ör-
yrkjar, sem þó er auð-
vitað til mikillar bless-
unnar fyrir sjálftökulið
ráðherra og verkfalls-
leiðtoga sem þar með
þurfa ekki á verkfalli að
halda.
Það er ekki auðséð
hvernig við gamlingjar
og öryrkjar getum kosið
Sjálfstæðisflokkinn með
Bjarna Ben. í forystu.
Það er ekki nóg að bera
vel góð föt og geta sett
saman huggulegt mál á stundum,
þegar staðfestuleysi og vingulsháttur
er það sem blasir við. Það er svo sem
ekki margt annað að finna en arfa í
öðrum flokkum og mikið af honum,
vegna þess að þeir eru svo margir að
það stendur þessari þjóð fyrir þrifum.
Það þarf ekki marga flokka á Al-
þingi til að fjasa um fundarstjórn for-
seta sem og önnur lík mál sem skap-
ast af of mörgum flokkum. Þrír eru
yfrið nóg og fimm er algert hámark
og ætti ekki að leyfa nema svo sem
einu sinni á öld. Það þarf enginn að
óttast lýðræðishalla þó að flokkum
fækkaði í tvo, því margir flokkar
sundra en sameina ekki, sem svo víða
hefur sannast. Margir flokkar hér
uppi á Íslandi eru eingöngu til að sem
flestir oflátungar fái að verða for-
menn, en fáir flokkar kenna mönnum
að vinna saman fyrir kosningar og
eftir þær kemur sá lærdómur að
gagni.
Eftir Hrólf
Hraundal
Hrólfur Hraundal
» Þær ríkisstjórnir
hafa, bæði leynt og
ljóst, stolið söfnunarfé
sem fólk á starfsaldri
ætlaði til að létta sér líf-
ið með síðustu æviárin.
Höfundur er vélvirki.
Fatlaðir gamlingj-
ar og ráðherrar
verkfallsforingja
Mikið úrval keðjusaga með tvígengis- eða fjórgengismótor.
Einnig keðjusagir fyrir 230V og 18V eða 36V rafhlöður.
Keðjusög með 74 cm sverði
Mótor 90 cc / 4,9kW
Þyngd 8,2 kg
Keðjusög með 45 cm sverði
Mótor 42,4 cc / 2,1kW
Þyngd 4,8 kg
Keðjusög með 35 cm sverði
Mótor 32cc / 1,35kW
Þyngd 4,2 kg
Keðjusagir
ÞÓR FH
Akureyri:
Lónsbakka
601 Akureyri
Sími 568-1555
Opnunartími:
Opið alla virka daga
frá kl 8:00 - 18:00
Lokað um helgar
Reykjavík:
Krókháls 16
110 Reykjavík
Sími 568-1500
Vefsíða og
netverslun:
www.thor.is