Morgunblaðið - 19.07.2017, Page 22
22 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. JÚLÍ 2017
✝ Jóna Haralds-dóttir fæddist í
Reykjavík 11. októ-
ber 1950. Hún lést í
faðmi ástvina á
hjúkrunarheim-
ilinu Mörk aðfara-
nótt mánudagsins
3. júlí 2017.
Foreldrar henn-
ar voru Haraldur
Jónasson, gjald-
keri, f. í Reykjavík
25. júlí 1918, d. 10. september
1984, og Dóra Ottesen Jósafats-
dóttir, húsmóðir, f. í Reykjavík
29. júlí 1918, d. 24. maí 2017.
Systir Jónu er Erla Haralds-
dóttir, f. 2. júlí 1943, gift Sigurði
Einarssyni, f. 7. apríl 1943.
Jóna giftist þann 28. janúar
1973, Gunnlaugi Einarssyni, bif-
reiðasmið, f. 9. nóvember 1948,
d. 15. mars 2014. Foreldrar
Gunnlaugs voru Hafliði Einar
Guðjónsson, fisksali, f. 27. sept-
ember 1909, d. 26. júní 1973, og
Margrét Jónína Gunnlaugs-
dóttir, húsmóðir, f. 3. ágúst
1912, d. 19. apríl 1995. Jóna og
Gunnlaugur eignuðust tvö börn:
1) Margréti, f. 1973, gift Sig-
urhans Vignir , f. 1969, börn
þeirra eru Jóna Rut, f. 1998,
Tómas, f. 2004 og María, f. 2004.
2) Halldór, f. 1977, giftur Hildi
Sveinsdóttur, f.
1981, synir þeirra
eru: Óttar, f. 2010,
Rúrik, f. 2012 og
Grímur, f. 2014.
Jóna ólst upp í
Vogahverfinu í
Reykjavík, gekk í
Vogaskóla og lauk
gagnfræðaprófi frá
Gagnfræðaskóla
verknáms. Jóna
lauk heilbrigðisrit-
aranámi í Fjölbrautaskólanum
við Ármúla árið 2005 og tók þátt
í stofnun Félags heilbrigðisrit-
ara sama ár. Hún starfaði meðal
annars hjá Samvinnutrygg-
ingum, á dagheimilinu Sunnu-
borg og sem ritari á augnlækna-
stofu. Lengst af starfaði Jóna á
geisladeild Landspítalans eða í
17 ár, allt þar til hún lét af störf-
um árið 2006 þegar hún fékk al-
varlegt heilablóðfall. Jóna tókst
á við afleiðingar þess allt til síð-
asta dags og naut mikils stuðn-
ings Gunnlaugs þar til hann féll
frá árið 2014. Frá árinu 2010
dvaldi hún á hjúkrunarheim-
ilinu Mörk og naut þar góðrar
aðhlynningar og hjúkrunar.
Útför Jónu fer fram frá
Vídalínskirkju í dag, 19. júlí
2017, og hefst athöfnin
klukkan 13.
Elsku mamma mín.
Það eru svo margar tilfinning-
ar sem brjótast um í mér þessa
dagana. Ég syrgi örlög þín og
þjáningu síðustu 11 árin. Ég
syrgi það að hafa þig ekki hjá
mér, að geta ekki farið á kaffihús
með þér og gert „mæðgnahluti“
með þér, að þú getir ekki notið
yndislegu barnabarnanna þinna
og ég græt það að þau fari á mis
við þig og pabba. Ég syrgi það að
þú og pabbi fenguð ekki notið
efri áranna saman og ég græt
hvernig lífsgæðin og lífið var
hrifsað frá ykkur allt of fljótt. Ég
er á sama tíma þakklát fyrir að
þú skulir vera laus við þján-
inguna sem þú lifðir með svo
lengi. Er svo þakklát fyrir tím-
ann sem við áttum saman og
góðu minningarnar sem við eig-
um og geymum. Ég er þakklát
fyrir að hafa átt ykkur pabba að
og það rifjast svo vel upp þegar
ég skoða myndir af ykkur hve
samrýmd þið voruð. Ég er svo
þakklát fyrir þó það sem þið náð-
uð að gera saman og ég veit að
þið voruð ástfangin og hamingju-
söm.
Það var svo mikið frá ykkur
tekið þegar þú veiktist aðeins 55
ára. Elsku pabbi var þér svo mik-
ill stuðningur í veikindunum,
vildi allt fyrir þig gera og passaði
svo vel upp á þig. Þið sýnduð svo
vel hvað í blíðu og stríðu í raun
og veru þýðir. Missir þinn var
svo sár og svo mikill þegar hann
féll frá. Ég er þakklát fyrir að þú
ert laus við þjáningu og veikindi
en á sama tíma syrgi ég það sem
hefði getað orðið.
Ég rakst á þetta ljóð fyrir
mörgum árum og það hefur verið
greypt í minni mitt síðan. Það
segir svo vel það sem er að brjót-
ast um í huga mínum núna
Ég sendi þér kæra kveðju
nú komin er lífsins nótt,
þig umvefji blessun og bænir
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því,
þú laus ert úr veikinda viðjum
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti
þá auðnu að hafa þig hér,
og það er svo margs að minnast
svo margt sem um hug minn fer,
þó þú sért horfinn úr heimi
ég hitti þig ekki um hríð,
þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð
(Þórunn Sigurðardóttir.)
Elsku mamma mín, takk fyrir
allt. Ég hugga mig við að pabbi
og amma hafi tekið vel á móti þér
og að þú og pabbi séuð sameinuð
á ný.
Sakna þín.
Þín
Margrét (Gréta).
Ilmurinn úr eldhúsinu á Lang-
holtsveginum er svo lokkandi.
Mamma að baka kanilsnúða eða
bulla, eins og við kölluðum þá
alltaf, og eldhúsið er undirlagt í
bullum sem fengu að kólna áður
en mamma setti þá í stór Mack-
intosh Quality Street box og upp
í skáp. Ég reyndar náði að stel-
ast í ansi marga bulla áður en
þeir komust í boxin og fannst
mér það ekki leiðinlegt. Seinna
meir fékk mamma mig til að
baka kryddköku á meðan hún
gerði bullana og er ég sannfærð-
ur um að það hafi hún gert svo
fleiri bullar færu ofan í boxin og
upp í skáp.
Þegar ég sest niður og horfi til
baka eru ótal margar svona litlar
fallegar minningar sem ég á um
mömmu. Margar af þessum
minningum tengjast líka ferða-
lögum um Ísland. Mamma og
pabbi voru nefnilega ansi dugleg
að ferðast með mig og Grétu
systur. Pabbi með fínustu ferða-
græjurnar sem hann var búinn
að breyta aðeins eftir sínu höfði
og mamma raðaði matnum
snyrtilega í ferðaboxin, öllu
smellt í Toyota-jeppann hans
pabba og svo af stað. Endalaust
var ferðast, spjallað, hlegið og
spilað ólsen-ólsen eða rommý.
Mamma var líka oft frekar fynd-
in á ferðalögum og gleymi ég
aldrei þegar við fórum í Þórs-
mörk í fyrsta skipti. Pabbi keyrði
á jeppanum yfir Krossá sem var
ansi vatnsmikil og flæddi vatnið
yfir húddið á bílnum. Mamma
ríghélt sér í innréttinguna á bíln-
um og gólaði Laugi Laugi. Þetta
fannst okkur frekar fyndið og
hún hló að þessu eftir á. Ferð-
irnar í Þórsmörk urðu ansi
margar næstu árin. Eftir að við
Gréta systir urðum eldri héldu
mamma og pabbi áfram að
ferðast hvort sem það var innan-
lands eða erlendis. Þau fengu
golfbakteríuna og eyddu sífellt
meiri tíma í að fullkomna golf-
sveifluna. Svo kom fyrsta barna-
barnið þegar Gréta eignaðist
Jónu Rut. Mamma hreinlega val-
hoppaði yfir því að vera loksins
orðin amma. Ömmuhlutverkið
fór mömmu vel. Það má því segja
að aðalhlutverk mömmu og
pabba hafi breyst í það að verða
amma og afi. Barnabörnin áttu
heldur betur eftir að verða fleiri
eða sex talsins.
Árið 2006 fékk mamma alvar-
legt heilablóðfall. Pabbi stóð eins
og klettur með mömmu. Þau
skyldu fara í gegnum þetta sam-
an eins og allt annað í lífinu og
öllu því sem þau tóku sér fyrir
hendur. Pabbi var alveg harður á
því. Í gegnum veikindin voru það
oft á tíðum barnabörnin sem áttu
hug hennar. Hún fylgdist vel
með þeim og var dugleg að
hringja og spyrja um þau eða ef
einhver var veikur. Ég held að
það hafi gefið mömmu aukinn
kraft að geta fylgst með barna-
börnunum og sjá okkur Grétu í
foreldrahlutverkunum. Mamma
glotti líka stundum þegar ég kom
með strákana mína í heimsókn,
þeir hlupu út um allt og ég spurði
hana: var ég virkilega svona! Ég
er svo ánægður að þú hafir feng-
ið að kynnast strákunum mínum
og þeir þér. Amma Jóna mun
alltaf eiga sérstakan stað hjá
þeim og þeir vita að þú og afi
Laugi fylgist með.
Að kveðja elsku mömmu er
erfiðara en orð fá lýst. Ég veit
hins vegar að mömmu líður betur
núna og fylgist vel með okkur öll-
um. Nú hefst nýtt ferðalag.
Pabbi er búinn að raða öllu í bíl-
inn og nestið er klárt.
Góða ferð, elsku mamma mín.
Halldór.
Elsku Jóna.
Nú er komið að kveðjustund
og það er mér mikil huggun að
vita að nú eruð þið Laugi sam-
einuð á ný. Samband ykkar var
ótrúlega fallegt, þið voruð mjög
samrýmd hjón og stóðuð þétt
saman í blíðu og stríðu.
Þú tókst strax vel á móti mér
þegar ég kom inn í fjölskylduna
fyrir rúmlega 25 árum. Mér er
það enn mjög minnisstætt
hversu mikið þér brá í brún þeg-
ar ég og Gréta komum heim trú-
lofuð ári síðar, eftir að hafa laum-
ast í burtu og sett upp hringa á
Þingvöllum. Þú jafnaðir þig þó
fljótt, fórst út í búð, keyptir
rjóma og þið Laugi bökuðuð síð-
an pönnsur til að halda upp á trú-
lofunina.
Við áttum margar góðar
stundir í gegnum árin. Það var
alltaf hægt að treysta á stuðning
frá þér og Lauga. Við náðum líka
að ferðast saman bæði innan-
lands og erlendis og þær ferðir
lifa í minningunni.
Elsku Jóna, þú fékkst þinn
skammt af blíðu og stríðu í lífinu.
Þú þurftir allt of snemma að tak-
ast á við erfið veikindi sem sviptu
þig lífsgæðum og því að njóta
þess til fulls sem lífið hefur upp á
að bjóða.
Mig langar að kveðja þig með
þessu ljóði eftir Sigurbjörn Þor-
kelsson.
Þegar þú hefur vind í fang,
þá haltu höfðinu hátt.
Hræðstu ei myrkrið,
það mun birta til.
Því að ljós heimsins
mun þér lýsa
í gegnum dauðans dimman dal.
Hann fer á undan
í gegnum storm og regn.
Þú munt aldrei ganga einn,
munt aldrei ganga einn.
Blessuð sé minning þín, elsku
Jóna.
Þinn tengdasonur,
Sigurhans Vignir.
Mikið er erfitt að skrifa þessa
kveðju til elsku tengdamömmu.
Við kynntumst fyrir um 14 árum,
þá bauð Halldór okkur nokkrum
skólafélögum heim í klessubrauð
á mjög ókristilegum tíma. Þú
kíktir fram í eldhús, ypptir bara
öxlum, brostir út í annað yfir
syni þínum og fórst aftur inn að
sofa. Tókst þessu uppátæki með
stóískri ró, svona nákvæmlega
eins og þér einni var lagið. Svona
voruð þið hjónin, róleg og yfir-
veguð. Samstiga í öllu og ein-
staklega umhyggjusöm. Þið tók-
uð mér með opnum örmum og ég
er einstaklega heppin að hafa
kynnst ykkur. En því miður, ekki
löngu eftir þessi fyrstu kynni þá
veiktist þú, fékkst alvarlegt
heilablóðfall sem sló þögn á okk-
ur öll. Þessi veikindi breyttu líf-
inu, fengu mann til að sjá svo
margt í nýju ljósi og þú svo sterk,
alltaf viss um að þú kæmist upp
úr þessum veikindum einn dag-
inn. Þrautseigjan var gríðarlega
mikil og við erum óendanlega
þakklát fyrir að hafa fengið að
hafa þig lengur hjá okkur.
Laugi þinn var þinn klettur í
veikindunum, þrautseigur eins
og þú og þú saknaðir hans mikið
eftir að hann féll frá. Við hin átt-
um öll stað í þínu stóra hjarta. Þú
varst dugleg að hafa samband og
yfirleitt voru það strákarnir sem
þú spurðir um, þeir og ömmu-
börnin voru þér allt. Þú fylgdist
vel með, vissir hvað þau voru að
bralla og brostir út í annað yfir
öllum sögunum af þeim. Þú
fylgdist róleg með þegar strák-
arnir voru að grallarast í kring-
um þig. Þá glitti yfirleitt fljótt í
bros og húmorinn. Þeim þótti svo
vænt um þig og varðveita nú
minninguna um góða ömmu,
varðveita allt föndrið frá þér og
að sjálfsögðu höldum við áfram
að segja sögurnar af þér og ykk-
ur.
Elsku Jóna, við vonum að þið
Laugi séuð þarna saman, uppi í
tungli eins og strákarnir okkar
segja. Við söknum ykkar óend-
anlega mikið, hefðum auðvitað
kosið að hafa ykkur mikið lengur
hjá okkur. Elskum ykkur.
Þín tengdadóttir,
Hildur og auðvitað
strákarnir Óttar,
Rúrik og Grímur.
Orð fá því ekki lýst hvað mér
hefur alltaf þótt vænt um þig,
elsku systir mín, ég var sjö ára
þegar þú fæddist, svo agnarlítið
fyrirbura-kraftaverk. Ég man
hvað ég var stolt þegar ég fékk
að fara með þig út í dúkkuvagn-
inum mínum, þú varst fallegasta
barn sem ég hafði séð.
Við Jóna ólumst upp í Hlíðun-
um en fluttum síðar í Ljósheima.
Jóna undi sér vel þar í Voga-
skóla, síðan í Gagnfræðaskóla
verknáms og fór svo til Brighton
í enskuskóla.
Eftir að Jóna kynntist Lauga,
stóru ástinni í lífi sínu, fluttu þau
í Hraunbæinn. Þau eignuðust
yndisleg börn, Grétu og Halldór.
Þetta voru bestu stundir Jónu,
að hugsa um börnin, fallega
heimilið þeirra, sauma, baka og
prjóna.
Margar góðar minningar á ég
um okkur Jónu sitjandi með
kaffibolla, talandi um allt og ekk-
ert. Hvað við gátum hlegið og
fíflast. Allar skemmtilegu fjöl-
skylduferðirnar okkar; Spánar-
ferð, sumarbústaðir, veiðiferðir,
billjardkvöldin heima hjá þeim í
Holtsbúðinni og öll skemmtilegu
áramótin.
Jóna og Laugi voru mjög sam-
taka hjón. Eftir að barnabörnin
fæddust var yndislegt að sjá
hvað þau nutu þess að vera með
þeim. Þau áttu yndisleg ár sam-
an, ferðuðust víða, spiluðu golf
og nutu lífsins.
Árið 2006 fékk Jóna alvarlegt
heilablóðfall og lamaðist. Var það
mikið áfall fyrir hana, fjölskyld-
una og ástvini. Upp frá því var
hún bundin við hjólastól og
reyndi það mikið á Lauga og
börnin. Elskulegri eiginmann
hefði Jóna ekki getað eignast,
hann var kletturinn í lífi hennar
og gerði allt sem hægt var til að
gera líf hennar léttara.
Fyrir rúmum þremur árum
lést Laugi eftir erfið veikindi.
Þetta voru erfiðir tímar hjá fjöl-
skyldunni. Jóna dvaldist á
Hjúkrunarheimilinu Mörk frá
2010 og fyrir þremur árum flutti
mamma líka í Mörkina. Það var
gott að vita af þeim þar saman,
en mamma lést 24. maí síðastlið-
inn. Starfsfólki hjúkrunarheimil-
isins í Mörk eru færðar alúðar
þakkir fyrir frábæra umönnun.
Elsku Gréta, Viggi, Halldór,
Hildur og börn, missir ykkar er
mikill, megi Guð styrkja ykkur í
þessari miklu sorg.
Hvíldu í friði, elsku Jóna mín.
Þín systir,
Erla.
Elsku Jóna lést 3. júlí sl. eftir
langvarandi veikindi. Það var
mjög mikið áfall þegar hún fékk
heilablóðfall fyrir rúmum 11 ár-
um. Lengi var haldið í vonina um
bata en þær vonir rættust því
miður ekki.
Laugi gerði allt sem hann gat
fyrir Jónu sína. Hann breytti
heimilinu og reyndi að búa þann-
ig um hnútana að hún gæti verið
heima. Hún var heima fyrstu ár-
in, svo kom að því að hún þurfti
meiri umönnun og fékk hún þá
vistun í Mörk, þar sem hún naut
góðrar umhyggju.
Við kynntumst Jónu þegar
hún og Laugi fóru að draga sig
saman upp úr 1970. Okkur leist
strax vel á hana, skemmtilega og
brosandi glæsilega stúlku sem
Laugi sá ekki sólina fyrir. Þau
voru alltaf jafn skotin hvort í
öðru.
Jóna var mikil fjölskyldu-
manneskja. Heimilið var alltaf
fallegt og hún annaðist fjöl-
skyldu sína af alúð og umhyggju.
Hún hugsaði fyrir öllu og var
með allt á hreinu. Það var hún
sem mundi eftir myndavélinni
þegar stórfjölskyldan kom sam-
an og skálaði við gestgjafa þegar
tilefni var til. Það var alltaf gott
og gaman að koma til þeirra
hjóna í heimsókn.
Í öll þessi ár hefur Jóna verið
náin vinkona okkar og vinskapur
við þau hjónin verður okkur allt-
af dýrmætur. Margar skemmti-
legar minningar frá matarboð-
um, ferðalögum og hversdags-
legu kaffispjalli með einstaka
hláturrokum ylja okkur á þessari
sorgarstundu.
Hugur okkar er hjá fjölskyldu
Jónu, sem á um sárt að binda.
Við vottum Grétu, Halldóri og
fjölskyldum þeirra okkar inni-
legustu samúð og biðjum góðan
Guð að gefa þeim styrk til að tak-
ast á við sorgina.
Minningin um góða konu lifir.
Ingvar og Inga.
Mig langar að minnast Jónu
Haraldsdóttur í örfáum orðum.
Við vorum starfsfélagar í
mörg ár á Geislameðferðardeild
Landspítalans. Á deildinni unnu
saman nokkrar heilbrigðisstéttir
við geislameðferð krabbameins-
sjúklinga. Þetta var tæknilega
krefjandi starf þar sem engu
mátti skeika. Góð samskipti við
umönnun sjúklinga voru ekki
síður mikilvæg. Jóna var ritari
deildarinnar. Starf hennar var
m.a. að halda nákvæma tölvu-
skráningu yfir alla sem komu til
daglegrar meðferðar. Jóna vann
starf sitt af mikilli samviskusemi,
aðstoðaði þá sem biðu meðferðar
á biðstofunni og var alltaf til
taks, ef á þurfti að halda, bæði
fyrir sjúklinga og samstarfsfólk.
Jóna hafði fallega og yfirveg-
aða framkomu og lét ekki eril og
álag starfsins koma sér úr jafn-
vægi. Við vorum nokkrar sem
unnum mjög náið saman og því
urðu með okkur afar góð tengsl
og vinátta. Í hléi frá störfum
ræddum við allt milli himins og
jarðar og ekki síst um fjölskyld-
ur okkar, börn og barnabörn.
Það fór ekki framhjá okkur,
hversu samrýmd hjón Jóna og
Gunnlaugur maður hennar voru.
Jóna var afskaplega stolt af
börnum sínum og ekki var hún
síður hreykin af fallegu barna-
börnunum. Hún sýndi okkur
myndir af þeim og hafði þær í
augsýn á vinnuborði sínu.
Svo kom áfallið. Skyndilega
veiktist Jóna, lagðist inn á
sjúkrahús og átti ekki aftur-
kvæmt á heimili sitt eftir það.
Þetta voru erfiðir tímar fyrir
fjölskyldu hennar. Annað áfallið
varð þegar Gunnlaugur maður
hennar veiktist og dó síðan langt
um aldur fram.
Við samstarfsfólkið söknuðum
Jónu mikið. Engin Jóna að leita
til. Það kom svo sannarlega í ljós,
hversu miklu Jóna hafði komið í
verk á sinn hljóðláta hátt og hvað
hlutverk hennar var mikilvægt í
starfi deildarinnar.
Um leið og ég kveð Jónu og
þakka henni fyrir samstarfið vil
ég votta börnum hennar og fjöl-
skyldunni allri mína dýpstu sam-
úð.
Jóna Margrét
Kristjánsdóttir.
Jóna Haraldsdóttir HINSTA KVEÐJA
Látin er í Reykjavík
Jóna Haraldsdóttir heil-
brigðisritari.
Skólasystur minnast
Jónu Haraldsdóttur með
virðingu og þakklæti fyrir
góð kynni. Jóna stundaði
nám við Fjölbrautaskólann
við Ármúla (FÁ) og lauk
námi sem heilbrigðisritari
2005.
Jóna var ein af stofnend-
um Félags heilbrigðisritara
31. maí 2005. Var hún virk-
ur félagi meðan heilsan
leyfði.
Blessuð sé minning
hennar.
Fyrir hönd skólasystra í
FÁ sendum við fjölskyldu
Jónu Haraldsdóttur inni-
legar samúðarkveðjur.
Guðríður Gðbjartsdóttir,
fv. formaður FHR, og
Anna Sampsted,
fv. varaformaður FHR.
HINSTA KVEÐJA
Kæra amma, ég elska
þig svo mikið. Mér þykir
það leitt að ég kynntist þér
ekki áður en þú veiktist. En
þú verður ávallt í hjarta
mínu.
Þitt barnabarn,
María Vignir.