Morgunblaðið - 19.07.2017, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 19.07.2017, Qupperneq 23
MINNINGAR 23 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. JÚLÍ 2017 ✝ Brynhildur Olgeirsdóttir fæddist í Bolung- arvík 19. janúar 1921. Hún lést á hjúkrunarheimil- inu Hömrum 9. júlí 2017. Foreldrar henn- ar voru Olgeir Gunnar Jónsson skrifstofumaður frá Skjaldfönn, Nauteyrarhreppi, f. 8. júní 1901, d. 10. september 1968, og Ásta Júlíusdóttir, fædd á Vala- björgum í Helgafellssveit 16. apríl 1900, d. 14. maí 1970. Ol- geir kom henni nýfæddri í fóst- ur til Sesselju Einarsdóttur og Friðriks Ólafssonar, sem bjuggu að Ósi og seinna í Bol- ungarvík og þar ólst Brynhild- ur upp. Fóstursystkini hennar voru Rósa, Sigurður og Gústi. Brynhildur átti tvö hálfsystkini samfeðra, þau Sesselju og Rafn og níu hálfsystkini sammæðra, þau Unni Sigurðardóttur, Stellu Hansen, Reinhard Sigurðsson og Sigurð, Stellu, Valbjörn, Önnu, Hönnu og Róbert Þor- láksbörn. Um fermingu fluttist Brynhildur til Rósu fóstur- systur sinnar í Súðavík. Hún var farkennari 17 ára að Eyri í inósdóttur, f. 1953. Börn: Signý, Sindri og Ástrós. 5) Kjartan Hauksson rafmagnstæknifræð- ingur, f. 6. júlí 1955, kvæntur Ásgerði Jónsdóttur, f. 1961. Börn: Selma, Bjarki og Arnar. 6) Ísak Sverrir Hauksson eðl- isfræðingur, f. 25. október 1963, kvæntur Guðrúnu Bryn- dísi Karlsdóttur, f. 1967. Börn: Teitur Áki, Freyja Sóllilja og Hildur Iðunn. Brynhildur eign- aðist tólf barnabarnabörn með- an hún lifði. Brynhildur stofnaði versl- unina Blóm og myndir árið 1964 og rak hana á Laugavegi 53 þar sem hún seldi eftirprent- anir af málverkum og listmuni sem hún sjálf bjó til. Seinna rak hún skóverslunina Mílanó að Laugavegi 20. Brynhildur var stofnandi og fyrsti formaður leikfélagsins Snúður og Snælda, 1990-1994, og sat í stjórn þess til 2003. Brynhildur lék í mörgum leikritum auk þess sem hún skrifaði tvö leik- verk fyrir leikhópinn: Ástandið, sýnt 1997 og 2005, og Forsetinn kemur í heimsókn, sýnt 2003. Brynhildur flutti árið 1973 í Há- tún 17 og ræktaði fallegan blómagarð sem eftir var tekið. Brynhildur var listfeng og gerði listaverk úr járni og ís- lenskum steinum og tók þátt í sýningunni Íðir í Perlunni. Hún flutti í þjónustuíbúð í Mörkinni 2011. Hún verður jarðsungin frá Háteigskirkju í dag, 19. júlí 2017, klukkan 11. Seyðisfirði, Ísa- fjarðardjúpi. Bryn- hildur fór 18 og 19 ára í síld á Siglu- fjörð og hitti þá móður sína og systkini í fyrsta sinn. Brynhildur kostaði sig í nám í Héraðsskólann á Laugarvatni. Hún flutti að námi loknu til Reykja- víkur 1941 og starfaði í Fata- búðinni þar til hún giftist 1946, Hauki Sigurðssyni, f. 1918, d. 1998. Þau byrjuðu búskap á Grettisgötu 69 og eignuðust sex börn: 1) Ástríður Hauksdóttir lífeindafræðingur, f. 14. októ- ber 1945, gift Georg Tryggva- syni, f. 1941. Börn: Brynhildur, Hildigunnur, Harpa og Tryggvi Haraldur. 2) Gylfi Hauksson kerfisfræðingur, f. 13. ágúst 1949, d. 14. mars 2005. Hann kvæntist Olgu Stefánsdóttur, f. 1952. Börn: Dagný og Stefán Haukur. 3) Hjörtur Hauksson garðyrkjumeistari, f. 8. ágúst 1951, d. 21. september 1999. Barn: Heiðrún Hlín með Jófríði Jóhannesdóttur, f. 1951. 4) Trausti Hauksson efnaverk- fræðingur, f. 11. desember 1952, kvæntur Öldu Björk Mar- Hún Brynhildur tengda- mamma var ljóðelsk. Því féll henni vel ef ort var til hennar við sérstök tilefni. Ekki sakaði ef þar mátti greina vott af skensi, helst smá pólitík, því þá gafst tilefni til gagnsókna. Þetta verður loka- bragur minn til hennar. Lýsing á lífshlaupi, sem var um margt merkilegt. Smá skens, til að létta lundina. Gagnsókn hennar bíður betri tíma. Tímamót merkileg töldust það varla þótt telpukorn inn milli vestfirskra fjalla fæddist í fögrum sal. Snerpuna og þorið á Snæfellsnes sótti því snögg uppá lagið hún allatíð þótti, en skapið úr Skjaldfannardal. Ég tileinka ljóð þetta tengdamömmu sem tölvert margt hafði á sinni könnu og víða kom því við. Búskapinn hóf hún á Grettisgötu með grauta í potti, skúringafötu og húsverk að samtímans sið. En í henni blundaði athafnaþráin og allatíð var sú tilhneiging náin björgina að draga í bú. Hún opnaði búð og byrjaði að selja úr blómum og myndum þar mátti velja. Endaði allvelstæð frú. Nú skyldu taka við náðugu árin, nú skyldu þorna öll gömlu tárin og lífinu lifað með glans. En þá fékk hún einhvern fiðring í fótinn og fótnett nú steðjaði á mannamótin að iðka þar dillandi dans. Svo sótti hana löngun að semja sögur, seinna heil leikrit og margskonar bögur, arkaði loks uppá svið. Þar hóf hún að leika og lýðinn tryllti, leikhúsið aftur og aftur fyllti og lófatakið tók við. Samt einn hafði galla, sem orð ég á geri, að íhaldið kaus þótt það skandaliseri og rétti að þjóðinni roð. Tannhvöss hún skammaði tengdasoninn og taldi þar rýr væri atkvæðisvonin, en Davíð hún dáði sem goð. Nú því ber að fagna að þér þótti gaman að þessari tilveru allri saman og margá áttir indæla stund. Oft gastu góðu að öðrum vikið, í auganu leiftraði gamla blikið, gakk heil nú á feðrana fund. Georg H. Tryggvason. Þá er amma mætt á stóra dansgólfið, orðin liðug fimleika- drottning á ný, sjónin skörp og hún svífur um í faðmi einkenn- isklæddra herramanna. Þvílík kona, svo merkileg blanda af sjálfstæðum baráttu- jaxli, hugmyndaríku skáldi og ástkærri ömmu. Hún var mesta sjálfstæðiskona sem ég hef kynnst þótt hún hafi aldrei skil- greint sig sem slíka, hún lifði ein- faldlega fyrir þau gildi að hver væri sinnar gæfu smiður. Hún þurfti sjálf að hafa fyrir lífinu og valdi að láta mótlætið styrkja sig, sjá gleðina í litlu hlutunum og ánægjuna í einfaldleikanum. „Listin að lifa er listin að vera ánægður,“ skrifaði hún í eitt af- mæliskortið mitt. Amma gerði mikið úr litlu og bjó til sín eigin tækifæri. Hún rak lengi verslun á Laugavegi, var fyrst til að selja plaköt hér á landi, seldi að auki eftirprentanir og gifsstyttur sem hún bjó til sjálf. Í kjölfarið gerðist hún skó- kaupmaður og var með Parísar- tískuna á hreinu. Hún hlýtur að hafa verið verslunarkona fram í fingurgóma því öll þessi viðskipti gerðu hana efnaða og þegar kom að eftirlaunaárum var hún stönd- ugur fasteignaeigandi á Lauga- vegi. Hún gat því leyft sér að nýta efri árin í ferðalög og þvældist heimshorna á milli með vinkon- um og vinum. Hún var snillingur í að krydda hversdagsleikann, dansaði með eldri borgurum, stofnaði leik- félag og skrifaði leikrit um ástandsárin sem var leikið af leik- félaginu og lesið í útvarpi. Já, það var þá sem ég komst að því að amma var svolítið veik fyrir ein- kennisklæddum hermönnum og hún sá í raun eftir því að hafa aldrei skellt sér í ástandið. Amma naut þess að kíkja út á lífið með okkur barnabörnunum, fá sér kaffi á Kaffivagninum eða smur- brauð og öl á Jómfrúnni. Og þótt sjónin væri nánast farin vildi hún alltaf sitja þannig að hún „sæi“ yfir mannfjöldann. Amma lagði mikla áherslu á að draga fram hæfileika barnanna og árlegt jólaboð fjölskyldunnar varð með tímanum að hæfi- leikahátíð þar sem börnin spiluðu á hljóðfæri, sungu eða lásu kvæði og sögur. Og hún hefur alltaf hvatt okkur börnin áfram. „Leitið tækifæranna og látið draumana rætast.“ Hún var gjöful á góðar hugmyndir að tækifærum og var vel með á nótunum fram á síðustu stundu. Hlustaði á útvarp og sjónvarp og fylgdist betur með en flest unga fólkið gerir í dag. Amma var dugleg að vísa í kveðskap og þótt skammtíma- minnið væri farið að gefa eftir gat hún þulið upp heilu kvæðabálk- ana. Yfir einum af okkar góðu kaffibollum fór hún með eftirfar- andi lýsingu Jónasar Hallgríms- sonar á langlífi: „Lífsnautnin frjóva, alefling andans og athöfn þörf.“ Fyrir konu sem varð 96 og hálfs árs er þessi lýsing viðeig- andi og ég held að hún hafi ætlað henni að rata í þessa grein. Ég les úr þessum orðum skilaboðin „Njóttu lífsins, ræktaðu hugann og láttu verkin tala.“ Amma var mér fyrirmynd og minningin um hana fyllir mig stolti og gleði. Ég hef reynt að til- einka mér jákvæðni hennar og baráttuanda. Og hennar vegna reyni ég að gleyma því aldrei að vera einfaldlega ánægð, því meira þarf ekki til að vera ham- ingjusamur. Brynhildur Georgsdóttir. Ég kveð þig nú, elsku Bryn- hildur amma. Þú áttir langa ævi og ég fékk að njóta þess að eiga þig fram á fullorðinsár. Í æsku þegar við heimsóttum þig í Hátúnið þá man ég vel eftir hvað ég var hrifin af steinasafninu þínu og hvað við fengum að leika okkur frjáls í leik bæði inni og úti. Við hittumst oft hjá þér frændsystkinin og fórum í feluleiki og eltingaleiki. Við kom- um líka við í búðinni á Laugaveg- inum, fyrst í Blóm og myndir og síðar í skóbúðinni Mílanó. Jólaboðin þín voru alla tíð fast- ur liður á jóladag. Fjölskyldan hittist hjá þér og gladdist saman. Þú hélst þessari hefð á meðan þú bjóst í Hátúni og alltaf virtist vera pláss þó svo að fjölskyldan stækkaði. Þú varst svo stolt af garðinum þínum og hugsaðir vel um hann. Hann var sannkallað blómahaf. Ég, eins og fleiri af barnabörnum þínum, fékk að búa í íbúðinni í kjallaranum. Þá kynntumst við enn betur. Við áttum góðar stundir í spjalli við eldhúsborðið og stundum í sólhúsinu. Þú varst stolt af börnunum þínum og tal- aðir oft um þann árangur sem þau hefðu náð í lífinu. Þú hafðir lag á að segja frá og það var gam- an að hlusta á þig segja ferðasög- ur enda ferðaðistu víða. Þú áttir það líka til að spila fyrir mig og aðra gesti tónlist eða lesa upp ljóð sem þú varst hrifin af. Þú stund- aðir lengi gömlu dansana og fé- lagsstarf eldri borgara ásamt því að leika í leikritum hjá Snúði og Snældu. Það var skemmtilegt að fá að sjá þig í nýju ljósi í leiklist- inni. Dugnaður einkenndi þig alla tíð. Kaupmaður á Laugavegi, listamaður, leikari, rithöfundur og skemmtikraftur. Alltaf fannstu ný og spennandi verkefni og ég dáðist að kjarki þínum og athafnasemi. Ein af betri minn- ingum seinni ára er þegar þú bauðst strákunum mínum í dans á 95 ára afmælinu þínu. Þú vildir njóta lífsins eins vel og kostur var. Elsku amma mín, ég kveð þig nú í hinsta sinn. Þín sonardóttir, Signý. Brynhildur Olgeirsdóttir Frímann & hálfdán Útfararþjónusta Frímann 897 2468 Hálfdán 898 5765 Ólöf 898 3075 Sími: 565 9775 www.uth.is uth@uth.is Cadillac 2017 Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, KRISTRÚN GUÐMUNDSDÓTTIR, Kjarrmóa 22, Njarðvík, lést á Landspítala Hringbraut laugardaginn 8. júlí. Útför fer fram frá Njarðvíkurkirkju fimmtudaginn 20. júlí klukkan 13. Jón Bjarnason Erla Jónsdóttir Valtýr Gylfason Guðmundur Rúnar Jónsson Sæunn G. Guðjónsdóttir Elvar Örn Valtýsson Unnar Ernir Valtýsson Kristrún Erla Guðmundsdóttir Arndís Ólöf Guðmundsdóttir Okkar ástkæri GUNNSTEINN MAGNÚSSON flugumferðarstjóri, Fróðengi 5, áður Sörlaskjóli 32, Reykjavík, lést á Vífilsstöðum þriðjudaginn 12. júlí. Útför hans fer fram frá Bústaðakirkju miðvikudaginn 19. júlí klukkan 13. Fyrir hönd aðstandenda, Ingibjörg Bjarnadóttir Hannes Erlendsson Ágúst Bjarnason Guðrún C. Emilsdóttir Guðrún Bjarnadóttir Valur Valtýsson Inga Dóra Jónsdóttir og fjölskyldur Hjartans þakkir fyrir samúð og hlýhug við andlát og jarðarför AÐALHEIÐAR KJARTANSDÓTTUR frá Svanavatni. Sérstakar þakkir fá íbúar og starfsmenn Kirkjuhvols fyrir vináttu og góða umönnun. Viðar Marmundsson Bóel Ágústsdóttir Hjördís Marmundsdóttir Ingvi Ágústsson Gunnar Marmundsson Guðrún Óskarsdóttir Ingibjörg Marmundsdóttir og fjölskyldur Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, BJÖRN STEFÁN LÍNDAL SIGTRYGGSSON, Ketilsbraut 18, Húsavík, lést föstudaginn 14. júlí á Heilbrigðisstofnun Þingeyinga. Útförin fer fram frá Húsavíkurkirkju laugardaginn 22. júlí klukkan 11. Málmfríður Pálsdóttir börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÞÓRA GUÐRÚN STEFÁNSDÓTTIR, Dalbraut 20, lést í faðmi fjölskyldunnar á Vífilsstöðum 14. júlí. Útför hennar fer fram frá Laugarneskirkju mánudaginn 24. júlí klukkan 13. Þóra Ólafsdóttir Stefán Ólafsson Ingunn Magnúsdóttir Kolbrún Ólafsdóttir Magnús Sigurðsson Sigrún Ólafsdóttir Fjalar Kristjánsson Sólrún Ólafsdóttir Gunnar Sigmundsson barnabörn og barnabarnabörn Elskulegi fósturfaðir, tengdafaðir, afi og langafi, BALDUR GARÐARSSON prentari, áður til heimilis í Fróðengi 9, lést á hjúkrunarheimilinu Hömrum mánudaginn 3. júlí. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Þór Kristjánsson Hjálmar Kristjánsson Halldóra Lára Svavarsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Maðurinn minn, AXEL SIGURÐSSON, Miðleiti 7, Reykjavík, lést á heimili sínu 3. júlí. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Inda Dan Benjamínsdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.