Morgunblaðið - 19.07.2017, Síða 25
mundi náttúrlega ekkert eftir því
og bakaði heilt steikarfat af rúg-
brauði, fyrir okkur tvö. Þú hringd-
ir svo í mig nokkrum dögum
seinna og skellihlóst þegar ég
sagði þér að ég hefði bakað heila
uppskrift. Þér fannst það þó ekki
alveg jafn fyndið þegar ég sagði
þér að ég hefði sett rúgbrauðið í
plastpoka, volgt, það hefði óvart
myglað og ég því hent því. Hent-
irðu því? Hvað gastu ekki bara
skorið mygluna utan af? Við vor-
um oft búnar að hlæja að þessu og
iðulega endaðirðu á að segja: „Já
og að þú skyldir hafa hent því.“ En
ég lærði fljótt af þér að nýta mat-
væli vel og hendi sárasjaldan mat.
Síðast þegar við hittumst barst
afi í tal og ég sagði þér að ég sakn-
aði hans svo mikið. Þú svaraðir
mér létt í bragði: já, það er nú
betra að sakna einhvers en að vera
feginn að vera laus við hann og
hlóst þínum hvella hlátri. En mik-
ið sem það er rétt, að hafa átt
manneskjur í mínu lífi sem ég
sakna svona mikið. Það hlýtur að
segja sitt.
Það er svo ótal margt sem ég
get talið upp hér sem var gott í
fari þínu en allir sem þekktu þig
geta vottað það hversu ótrúleg
kona þú varst og hversu djúpt
skarð er höggvið í fjölskyldu okk-
ar, vinahópinn þinn og þetta litla
samfélag á Hofsósi við fráfall þitt.
Ég mun ávallt geyma í hjarta
mínu allar góðar minningar um
þig og allar þær dýrmætu stundir
sem áttum við saman, Liljurnar
tvær.
Í síðasta sinn segi ég við þig,
elsku amma mín, ég elska þig af
öllu hjarta og ég mun sakna þín
alla daga, þar til við hittumst á ný.
Fjölskyldunni minni allri votta
ég mína dýpstu samúð.
Lilja Sólveig.
Elsku, elsku amma, ég var allt-
af búin að kvíða því þegar þessi
dagur myndi renna upp því ég gat
ekki ímyndað mér hvernig það
væri að hafa þig ekki hérna hjá
okkur. Ég átti alls ekki von á að þú
myndir kveðja nærri því strax
eins og þú varst alltaf hress og
hraust. Söknuðurinn er mikill og
ég held að ég sé bara ekki end-
anlega búin að átta mig á því að þú
sért farin. En lífið er nú víst bara
þannig, það kemur alltaf að því að
maður þurfi að kveðja.
Það var alltaf svo gott að koma í
ömmukot og fá hlýtt faðmlag, ný-
bakaðar pönnukökur og gott
spjall. Ég gat talað við þig um allt
milli himins og jarðar og hvar sem
þú varst þá varstu alltaf svo orð-
heppin og áttir ekki í vandræðum
með að svara fyrir þig enda alltaf
stutt í húmorinn. Þú varst ákveð-
in, dugleg og hjartahlý kona og ég
er svo þakklát fyrir að hafa átt þig
sem ömmu og fengið að hafa þig
svona nálægt mér. Þú kenndir
mér margt og ert mín fyrirmynd.
Elsku amma, takk fyrir allt
sem þú gafst mér. Ég mun alltaf
sakna þín en geymi svo ótal marg-
ar góðar og skemmtilegar minn-
ingar um þig í hjarta mínu. Megir
þú hvíla í friði, amma mín, og ég
veit að afi hefur tekið vel á móti
þér.
Þú, Guð míns lífs, ég loka augum mínum
í líknarmildum föðurörmum þínum
og hvíli sætt, þótt hverfi sólin bjarta,
ég halla mér að þínu föðurhjarta.
(Matthías Joch.)
Þín
Sunna Dís.
Elsku, elsku amma mín.
Það er erfitt að átta sig á því að
þú sért farin og að það sé ekki
hægt að koma í ömmukot til að fá
koss og knús. Það var gott að vera
í kringum þig og voru klukku-
tímar allt of fljótir að líða þegar
við sátum og spjölluðum saman og
það endaði oftast í hláturskasti því
það var aldrei langt í húmorinn
hjá þér.
Það var alltaf hægt að leita til
þín og þú vissir alltaf hvernig ætti
að tækla hlutina. Þú varst einstak-
lega orðheppin og sagðir svo vel
frá. Mér fannst alltaf jafn gaman
að spyrja þig um gamla tímann
þegar þú varst að alast upp og
hvernig tímarnir höfðu breyst síð-
an þá. Þvílík harka og eljusemi en
þér fannst þetta nú ekkert stór-
mál. Svona var þetta bara. Þú
varst svo ótrúlega ósérhlífin og
vildir alltaf allt fyrir alla gera.
Þegar ég spurði þig út í afa og
hvernig þið kynntust og ykkar
tíma saman þá kom glampi í aug-
un og þú fórst alltaf að brosa og
hlæja þegar þú sagðir frá því.
Þú varst alltaf svo hraust og lið-
ug og man ég eftir einu skipti þeg-
ar ég var í skólanum og við krakk-
arnir vorum í fótbolta á spark-
vellinum. Þú varst í göngutúr og
kemur þarna að til að heilsa og
eitthvað barst það í tal hvað þú
værir spræk og liðug. Þú gerðir
þér lítið fyrir og vippaðir fætinum
upp á grindverkið við sparkvöllinn
og fórst létt með það. Þar strax á
eftir skelltir þú lófunum kylliflöt-
um á jörðina með beina fætur.
Þetta vakti mikla lukku og mér
fannst ég eiga bestu og flottustu
ömmuna.
Ég er þakklát fyrir að hafa átt
svona góða fyrirmynd, fyrir að fá
að alast upp með þig og afa á hlið-
arlínunni, fyrir allt sem þú kennd-
ir mér og allar minningarnar sem
ég er svo heppin að eiga nóg af,
góðar minningar eru fjársjóður.
Ég á eftir að sakna þess að
koma í ömmukot og eyða tíma
með þér, hvort sem það var að
spjalla, prjóna, slá garðinn eða fá
fiskibollur, kaffi og meðlæti og
ekki síst til að fá gott faðmlag.
Ég mun sakna þín, elsku fal-
lega ammsí mín, og mun ætíð
varðveita minningu þína. Elska
þig.
Þín ömmustelpa,
Bjarnveig Rós.
Enginn var tilbúinn að kveðja
þennan snilling sem hún amma
mín var. Hún var yndisleg í alla
staði og algjör nagli, það verður
ekki tekið af henni. Amma er mín
stærsta fyrirmynd og ég vona að
ég nái einhvern tímann tánum
þangað sem hún hafði hælana, ég
fer ekki fram á meira en það.
Amma tók manni alltaf opnum
örmum og ég er viss um að hún
amma mín hafi gefið bestu ömmu-
knúsin. Þar sem ég var svo heppin
að búa nálægt ömmu og gat séð
hana á hverjum degi var ömmu-
hús eins og mitt annað heimili.
Maður fór alltaf sæll og glaður og
með hlýju í hjarta þegar maður
var búinn að vera hjá ömmu.
Ég var ekki bara að missa
ömmu mína heldur einnig trúnað-
arvin og mína stærstu fyrirmynd.
Hún átti hjartað hjá öllum sem
þekktu hana og því er afar sárt að
missa hana úr hinu mannlega lífi
en við missum hana þó aldrei úr
hjarta okkar. Minning hennar
mun lifa.
Stella Dröfn Bjarnadóttir.
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. JÚLÍ 2017
Raðauglýsingar
Raðauglýsingar
Fundir/Mannfagnaðir
Aðalfundur
Hollvinasamtaka Heilsustofnunar NLFÍ,
Hveragerði
verður haldinn á Heilsustofnun NLFÍ í Hvera-
gerði kl. 20.00 miðvikudaginn 26. júlí.
Dagskrá:
Venjuleg aðalfundarstörf
Önnur mál
Hvetjum hollvini og áhugasama um Heilsu-
stofnunina til að mæta.
Stjórnin.
Tilboð/útboð
Kjósarhreppur
auglýsir skv.41. gr. skipulagslaga nr.
123/2010.
Deiliskipulagstillaga í landi Eilífsdals
Deiliskipulagstillagan var samþykkt í
sveitarstjórn 6 júlí 2017. Deiliskipulagssvæðið
nær utan um íbúðarhús, bílskúr og aflögð
útihús. Í tillögunni er gert ráð fyrir breyttri
landnotkun á 1,2 ha landspildu í kringum
alifuglahús fyrir ferðaþjónustu, Einnig er
afmörkuð innan deiliskipulagssvæðisiins 5,1
ha. spilda í tengslum við alifuglahús og 3 ha.
spilda undir íbúðahús og bílskúr. Aðkoma að
íbúðarhúsi er um afleggjara frá Eyrarfjallvegi
(460) en aðkoma að aflögðu alifuglahúsi /
ferðaþjónustu verður um afleggjara að
frístundabyggð við Valshamar.
Tillögurnar verða til sýnis frá og með 19 júlí
2017 til og með 31 ágúst 2017 á eftirtöldum
stöðum:
Á skrifstofu sveitarfélagsins að Ásgarði í Kjós
Á heimasíðu sveitarfélagsins, www.kjos.is
Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er
hér með gefinn kostur á að gera skriflegar at-
hugasemdir við skipulagstillögunar. Athuga-
semdir skulu hafa borist eigi síðar en 31
ágúst 2017. Skila skal athugasemdum á
skrifstofu sveitarfélagsins að Ásgarði, 276
Mosfellsbær eða á netfangið jon@kjos.is.
Þeir sem ekki gera athugasemdir við skipu-
lagstillöguna fyrir tilskilinn frest teljast
samþykkja hana.
Kjósarhreppur 17 júlí 2017
Jón Eiríkur Guðmundsson
Skipulags- og byggingarfulltrúi Kjósarhrepps
Félagsstarf eldri borgara
Árskógar 4 Opin smíðastofa kl. 9-16. Sungið með Helgu sem spilar
á píanó kl. 10.30. Handavinna kl. 8.30-16. Opið hús, t.d. vist og bridge
kl. 13-16. Ljósbrotið prjónaklúbbur kl. 13-16. Félagsstarfið er með opið
í sumar frá kl. 8.30-15.45. Hádegismatur, fiskibollur, kl. 11.40-12.45.
Kaffiveitingar á vægu verði kl. 15-15.45. Heitt á könnunni, blöðin
liggja frammi. Allir velkomnir nær og fjær.
Dalbraut 18-20 Morgunsopi og dagblöð kl. 9, hádegismatur 11.30.
Garðabæ Opið í Jónshúsi og heitt á könnunni alla virka daga frá
9.30-16. Hægt er að panta hádegismat með dagsfyrirvara í síma 617-
1503. Meðlæti með síðdegiskaffinu er selt frá 14-15.45. Gönguhópur
fer frá Jónshúsi kl. 10. Bridge í Jónshúsi kl. 13.
Gerðuberg Opin handavinnustofa kl. 10-14. Félagsvist með vinning-
um kl. 13. Heitt á könnunni, allir velkomnir.
Gjábakki kl. 9 Handavinna, kl. 13 Félagsvist.
Gullsmári Myndlist kl. 9, ganga kl. 10, kvennabridge kl. 13,
hárgreiðslustofa og fótaaðgerðastofa á staðnum, allir velkomnir!
Hvassaleiti 56 -5 8 Félagsmiðstöðin er opin kl. 8-16, morgunkaffi og
spjall til kl. 10.30, dagblöðin og púsl liggja frammi, morgunleikfimi kl.
9.45, matur kl. 11.30. Handavinnuhópur kl. 13, eftirmiðdagskaffi kl.
14.30.
Hæðargarður 31 Sumaropnun Félagsmiðstöðin er opin frá 10-14 í
júlímánuði nánar í síma 411-2790.
Seltjarnarnes Kaffispjall í króknum kl. 10.30. Ganga frá Skólabraut
kl. 13.30. Vatnsleikfimi í sundlaug Seltjarnarness kl.18.30.
Félagslíf
Samkoma kl. 20 í Kristniboðs-
salnum. Ræðumaður Hermann
Bjarnason. Allir velkomnir.
Hörgshlíð 12
Samkoma fellur niður í kvöld
Smáauglýsingar
Húsnæði óskast
Fjölskylda óskar eftir 4+herb
íbúð
Fimm manna fjölskyldu frá Akureyri
bráð vantar 4+ herb íbúð á
höfuðborgarsvæðinu. Reyklaus og
skilvirkum greiðslu heitið. Email:
55@55.is, S: 771 3455. Mbk, Sindri.
Sumarhús
Sumarhús – Gestahús –
Breytingar
Framleiðum stórglæsileg sumarhús
í ýmsum stærðum.
Tökum að okkur stækkun og
breytingar á eldri húsum.
Smíðum gestahús – margar
útfærslur.
Sjáum um almennt viðhald á
sumarhúsum og sólpöllum.
Setjum niður heita potta og
smíðum palla og skjólveggi.
Áratugareynsla –
endilega kynnið ykkur málið.
Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn,
sími 892-3742 og 483-3693,
www.tresmidjan.is
Til sölu
Ýmislegt
Bátar
Trilla til sölu
Trillan Fákur er til sölu. Hann er 5,80
m, ekki skoðanaskildur. 20 hö búk,
disel, dýptarmælir, áttaviti, 4 m
björgunarbátur, báturinn er á vagni.
Sími 456 3842 eða 899 3842.
Bílaþjónusta
GÆÐABÓN
Ármúla 17a
Opið mán.-fös. 8-16. S. 568 4310
Það besta fyrir bílinn þinn
Alþrif, djúphreinsun, mössun, teflon,
blettun, bryngljái, leðurhreinsun.
Húsviðhald
Hreinsa
þakrennur
ryðbletta þök og tek
að mér ýmis smærri
verkefni.
Uppl. í síma 847 8704
manninn@hotmail.com
atvinna@mbl.is
Pantaðu pláss fyrir þína atvinnuauglýsingu á
Morgunblaðið birtir minning-
argreinar endurgjaldslaust
alla útgáfudaga.
Skil | Þeir sem vilja senda Morg-
unblaðinu greinar eru vinsamlega
beðnir að nota innsendikerfi blaðs-
ins. Smellt á Morgunblaðslógóið í
hægra horninu efst og viðeigandi
liður, „Senda inn minningar-
grein,“ valinn úr felliglugganum.
Einnig er hægt að slá inn slóðina
www.mbl.is/sendagrein
Skilafrestur | Ef óskað er eftir
birtingu á útfarardegi verður
greinin að hafa borist eigi síðar en
á hádegi tveimur virkum dögum
fyrr (á föstudegi ef útför er á
mánudegi eða þriðjudegi).
Þar sem pláss er takmarkað getur
birting dregist, enda þótt grein
berist áður en skilafrestur rennur
út.
Undirskrift | Minningargreina-
höfundar eru beðnir að hafa
skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni
undir greinunum.
Minningargreinar