Morgunblaðið - 19.07.2017, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 19.07.2017, Qupperneq 26
26 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. JÚLÍ 2017 Ég er núna í Belgrad og kærasta mín skipulagði óvissuferð fyrirmig í tilefni dagsins. Ég veit voða lítið hvað ég er að fara aðgera en þetta er framandi og spennandi borg svo það kemur margt til greina,“ segir Ármann Kojic, framkvæmdastjóri Apon, en hann á 40 ára afmæli í dag. Kærasta hans er Joanna Marcinkowska, frá Póllandi, en hún vinnur í tæknigeiranum eins og Ármann og vann með- al annars hjá stofnanda Twitter. „Svo höldum við í átt að Adríahafinu, en þar eru fallegustu strend- urnar í Evrópu, og verðum í Petrovac í Svartfjallalandi. Afi minn var serbneskur og ég hef oft verið á þessum slóðum. Ég kom fyrst til Petro- vac þegar ég var átta ára svo það er vel við hæfi að fara þangað núna, taka smá nostalgíu á 40 ára afmælinu. Svo tala ég líka serbnesku þann- ig að það er mjög þægilegt að vera hérna. Ég held síðan partí fyrir vini og vandamenn á Íslandi þegar ég kem til baka seinna í sumar.“ Fyrirtækið Apon sér um að búa til snjallsímalausnir og svokallaðan snjallhraðal fyrir fyrirtæki svo þau geti búið til eigin snjallsímaforrit. „Snjallhraðall er íslenskasta orðið sem við gátum fundið yfir það sem við erum að gera. Fyrirtæki umbreyta skjölum yfir í snjallsímaforrit, bæta við gagnvirkni og geta líka verið í beinum samskiptum við við- skiptavini sína í gegnum snjalltæki. Dæmi um gangnvirkni er þegar fyrirtæki birtir t.d. matseðil fyrir starfsmenn í appinu sínu og vill mæla og vita hve margir starfsmenn eru í húsinu svo það viti hvað á að panta mikið af mat. Svo er t.d. skipafélag sem vill búa til gagnvirka öryggis- handbók þannig að sá sem gengur inn á eitt öryggissvæði fær þá upp- lýsingar í rauntíma um það svæði en ekki skjal yfir alla öryggisþætti fyrirtækisins. Fyrirtækið Apon byrjaði sem auglýsingastofa árið 2012 en svo fórum við yfir í að vera nýsköpunarfyrirtæki. Ég er mikið í nýsköpunarheim- inum og sæki í þann reynslubanka með því að fara á ráðstefnur erlendis og svo æfi ég líka ólympískan kappróður,“ segir Ármann að lokum. Morgunblaðið/Golli Framkvæmdastjórinn Ármann í höfuðstöðvum Apon. Staddur í Belgrad Ármann Kojic er fertugur í dag G uðmundur Guðmunds- son, eða Erró, er fædd- ur í Ólafsvík 19. júlí 1932 og ólst upp hjá móður sinni, fyrst í Reykjavík til þriggja ára aldurs en síðan á Kirkjubæjarklaustri þar sem móðir hans giftist Siggeiri Lár- ussyni, bónda þar. Erró fór til náms í Reykjavík 1950 og stundaði þá jafnframt teikninám í kvöldskóla en innrit- aðist síðan í teiknikennaradeild Handíða- og myndlistaskólans. Erró kynntist föður sínum og fjöl- skyldu hans um þetta leyti. Guð- mundur studdi hann til náms í Ósló og sá í honum mikla hæfileika sem listamanni og hvatti hann til utan- landsfarar. Erró var við myndlistarnám í Listaháskólanum í Ósló 1951-54 og starfaði síðan í Flórens um skeið. Þá stundaði hann nám í gerð mósa- íkmynda í Ravenna í tvö ár og vann síðan við mósaíkmyndir í nokkur ár. Erró dvaldi í Ísrael í átta mánuði árið 1957 en flutti næsta ár til Par- ísar þar sem hann kynntist flestum fremstu listamönnum súrreal- istahreyfingarinnar. Hann hóf 1958 að vinna samklippimyndir samhliða málverkinu og árið 1963 fór Erró í fyrsta sinn til New York og komst í kynni við popplistina sem þá var að ryðja sér til rúms. Hann hóf þá að nota samklippurnar í málverk sín og notaði þá myndvarpa í síauknum mæli. Á sjöunda áratugnum skrifaði hann undir tímabundinn samning við Gallery Schwartz í Mílanó og tók þá þátt í sýningum víðs vegar um Evrópu en starfaði aðallega með galleríinu Saint Germain. Erró listmálari – 85 ára Morgunblaðið/Sigurður Bogi Í Breiðholti Önnur af tveimur veggmyndum Errós sem voru afhjúpaðar í Efra-Breiðholti árið 2014. Enn að og með stórar sýningar í vinnslu Morgunblaðið/Ómar Í París Erró á vinnustofu sinni. Kristmundur Vápni Bjarnason, Sverrir Þór Ragnarsson, Hinrik Huldar Bragason og Hulda Margrét Ragnarsdóttir seldu djús fyrir utan Garðsapótek á Sogavegi og gáfu ágóðann, 4.265 kr, til Rauða krossins á Íslandi. Hlutavelta Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.