Morgunblaðið - 19.07.2017, Side 29
DÆGRADVÖL 29
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. JÚLÍ 2017
Smáratorgi 1, 201 Kóp., s. 588 6090, vl@verkfaeralagerinn.is
Verkfæralagerinn
Mán.-fim. kl. 9-18, fös. kl. 9-18:30, lau. kl. 10-18, sun. kl. 12-17
Kolibri trönur
í miklu úrvali, gæða-
vara á góðu verði
Kolibri penslar
Handgerðir þýskir penslar
í hæsta gæðaflokki
á afar hagstæðu verði
Ennþá meira úrval af
listavörum
WorkPlus
Strigar frá kr. 195
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Þú verður að kunna að áætla þér
nægan tíma til að ljúka verkefnum sem þú
tekur að þér. Ekki hafa allir sömu skoðanir og
viðhorf til lífsins og þú.
20. apríl - 20. maí
Naut Með því að taka höndum saman við fólk
sem hugsar eins og þú geturðu gert stórar
breytingar. Hæfni þín til að tengja á mann-
lega sviðinu leiðir til vináttu og jafnvel ástar.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Gefðu þér tíma til að íhuga lífið og
tilveruna. Gerðu hvað þú getur til þess að
víkka sjóndeildarhringinn. Mundu að upp-
örvun skilar yfirleitt betri árangri en gagn-
rýni.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Afslöppun er ómissandi hluti af upp-
skrift þinni að velgengni. Veldu úr þau verk-
efni sem mest liggur á og frestaðu hinum.
Vertu öðruvísi.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Mikilvægt fólk heillast auðveldlega af
þér í dag. Kollurinn er fullur af hugrenningum
og hvötum. Reddingar geta dregið langan
hala á eftir sér.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Valdabarátta við vin gæti fengið þig til
að breyta markmiðum þínum eða framtíðar-
áformum lítilsháttar. Reyndu því að láta orð
fylgja athöfn svo allt falli í ljúfa löð.
23. sept. - 22. okt.
Vog Það skiptir miklu að þú metir sköp-
unarhæfileika þína, sama hvert lífsviðurværi
þitt er. Auðvitað þarftu að vera svalur og
stríða elskhuganum um leið.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Einhver sem ekkert er að gerast
hjá er ekki skemmtilegur viðmælandi þessa
dagana. Hlýddu á ráð góðs vinar.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Sumum finnst þeir þurfa að fegra
hlutina en það á ekki við um þig. Láttu
áhyggjurnar ekki hrannast upp heldur gakktu
strax í málið.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Hungrar þig í athygli einhvers? Þú
færð hana – um leið og þú seður hungrið
öðruvísi. Kannski vinnufélagi kveðji og þú fáir
að leiða meira skapandi verkefni.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Það gefur lífinu lit að upplifa eitt-
hvað nýtt og spennandi. Listin er bara að vita
hvað á við hverju sinni! Leyfðu eðlisávísuninni
að hjálpa þér í bland við rökhyggjuna.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Fólk nálgast þig og biður þig að taka
að þér flókin verkefni. Góður undirbúningur
tryggir farsæla framkvæmd.
Ég sá á Boðnarmiði skemmtilegamynd og enn skemmtilegri
limru, – „Fuglalimru dagins“ eftir
Anton Helga Jónsson:
Ef smá fugl hér smælandi sá fugl
um smáfugl oft hugsaði þá fugl.
Eitt er að þrá fugl
annað hvað má fugl.
Hvað á fugl að gera sem páfugl?
Þetta gaf Þorsteini Valdimarssyni
tóninn – og það var svanasöngur
(flug) á heiði!:
Sjáðu fuglana, frændi minn!
Ja, frændi hver andskotinn
fljótur hér
framundan þér
þeir fljúga með rófuna á undan sér!
Gísli Jónsson orti:
Alltaf leita til laupanna hrafnar
og ég læt þér í staup, Anna Rafnar,
sagði Lí Pó frá Kína
við lagskonu sína,
er þau komu til Kaupmannahafnar.
Guðmundur Arnfinnsson hefur
þýtt nokkrar limrur eftir Edward Le-
ar, þar á meðal þessa:
Hann Skeggi strauk skeggið á sér
og skríkti: „ég fann þetta á mér
tvær uglur, þrír haukar,
fimm hrossagaukar
eiga hreiður í skegginu á mér.“
Páll Imsland skrifaði „Hanalimru“
í Leirinn í síðustu viku „á sól-
arlausum degi sunnanlands“:l
Á haugnum stóð haninn og gól.
Hann minnti á prestinn í stól
með hausinn svo reigðan
og hálsinn svo teygðan
og hann var í skrautlegum kjól.
Þessi limra kallar fram í hugann
aðra eftir dr. Sturlu Friðriksson:
Með ástarhug klókan og kænan
hún kúrði við hlaðvarpann grænan
og flennti út sitt stél
svo færi það vel.
„Og hana nú,“ sagði svo hænan.
Ekki veit ég hvort þessi limra
Kristjáns Karlssonar fellur að efninu:
Einn sægreifi sunnan úr Höfnum
sat á fundi með hröfnum.
Þeir settu sig á hann
þeir sóðuðu á hann
og sendu ’ann til baka með dröfnum.
Það var sjaldséð sjón sem blasti við
Davíð Hjálmari Haraldssyni:
Ég sá klógulan háfjallahauk
heimsækja einmana gauk
og gaukinn svo kátan
uns grimmfyglið át ’ann
með grænmeti, sósu og lauk.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Svo flýgur hver fugl sem
hann er fjaðraður
Í klípu
„HANN SAGÐI MÉR AÐ ÞÚ HEFÐIR ÞURFT AÐ
SNÚA UPP Á HANDLEGGINN Á HONUM TIL
ÞESS AÐ FÁ HANN TIL ÞESS AÐ KOMA.“
eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger
„OG HVERJAR YRÐU SVO
„EKKJUBÆTURNAR“, SEGJUM TIL
DÆMIS EFTIR HÁLFT ÁR?“
Hermann
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... þegar ein ást endist
út ævina.
KOMDU,
VINUR!
ÁST ER AÐ ÞOLA ANDAR-
DRÁTTINN ÚR HUNDINUM
ÉG VERÐ AÐ SEGJA ÞÉR FRÚ, AÐ
MAÐURINN ÞINN ER FULLKOMINN
ÖLL HIN SÆTIN VORU UPPTEKIN!
HERRAMAÐUR…
Djasspíanistinn Herbie Hancockheldur annað kvöld aðra tón-
leika sína á Íslandi. Fyrir rúmum 30
árum spilaði hann á skemmtistaðn-
um Broadway. Hancock lýsir þeirri
heimsókn í ævisögu sinni, Possibili-
ties: „Við áttum að halda tónleika á
Íslandi og ég velti fyrir mér hvort
þar væri einhver sérstakur staður
þar sem ég gæti komist í námunda
við eitthvað ævafornt. Ég kannaði
málið og rakst á jökulinn Snæfells-
jökul, sem einnig er sagður vera
orkusvelgur, nokkurs konar þunga-
miðja andlegrar orku.“
Er Hancock kom til Reykjavíkur
spurðist hann fyrir um jökulinn og
„hitti að lokum þennan rauðhærða,
íslenska náunga, sem þekkti hann
vel. „Þú getur aðeins flogið yfir jök-
ulinn,“ sagði hann mér. „Það er
hvergi hægt að lenda og engin önnur
leið að komast þangað.“ Eins ótrú-
lega og það hljómar átti náunginn
sína eigin flugvél, litla fjögurra sæta
vél, og hann bauðst til að fara með
mig að jöklinum næsta dag.“
x x x
Næsta dag var lagt í hann:„Skyndilega birtist jökullinn,
gríðarlegt flæmi aldagamals íss.
Þegar við flugum yfir honum
miðjum byrjaði ég skyndilega að
gráta af engri sýnilegri ástæðu. Til-
finningarnar tóku völdin. Ég starði
út um gluggann og reyndi að fela
grátinn því að þetta var allt svo und-
arlegt. Tárin streymdu niður andlit-
ið á mér og axlirnar skulfu – en síðan
um leið og við komum að hinni hlið
jökulsins hætti þetta. Á augabragði
leið mér aftur venjulega og hafði
ekki hugmynd um hvað hafði gerst.
Ég þurrkaði tárin og reyndi að
hemja mig, en svo réð ég ekki við
mig, sneri mér að ferðafélögunum
og sagði: „Ég grét bara eins og barn
og veit ekki hvers vegna!“ Og þá
sagði rauðhærði íslenski náunginn,
„Já, þú fannst fyrir því. Þetta er
krafturinn, þess vegna kalla þeir
hann orkusvelg.“ Hann var alls ekki
hissa og það gerði mig enn meira
hissa. Enn í dag get ég ekki útskýrt
það sem kom fyrir mig yfir jöklinum
– þetta er ein undarlegasta reynsla,
sem ég hef nokkurn tíma orðið fyr-
ir.“ Og hver skyldi sá rauðhærði
hafa verið?
vikverji@mbl.is
Víkverji
Í upphafi var Orðið og Orðið var hjá
Guði og Orðið var Guð.
(Jóh. 1:1)