Morgunblaðið - 19.07.2017, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 19.07.2017, Qupperneq 31
Ekki eru öll kurl komin til grafar varðandi uppsögn Steve Whitmire sem fór með hlutverk ástsæla frosksins Kermit í 27 ár. Hann rauf loks þögnina í símaviðtali við New York Times þar sem hann líkir upp- sögninni við svik. Hann hafi helgað líf sitt því að halda arfleifð stofn- anda Prúðuleikaranna, Jim Hen- son, á lífi. Whitmire segir ástæður upp- sagnarinnar hafa verið lít- ilvægar og kveðst ekki skilja hvers vegna ekki hafi verið hægt að koma á sáttum. Nefnir hann tvær ástæður sem hon- um eiga að hafa verið gefnar fyrir uppsögn- inni: Athugasemdir til listrænna stjórnanda nýjustu þáttaraðar Prúðuleikaranna, The Muppets, og að í eitt sinn hafi hann að ráði stétt- arfélags hafn- að verkefni vegna ágrein- ings um launa- greiðslur. Disney- fyrirtækið, sem tók við umboði fyr- ir Prúðuleikarana árið 2004, hefur aðra sögu að segja. Þeir segja Whit- man hafa verið fjandsamlegan við samstarfsmenn sína og virkilega erfiðan í samningaviðræðum til margra ára. Hann hafi ekki bætt ráð sitt þrátt fyrir aðvaranir og því hafi sú erfiða ákvörðun verið tekin í samráði við Henson-fjölskylduna að segja Whitman upp. Sögurnar sem þau segja meðal annars af Whitmire er að hann hafi neitað að hafa staðgengil fyrir hlutverk Kermit og reynt að klekkja á yngri og óreyndari brúðuleikurum með því að neita að koma fram með þeim. Enn- fremur hafi hann sent bréf og tölvupósta þar sem hann réðst á sam- starfsfólk sitt. Þrátt fyrir allt segist Whitmire myndu ganga beint aftur inn í hlutverk Kermit ef tækifærið gæf- ist. Enn af uppsögn Steve Whitmire Ástsæll Kermit froskur. MENNING 31 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. JÚLÍ 2017 Árni Matthíasson arnim.@mbl.is Í kynningu útgefanda á skáldverkinu Pínulítil ken- opsía - Varúð hér leynast krókódílar eftir Jóhönnu Maríu Einarsdóttur segir að bókin sé uppreisn gegn hefð- inni „að því leyti að það er andstæða við flest það sem má kallast „góður skáld- skapur“.“ Jóhanna er mennt- aður bók- mennta- og ritlistar- fræðingur og hefur birt sögur og ljóð í tímaritinu Stínu, Blekfjelaginu, vefsíðunni Sirkustjaldinu og víðar. Hún segir að upphaf kenopsíunn- ar sé einnar blaðsíðu texti sem finna megi fremst í bók- inni, þar sem hún fer með lesandann í ferðalag, biður hann um að taka eftir hinu og þessu. „Síðan einhvern- veginn náði ég að tengja alls- konar öðruvísi texta saman við með þráðum eins gíröff- um og og krókódílum; þetta spannst áfram og ég held að þessi bók sé að einhverju leyti verk undirvitundar- innar.“ - Skrifaði þessi bók sig sjálf eða ertu einhversstaðar með risastórt Excel-skjal þar sem þú varst búin að skipu- leggja allt út í hörgul? „Þetta er ekki Excel-skjal og ég kann ekki einu sinni á lesandann, rífst við hann, segir honum ósatt og skjallar hann. Svo birtist líka innri rödd sem fer að rífast við höfundinn, sem flækir málið enn meira. „Það var einhver sem las handritið fyrir mig sem sagði: Ég held að þú sért bú- in að flækja þetta aðeins of mikið þegar lesandi og inn- byggður lesandi og höfundur og innbyggður höfundur eru farnir að tala saman,“ segir Jóhanna og hlær. - Svo undir lokin birtist eftirmáli bókmenntafræð- ingsins Jóhönnu Maríu Ein- arsdóttur og lesandi kemst að því að bókin er alls ekki eins og hann hélt að hún væri og þarf að byrja upp á nýtt. „Já, að sjálfsögðu, þetta er hringlaga skáldskapur eins og allur póstmódernískur skáldskapur.“ „Maður verður að treysta lesandanum“  Í nýju skáldverki brýtur Jóhanna María Einarsdóttir flestar reglur skáldskaparins Gaman Jóhanna María segir að treysta verði lesandanum til að skilja og ef hann skilji ekki þá geti hann samt notið textans. Excel,“ segir Jóhanna og hlær, „nema að Excelið sé í höfðinu á mér. Þetta var eng- in guðleg íhlutun. Ég byrjaði að skrifa fyrir tveimur árum og bókin var upphaflega meistaraverkefni í ritlist í Háskólanum þar sem Her- mann Stefánsson var leið- beinandi minn.“ - Varstu með einhvern ákveðinn lesanda í huga og þá á ég ekki við tiltekinn ein- stakling? „Ekki beinlínis, lesandinn er alltaf óorðuð persóna, en skrifar maður ekki til sjálfs sín að einhverju leyti? Ég held að bestu bækurnar verði þannig til, að naður skrifi eitthvað sem mann langar sjálfan til að lesa.“ Lesandinn kemur af fjöllum - Þú ert að leika þér mikið í textanum, brjóta allskyns reglur og gera skandala, var ekki gaman að skrifa þessa bók? „Það var mjög gaman og ef maður hlær ekki að sjálfum sér þá veit ég ekki hver gerir það. Það eru örugglega textar þarna inni þar sem lesandinn mun koma af fjöll- um, en það er alltaf þannig. Ég þoli ekki þegar ég les texta þar sem er alltaf verið að endurtaka hluti fram og til baka og maður fær ógeð á söguþræðinum. Maður verð- ur að treysta lesandanum til að skilja og ef hann skilur ekki þá getur hann samt not- ið textans.“ - Þú ferð ekki hefðbundnar leiðir í skrifunum, ávarpar Úrval ljóða eftir Sigurð Páls- son hefur verið gefið út í Danmörku í þýðingu hins margverðlaunaða Erik Skyum-Nielsen. Bókin ber heitið Mit Hus og hefur hlot- ið mikið lof gagnrýnenda. Úrvalið hefur að geyma ljóð úr fimmtán bókum Sigurðar sem komu út á árunum 1975 til 2012. Thomas Bredsdorff, gagn- rýnandi Politiken, gefur bók- inn fimm hjörtu af sex mögu- legum. Í dómi sínum segir hann Sigurð vera skáld sem hafi allt á valdi sínu. Enn- fremur kveður hann ljóð Sig- urðar „svar ljóðlistarinnar við Goldberg-tilbrigðum Bachs eða etýðum Czernys“. Bredsdorff lofsamar Skyum-Nielsen ekki síður og segir þar fara helsta sér- fræðing Danmerkur í ís- lenskum nútímabókmennt- um. Hann segir hið séríslenska við ljóðin vera hæfileika þeirra til að ferðast um tím- ann. Telur hann að það megi rekja til þess að miðaldabók- menntir okkar Íslendinga séu aðgengilegar nútíma- mönnum eins og þær hefðu verið skrifaðar í gær. Morgunblaðið/Golli Á dönsku Úrval ljóða eftir Sigurð hefur verið gefið út í Danmörku. Skáld sem hefur allt á valdi sínu R&B-tónlistarmaðurinn R. Kelly hefur lengi verið ásak- aður fyrir óviðeigandi kyn- lífshegðun en aldrei verið dæmdur. Nú hefur honum verið gefið að sök að heila- þvo fjölda kvenna í því sem foreldrar þeirra kalla sér- trúarsöfnuð. Fjölskyldur kvennanna sem um ræðir, ásamt þremur kunningjum tónlistarmannsins, lýsa hon- um sem stjórnsömum manni sem vilji ráða hvernig konur hegði sér og klæði sig. Kon- urnar sem hann hafi „í haldi“ þurfi að biðja um mat og fá leyfi til þess að nota salernið. Lögregla hefur haft sam- band við nokkrar kvennanna sem eru í umsjá R. Kelly og segjast þær vera þar með fullu samþykki. Fjölskyldur kvennanna vilja meina að þær hafi verið heilaþvegnar og að R. Kelly stjórni þeim eins og brúðum. R. Kelly sakaður um heilaþvott AFP Stjórnsamur R. Kelly er ásak- aður um að heilaþvo stúlkur. HEYRNARSTÖ‹INKringlunni • Sími 568 7777 • heyra.is exton™ heyrnartækin opna nýjar leiðir í samskiptum auka lífsgæðin. Komdu í ókeypis heyrnarmælingu fáðu heyrnartæki lánuð til reynslu. Við hjálpum þér að bæta lífsgæðin R og og

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.