Morgunblaðið - 19.07.2017, Side 33
MENNING 33
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. JÚLÍ 2017
Fimmtán ár eru liðin frá þvíað banvæn veira þurrkaðiút meirihluta mannkyns-ins og gaf hópi apa á sama
tíma greind á við menn. Simpansinn
Caesar, leiðtogi apaættbálksins, á
nú í stríði við her manna undir stjórn
grimmlynds manns sem nefndur er
„ofurstinn,“ en hann kennir öpunum
um faraldurinn. Eftir að ofurstinn
og menn hans ráðast inn í þorp ap-
anna og drepa konu og son Caesars
ákveður Caesar að láta ættbálkinn
flytja á öruggari stað en fara sjálfur
til að ná fram hefndum á ofurst-
anum. Í leit að ofurstanum og her
hans finna Caesar og bandamenn
hans unga mállausa stúlku og taka
hana að sér. Þeir komast að því að
veiran sem drap mannkynið hefur
stökkbreyst og hefur nú áhrif á mál-
getu mannanna sem lifðu af. Ofurst-
inn hyggst þurrka út þá smituðu
ásamt öpunum.
War for the Planet of the Apes er
framhald af myndunum Rise of the
Planet of the Apes (2011) og Dawn
of the Planet of the Apes (2014) sem
hafa sett hugmyndina um Apa-
plánetuna úr kvikmyndunum frægu
frá sjöunda og áttunda áratugnum í
nýjan búning. Mér þykir hafa gætt
talsverðra fordóma gagnvart þess-
um myndum ýmissa hluta vegna:
Vegna þess að of mikið sé um tölvu-
brellur, vegna þess að þær séu end-
urgerðir á sígildri kvikmyndaröð og
vegna þess að myndir um talandi
apa hljóti sjálfkrafa að vera kjána-
legt bull. Ekkert af þessu stenst
skoðun: Tölvubrellurnar, sér-
staklega þær sem notaðar eru til að
gæða titilpersónurnar lífi, eru með
því besta sem sést hefur í kvikmynd-
um; myndirnar segja sína eigin sögu
þrátt fyrir að fá grunnhugmyndina
lánaða frá eldri myndum; og nálgast
efnið á alvörugefinn en þó trúverð-
ugan máta.
Aparnir í þessum myndum eru
gæddir lífi með hreyfiskönnunar-
tækni (e. motion capture) þar sem
hreyfingar og svipbrigði leikara eru
skönnuð, tekin upp og síðan hulin
tölvugrímu. Andy Serkis, sem leikur
hér Caesar í þriðja sinn, hefur byggt
heilan feril á því að leika stórbrotnar
persónur með þessu móti, þ. á m.
Gollri, King Kong og Kolbein kaf-
tein. Það er synd að hann mun lík-
lega aldrei fá Óskarsverðlaun fyrir
að leika „tölvupersónur“ því hann er
frábær í hlutverki Caesars sem fyrr.
Svipbrigði og látbragð Serkis ljá
Caesar svo mikla dýpt að maður trú-
ir því virkilega að maður sé að horfa
á talandi, hugsandi simpansa. Það
hjálpar þó einnig til að Caesar er
einfaldlega frábær persóna sem ekki
er hægt að komast hjá að finna til
með. Hafi maður fylgst með honum í
síðustu tveim myndum er ótrúlegt
að hugsa til þess hve mikið persónan
hefur þróast fyrir augum áhorfend-
anna.
Myndin er persónudrifin líkt og
hinar fyrri þótt einnig séu í henni
spennandi hasaratriði. Jafnvel
ofurstinn, sem er kynntur til sög-
unnar sem fremur einfeldningslegt
illmenni, reynist ögn flóknari per-
sóna en hann virðist við fyrstu sýn.
Myndirnar þrjár hafa almennt séð
staðið sig vel við að skapa trúverð-
ugar og eftirminnilegar persónur.
Ég verð einnig að hrósa myndunum
fyrir að endurtaka sig ekki: Það er
sjaldgæft að kvikmyndaröð endist
þrjár myndir án þess að söguþráð-
urinn sé endurtekinn á einhvern
hátt, en það hefur tekist hér – Rise,
Dawn og War segja hver sína sögu
ólíka hinum. Ég myndi mæla með
því að horfa á fyrri myndirnar áður
en horft er á þá nýjustu, en þó tel ég
það ekki bráðnauðsynlegt til að
skilja söguna.
Svo vikið sé að tækniatriðum einu
sinni enn er þrívíddin í myndinni
mjög vel unnin. Mér finnst þrívídd
sjaldan bæta neinu við bíóupplifun-
ina en hér var hún svo trúverðug að í
nokkur skipti sem hlutir birtust í
forgrunni hélt ég sem snöggvast að
eitthvað stæði fyrir framan tjaldið.
Þrívíddin sogar mann inn í eyðilegt
landslagið sem hrun siðmenning-
arinnar hefur skilið eftir og því
myndi ég tvímælalaust mæla með
því að sjá myndina þannig.
Óárennilegur Simpansinn Caesar í War for the Planet of the Apes sem leikinn er af Andy Serkis.
„Apaplánetan aftur?“
Laugarásbíó, Smárabíó,
Háskólabíó, Borgarbíó og
Sambíó Egilshöll
War for the Planet of the Apes
bbbbm
Leikstjóri: Matt Reeves. Handrit: Mark
Bomback og Matt Reeves. Aðalleikarar:
Andy Serkis, Woody Harrelson og Steve
Zahn. Bandaríkin, 2017. 140 mín.
ÞORGRÍMUR KÁRI
SNÆVARR
KVIKMYNDIR
Breski dægurlagasöngvarinn Ed
Sheeran vakti litla lukku meðal
aðdáenda sjónvarpsþáttanna sí-
vínsælu Game of Thrones í fyrsta
þætti nýju seríunnar sem byrjaði
síðastliðinn sunnudag. Þar birtist
hann í aukahlutverki þar sem hann
syngur fyrir hóp Lannister-
hermanna á meðan Arya Stark ríð-
ur framhjá og uppskar fyrir það af-
ar óvægnar athugasemdir á twitt-
ersíðu sinni. „Þetta Ed Sheeran-
hlutverk var skelfilegt,“ segir
aðdáandi á Twitter. „Hefðu þeir
ekki að minnsta kosti getað látið
dreka steikja hann?“ Vegna um-
mælanna hefur Sheeran eytt twitt-
ersíðu sinni, um mánuði eftir að
hann sagðist ætla að hætta að nota
félagsmiðilinn.
Hann er þó ekki hættur að birtast
í vinsælum sjónvarpsþáttum því
hann mun bráðum birtast í The
Simpsons í hlutverki Brendans,
ungs drengs sem Lisa Simpson fell-
ir hug til. Frá þessu er greint á vef-
miðli MNE. Þátturinn með Sheeran
ber titilinn Haw-Haw Land og vísar
til kvikmyndarinnar La La Land
sem kom út í janúar. Persóna
Sheerans verður byggð á persónu
Ryans Goslings í þeirri mynd. Í
þættinum, sem verður sýndur í
október, mun hrekkjusvínið Nelson
Muntz keppa við Brendan um at-
hygli Lisu með því að reyna á eigin
sönghæfileika.
Krúnuleikar hrekja Sheeran af Twitter
AFP
Lokun Ed Sheeran hefur lokað twitter-
reikningi sínum vegna óvæginna ummæla.
Netflix hefur upp á síðkastið bætt
við sig um 5,2 milljónum nýrra
áskrifenda og þannig farið langt
fram úr spám fjármálamarkaðar-
ins, sem gerði ráð fyrir um 3,23
milljónum. Frá þessu er greint á
vefmiðli CNBC. Fyrir vikið hefur
verð á hlutabréfum Netflix snar-
hækkað. Þetta stökk Netflix kemur
til þrátt fyrir aukna samkeppni frá
fyrirtækjum eins og Amazon og
Apple í rafrænni sölu kvikmynda.
Haft er eftir Reed Hastings, for-
stjóra Netflix, að Amazon sé „býsna
uggvekjandi“ andstæðingur. Fyr-
irtækið fetar áfram metnaðarsama
braut og hyggst framleiða 40 kvik-
myndir á næstunni, „allt frá fokdýr-
um poppkornsmyndum til sjálf-
stæðra grasrótarmynda“.
Verð á hlutabréfum Netflix snarhækkar
Netflix Sjónvarpsþátta- og kvikmynda-
veitan er í mikilli sókn þessa dagana.
SMÁRALIND
www.skornirthinir.is
Útsöluverð
2.498
verð áður 4.995
stærðir 28-35
Margir litir
Útsöluverð
3.498
verð áður 6.995
stærðir 36-41
Margir litir
30-70%
afsláttur
Útsalan í fullum gangi
SÝND KL. 8, 10.20
SÝND KL. 6, 9
SÝND KL. 10.40
SÝND KL. 5, 8
Miðasala og nánari upplýsingar
5%
ÍSL. 2D KL. 4, 6
ENSK. 2D KL. 4