Morgunblaðið - 19.07.2017, Side 36
MIÐVIKUDAGUR 19. JÚLÍ 200. DAGUR ÁRSINS 2017
VEÐUR » 8 www.mbl.is
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 548 KR. ÁSKRIFT 5.950 KR. HELGARÁSKRIFT 3.715 KR. PDF Á MBL.IS 5.277 KR. I-PAD ÁSKRIFT 5.277 KR.
1. Slökktu á netinu og lugu um vélarbilun
2. Urðu fyrir aðkasti í húsbíl
3. Brotnaði saman eftir skilaboð …
4. „Ætli þeir séu komnir til að sækja mig?“
»MEST LESIÐ Á mbl.is
FÓLK Í FRÉTTUM
Það verður líf og fjör í Havaríi í
hlöðunni á Karlsstöðum í Berufirði
næstu daga. Á morgun, 20. júlí, treð-
ur rappsveitin Úlfur Úlfur þar upp
með taumlausu rímnaflæði og á
föstudaginn, 21. júlí, mæta Vestfirð-
ingarnir Mugison og Lára Rúnars
ásamt föruneyti og halda tónleika.
Á sunnudaginn er svo komið að
söngvaranum og básúnuleikaranum
Valdimar Guðmundssyni sem heldur
tónleika með gítarleikaranum Erni
Eldjárn. Á undan þeim stígur á svið
Anya Shaddock, sigurvegari Samfés
2017. Tónleikar hefjast allir klukkan
21 og fer miðasala fram á tix.is og á
staðnum.
Svavar Pétur Eysteinsson, einnig
þekktur sem tónlistarmaðurinn Prins
Póló, og eiginkona hans, Berglind
Häsler, reka gistiheimili, matstofu,
lífræna grænmetisrækt og bjóða upp
á menningarstarfsemi undir merkinu
Havarí á Karlsstöðum.
Mikið havarí á Karls-
stöðum í Berufirði
Myndlist-
armennirnir Kol-
brún Inga Söring
og Mustafa Boga
opnuðu 6. júlí sl.
sýninguna Fjórða
menningin – ör-
þjóðin í Listastof-
unni að Hringbraut 119 í Reykjavík. Á
henni varpa þau fram spurningum
um ósýnilegar og sýnilegar skipt-
ingar í samfélaginu, s.s. landamæri.
Listamennirnir munu í kvöld kl. 19
bjóða upp á leiðsögn um sýninguna
með umræðum í lokin.
Leiðsögn og umræð-
ur í Listastofunni
Á fimmtudag Austan og suðaustan 5-10 m/s og víða lítilsháttar
væta af og til, en bjartviðri norðaustantil. Hiti 10 til 23 stig, hlýjast
norðaustanlands.
SPÁ KL. 12.00 Í DAG Suðaustan 10-15 m/s, en hægari vestantil.
Rigning syðra og síðan vestanlands síðdegis, en lengst af bjartviðri
norðaustantil. Hlýnar og hiti að 25 stigum norðaustanlands.
VEÐUR
„Við ætluðum okkur að
sækja þrjú stig. Það er al-
veg grátlegt að ná því ekki,
eða að minnsta kosti einu
stigi,“ sagði Fanndís Frið-
riksdóttir um frammistöðu
Íslands gegn Frakklandi í
fyrsta leik sínum á EM í
Hollandi í gærkvöldi. Ís-
lenska liðið átti lengi
svör við öllu því sem
Frakkar reyndu að gera
og var þjálfara þeirra
ekki skemmt. »1-3
Þjálfari Frakka var
froðufellandi
„Við breyttum aldrei markmiði okkar.
Deildin er svo jöfn, við hopp-
uðum upp í áttunda sæti
og eigum leik til góða
gegn KR. Ef við vinnum
erum við komnir með 15
stig og þá í fimmta til
sjötta sæti. Það er
mjög stutt á milli,
við höldum bara
áfram. Það eru
ennþá líkur á
að við náum að
komast í Evr-
ópukeppnina,“
segir Hans
Viktor Guð-
mundsson sem
átti mjög góðan
leik í vörn Fjölnis
þegar liðið vann stór-
sigur á Grindvík-
ingum. »4
Við getum ennþá komist
í Evrópukeppni
FH tryggði sér í gærkvöldi sæti í 3.
umferð forkeppni Meistaradeildar
Evrópu í knattspyrnu eftir 2:0-
útisigur á Víkingi Götu frá Færeyjum.
Það þýðir jafnframt að það veltur á
því hvernig næsta einvígi FH-inga fer
hvort þeir munu spila umspilsleiki
um sæti í riðlakeppni Meistaradeild-
arinnar eða Evrópudeildarinnar fyrir
næsta vetur. »3
FH-ingar munu fara í
umspil um riðlakeppni
ÍÞRÓTTIR
Skannaðu
kóðann með
símanum þínum
og fylgstu með
veðrinu á
Urður Egilsdóttir
urdur@mbl.is
„Það er rosamargt skemmtilegt í
gangi hjá okkur í Rammagerðinni,“
segir Lovísa Óladóttir, fram-
kvæmdastýra Rammagerðarinnar,
en fyrirtækið hefur opnað tvær nýj-
ar verslanir í Perlunni og LAVA,
eldfjalla- og jarðskjálftamiðstöð Ís-
lands, sem er á Hvolsvelli.
Hún segir að gríðarlegur fjöldi
leggi nú leið sína í Perluna. „Það er
skemmst frá því að segja að maður
verður hissa á hverjum degi yfir öll-
um fjöldanum af fólki sem fer um
Perluna. Fyrir utan almennt
streymi frá einkabílum þá er hreint
ótrúlegur fjöldi sem kemur með rút-
um, bæði frá skemmtiferðaskip-
unum og hópferðafyrirtækjum. Það
er alveg mögnuð stemning í Perl-
unni á hverjum einasta degi.“
Lovísa nefnir að Íslendingar hafi
einnig mikinn áhuga á Perlunni og
segir þá vera mjög fjölmenna þar.
„Það var greinilega kominn tími á að
Perlan gengi í endurnýjun. Það hafa
allir skoðun á henni, hún blasir við
okkur öllum sem búum á höfuðborg-
arsvæðinu og hún skipar sess í okk-
ar daglegu lífi.“
Spurð hvernig hafi gengið að setja
upp verslunina í Perlunni segir
Lovísa: „Nú er þetta gömul bygging
sem var alls ekki hönnuð með gjafa-
vöruverslun í huga þannig að við
fengum Marcos og Rut hjá arki-
tektastofunni Basalt til að hugsa
þetta með okkur. Útkoman er að
vekja stórkostlega athygli.“
Lovísa segir að áherslan á vöruúr-
valinu tengist þemanu á staðnum og
að í raun sé verslunin í Perlunni
safnabúð. „Varan er tengd því sem
er til sýnis í húsinu og mun þróast
eftir því sem jöklasýning Perlu norð-
ursins vex fiskur um hrygg á næstu
misserum, t.d. þegar Náttúru-
gripasafnið verður opnað á næsta
ári.“
Kaupa ódýrari vörur
Rammagerðin hefur einnig opnað
nýja og glæsilega verslun í LAVA,
eldfjalla- og jarðskjálftamiðstöð Ís-
lands. ,,Eins og í Perlunni þá leggj-
um við áherslu á það í Eldfjallasetr-
inu að varan sé tengd sýningunni,
því erum við með talsvert af eld-
fjallatengdri vöru. Vörur sem fást í
Eldfjallasetrinu eru því ekki endi-
lega til í Perlunni.
Lovísa segir að þar sem krónan sé
svo sterk um þessar mundir þá sé
innkaupamynstrið hjá ferðamönnum
nokkuð breytt, ,,fólk er að kaupa að-
eins ódýrari vörur og er afskaplega
verðmeðvitað. Það má því segja að í
augnablikinu séum við með öll loft-
net uppi og fylgjumst náið með. Ég
er alla daga að reyna að lesa í það
hjá ferðamönnunum hvað þeir vilja
og hvað þeir vilja ekki,“ segir Lovísa
og hlær.
Mögnuð stemning í Perlunni
Ferðamenn af-
skaplega meðvit-
aðir um verð
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Perlan Lovísa segir að gríðarlegur fjöldi leggi nú leið sína í Perluna á hverjum degi en mikil endurnýjun hefur ver-
ið á starfsemi hússins. Rammagerðin hefur meðal annars opnað þar verslun á fjórðu hæð.
Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Hvolsvöllur Rammagerðin hefur einnig opnað nýja verslun í LAVA – eld-
fjalla- og jarðskjálftamiðstöð Íslands þar sem finna má eldfjallatengda vöru.