Fréttablaðið - 08.01.2018, Side 2
Veður
Sunnan 8-13 og skúrir eða él, en
norðlægari og rigning/snjókoma
um tíma norðaustan til. Hvessir
um tíma kringum hádegi. Gengur
í suðaustan hvassviðri eða storm í
kvöld. Hiti 1 til 7 stig. sjá síðu 16
BRIDS
SKÓLINN
BYRJENDUR 22. janúar 8 mánudagar frá 20-23
VÖRNIN 24. janúar 5 miðvikudagar frá 20-23
• byrjendur Á byrjendanámskeiði er farið vel yfir leikreglur
spilsins og undirstöður hins vinsæla Standard-sagnkerfis.
Ekkert mál að mæta ein/einn.
• vörnin Samskiptareglur varnarinnar eru fjórar: útspilin,
kall í sama lit, hliðarkall og talning. Hvernig eru reglurnar og
hvenær gilda þær?
• Staður . . . Síðumúli 37, Reykjavík
• Sjá nánar á . . . bridge.is/fræðsla
• Upplýsingar og innritun í síma . . . 898-5427
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
Sigríður Klingenberg spáir í spilin á nýju ári
Sigríður Klingenberg, athafnakona og ástsælasta spákona landsins, stóð fyrir nýárs bingókvöldi á Sæta svíninu í miðborginni í gærkvöldi þar sem
margt var um manninn og fólk skemmti sér konunglega. Sigríður var að vanda glæsileg á meðan hún spáði fyrir gestum og gangandi um hvað nýja
árið gæti borið í skauti sér og ræddi við viðstadda um stöðu stjarnanna á því herrans ári 2018, sem nú er gengið í garð. Fréttablaðið/steFán
sAMFÉLAG „Þetta er nú bara rétt að
komast inn á teikniborðið,“ segir
Helga Halldórsdóttir, íbúi í Borgar-
nesi. Helga fer fyrir félagi sem stefnir
að því að koma á koppinn skemmti-
garði sem byggir á grunnhugmynd-
inni um Latabæ.
Í Lögbirtingablaðinu á dögunum
birtist tilkynning um skráningu
hlutafélagsins Upplifunargarður
Borgarnesi ehf. en tilgangur þess,
að því er fram kemur í tilkynning-
unni, er „[u]ppbygging afþreyingar
í ferðaþjónustu í Borgarnesi og
nágrenni, byggt á grunnhugmynd-
inni um Latabæ.“
Latabæ kannast flestir Íslendingar
við en árið 1991 kom út barnabókin
Áfram Latibær! eftir Magnús Schev-
ing þolfimikappa og síðar íþrótta-
mann ársins. Sagan segir frá Sollu
stirðu, Sigga sæta, Nenna níska
og öðrum íbúum Latabæjar en líf
þeirra tekur stakkaskiptum eftir að
Íþróttaálfurinn birtist í bænum og
rífur þá úr letirútínu sinni. Sagan
rataði síðar í leikhús og að endingu
voru gerðir sjónvarpsþættir um
bæjarbúa.
„Verkefnið er til skoðunar hjá
hópi fólks sem hefur áhuga á að
koma einhverju á laggirnar sem
byggt er á hugmyndafræði Magnús-
ar Scheving,“ segir Helga. „Magnús
er auðvitað Borgnesingur og hefur
sterkar rætur hingað heim í hérað.“
Hópurinn fékk á dögun-
um þriggja milljóna króna styrk úr
uppbyggingarsjóði Vesturlands en
styrkveitingin var grundvöllur fyrir
stofnun félagsins.
„Á næstu dögum munum við ráða
verkefnastjóra, sem gert er ráð fyrir
að starfi í sex mánuði hið minnsta,
til að kanna möguleg staðsetningu
og útfærslur fyrir garðinn auk þess
að kanna áhuga fjárfesta á verkefn-
inu,“ segir Helga.
Helga segir að upphafsmaðurinn
Magnús komi meðal annars að
vinnunni og að slíkt muni miklu.
Hann hafi skapað sér nafn út fyrir
landsteinana auk þess sem Latibær
sé auðvitað þekkt merki á erlendri
grund.
„Næstu sex mánuðir eru með-
göngutími og síðan verður að skýr-
ast í júlí hver næstu skref hjá okkur
verða. Það veltur auðvitað að stærst-
um hluta á áhuga fjárfesta og ann-
arra sem leitað verður til varðandi
aðkomu að verkefninu,“ segir Helga.
Líkt og áður segir er verkefnið á
algjöru frumstigi og því óljóst hve-
nær garðurinn gæti verið opnaður
ef hann nær á það stig. „Fyrir mitt
leyti þá mætti það ekki taka meira
en þrjú til fimm ár að koma þessu í
gagnið,“ segir Helga.
johannoli@frettabladid.is
Borgnesingar vilja fá
Latabæjargarð í plássið
Félag um uppbyggingu afþreyingar sem byggð er á grunnhugmyndinni um
Latabæ fékk þriggja milljóna styrk. Möguleg staðsetning og áhugi fjárfesta til
skoðunar. Íþróttaálfurinn sjálfur er frá Borgarnesi og kemur að verkefninu.
latibær hefur ratað í leikhús, sjónvarp og verið gerður að borðspili. nú er
stefnt að skemmtigarði. Fréttablaðið/anDri MarinÓ
Jóhannes
Gunnarsson
látinn
Jóhannes
Gunnarsson,
fyrrverandi
formaður
Neytenda-
samtakanna,
lést á laugar-
dag, 68 ára. Hann var fæddur
3. október 1949. Hann barðist
fyrir hagsmunum neytenda í
áratugi og gegndi stöðu formanns
Neytendasamtakanna í rúm 30
ár. Jóhannes var fyrst kjörinn for-
maður 1984 eftir að hafa setið
í stjórn samtakanna. Hann
útskrifaðist úr mjólkurfræði frá
Højby mejeri í Danmörku 1971
og sinnti störfum við mjólkur-
framleiðslu til 1980. Þá var hann
útgáfustjóri Verðlagsstofnunar.
Jóhannes var tvíkvæntur og lætur
eftir sig fimm uppkomin börn.
FRAMKVÆMDIR „Hingað til höfum
við farið eftir ráðleggingum sér-
fræðinga en nú tökum við þetta
bara niður með okkar lagi,“ segir
Þórarinn Auðunn Pétursson, fram-
kvæmdastjóri Work North ehf.
Work North sér um niðurrif á
gömlu Sementsverksmiðjunni
á Akranesi en það hefur vakið
athygli undanfarna daga hve illa
hefur gengið að fella fjögur síló sem
standa á lóð verksmiðjunnar. Fyrsta
atrenna átti sér stað síðasta laugar-
dag síðasta árs en þá var dýnamít
brúkað til verksins. Þeirri tilraun
lauk með því að turnarnir halla nú
nokkuð en standa enn. Önnur til-
raun var gerð viku síðar, laugardag-
inn 6. janúar, en sprengiefnið beit
ekki á geymunum sem hreyfðust
ekki.
„Við vildum flýta ferlinu með því
að nota sprengiefni. Teikningarnar
af sílóunum eru hins vegar gamlar
og það er ekki alveg að marka þær.
Í þeim er mikil steypa og mikið af
steypustyrktarjárni. Skammt frá er
60 metra hár strompur sem á að lifa
niðurrifið af þannig að það þurfti að
vanda til verka,“ segir Þórarinn.
Þórarinn á ekki von á því að reynt
verði að sanna hið fornkveðna að
allt sé þegar þrennt er. „Nú tökum
við þetta bara niður með vélum.“
– jóe
Sílóin rifin
niður með
gamla laginu
sílóin hafa staðið af sér tvær spreng-
ingar en mæta nú vinnuvélum.
Fréttablaðið/antOn brinK
8 . j A n ú A R 2 0 1 8 M á n u D A G u R2 F R É t t I R ∙ F R É t t A B L A ð I ð
0
8
-0
1
-2
0
1
8
0
4
:3
1
F
B
0
4
0
s
_
P
0
3
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
0
2
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
E
A
D
-7
4
9
4
1
E
A
D
-7
3
5
8
1
E
A
D
-7
2
1
C
1
E
A
D
-7
0
E
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
1
B
F
B
0
4
0
s
_
7
_
1
_
2
0
1
8
C
M
Y
K