Fréttablaðið


Fréttablaðið - 08.01.2018, Qupperneq 30

Fréttablaðið - 08.01.2018, Qupperneq 30
Yndislegur eiginmaður minn og besti vinur, faðir okkar, tengdafaðir, afi og sonur, Haraldur Ragnarsson húsasmíðameistari, Gauksási 49, Hafnarfirði, varð bráðkvaddur á heimili sínu miðvikudaginn 3. janúar. Útförin verður auglýst síðar. Kristín Þóra Sigurðardóttir Árni Mar Haraldsson Ágústa Sigurlaug Guðjónsd. Ívar Örn Haraldsson Lára Björk Bragadóttir Sigurður Ragnar Haraldsson Margrét Eva Einarsdóttir Arnór Gauti Haraldsson Vífill Harðarson Salóme Kristín Haraldsdóttir barnabörn Bjarney Gréta Sigurðardóttir Ástkær móðir, tengdamóðir og amma, Hólmfríður Benediktsdóttir frá Garði í Aðaldal, síðar til heimilis á Barðaströnd 8, Seltjarnarnesi, lést 2. janúar 2018 á Grund, dvalar- og hjúkrunarheimili. Útförin fer fram frá Seltjarnarneskirkju föstudaginn 12. janúar kl. 11.00 fyrir hádegi. Magnús Benedikt Guðjónsson Ólöf Jóna Jónsdóttir Ása Hrönn og Hólmfríður Inga Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Einar Vigfússon Keilusíðu 3a, lést á Þorláksmessu 23. desember. Útför fer fram í kyrrþey að ósk hins látna. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Alzheimersamtökin. Ásta Svanhvít Þórðardóttir, börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. TÍMAMÓT Læknafélag Íslands var stofnað árið 1918 og verður 100 ára núna í janú- ar. Í nýjasta tölublaði Læknablaðsins er stofnun félagsins gerð góð skil. Einnig er fjallað um þema afmælisársins sem er Læknirinn og umhverfið. Bæði er þá vísað til umhverfis læknisins sjálfs og til umhverfisins og breytinga á því vegna hlýnunar jarðar. Vegleg dagskrá verður allt árið um kring en þar má nefna sem dæmi Lista- smiðjur lækna í febrúar, flugukastsnám- skeið í mars og fjallgöngu með FÍFL, eða Félagi fjallalækna í september. „Við erum að reyna að efla félags- andann hjá okkur og samstöðuna. Við verðum að horfast í augu við það sem er að gerast víða og hjá okkur líka. Það er mikið álag á lækna og við erum farin að sjá aukin merki um kulnun í starfi. Þetta er kannski stærsta ógnin sem við sjáum hjá okkur læknum,“ segir formaður Læknafélags Íslands, Reynir Arngríms- son. „Heilbrigðisyfirvöld í öðrum löndum hafa verulegar áhyggjur af þessari þróun. Læknar eru að keyra sig út í vinnu og detta út af vinnumarkaði allt of snemma vegna kulnunar í starfi. Við viljum nota árið til að vekja athygli stjórnvalda á þessari þróun. Það er ekki bara vanda- mál læknisins sem lendir í þessu. Þetta er vandamál fyrir stofnunina sem hann vinnur fyrir og heilbrigðiskerfið í heild sinni.“ Einnig verður lögð áhersla á sjónar- mið lækna í umræðum um umhverfis- og lofslagsbreytingar. „Læknar úti í heimi hafa verið að fylgjast með þessari þróun og reyna að gera sér í hugarlund hvaða áhrif þetta hefur á heilsu eða lýðheilsu. Það sem menn sjá fyrir sér eru til dæmis breytingar á útbreiðslu smitsjúkdóma. Við höfum séð faraldra eins og ebólu og zika síðustu ár í Afríku og Ameríku. En þetta gæti breyst með hlýnun jarðar. Svo er það mengunin og áhrif hennar á heilsufar,“ segir Reynir. „En menn eru einnig að velta fyrir sér hvort það séu tækifæri í þessu, hvort það sé hægt að bregðast við þessu. Við þurfum að nota bílinn minna, fólk færi að hreyfa sig meira og þetta hefur líka áhrif á matvæla- framleiðslu. Það eru þann- ig ýmis neikvæð áhrif, en ef við bregðumst við fyrr en síðar gæti það haft jákvæð lýðheilsuleg áhrif.“ „Dagarnir eru öllum opnir en sérstaklega hvetjum við þá sem hafa áhrif í umhverfismálum að mæta og taka þátt í umræðunni. Ég held það sé mikilvægt fyrir almenning, fræðimenn á öðrum sviðum og ráðamenn að koma og heyra þessi sjónarmið frá læknum. Þetta snýst um svo miklu meira en bara mengun. Þetta snýst um hvernig heil- brigðisþjónustan mun þróast,“ segir Reynir. Á L æ k n a d ö g u m verður mjög fjölbreytt dagskrá en meðal þeirra sem flytja ávörp eru Andri Snær Magnason, Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, doktor Antonty Costello, framkvæmdastjóri Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar og doktor Karine Nordstrand, formaður norsku landssamtakanna Læknar án landamæra. lovisaa@frettabladid.is Læknafélag Íslands fagnar hundrað ára starfsafmæli Umhverfið verður í aðalhlutverki á 100 ára afmæli Læknafélags Íslands. Afmælisárið hefst með pompi og prakt á Læknadögum í Eldborg 15. til 19. janúar þar sem almenningi er boðið að taka þátt í umræðunni um umhverfisvandamál og stöðu heilbrigðiskerfisins. Reynir Arngrímsson, formaður Læknafélags Íslands. mynd/ÞoRkeLL ÞoRkeLsson Úrklippa úr Læknablaði Íslands eftir stofnfund félagsins árið 1918 sem sýnir stofnmeð- limi þess. Læknafé- lagið stefnir á að efla samstöðuna í félaginu á 100. starfsárinu. Stjörnufræðingurinn Galileo Galilei lést þennan dag árið 1642 í Acetri á Ítalíu, 77 ára að aldri. Galileo fæddist þann 15. febrúar 1564 í Pisa, í Toskanahéraði á Ítalíu. Hann hóf læknanám, sneri sér þó fljótlega að stærðfræði og heimspeki og hætti í háskóla árið 1585 án þess að ljúka prófi. Hann hefur verið kallaður faðir nútímastjörnufræði, faðir eðlisfræðinnar og faðir vísinda vegna ótrúlegra uppgötvana sinna. Galileo starfaði lengst af sem stærð- fræðikennari og prófessor og vann að tilraunum með afl- fræði og velti fyrir sér stjörnufræði. Hann smíðaði sjónauka og beindi honum að himintunglunum. Hann var fyrstur manna til að birta niðurstöður vísindalegra athugana á himintunglum gegnum kíki. Hann sá meðal annars höf og fjöll á tunglinu og uppgötvaði fjögur stærstu tungl Júpíters, sem hafa síðar verið kölluð Galileo- tunglin. Hann setti einnig fram kenningar um sólbletti og lenti í deilum við ýmsa sem mótmæltu því sem hann hélt fram enda stönguðust hug- myndir hans á við heimsmynd Aristótelesar og kirkjunnar. Helstu vandræði Galileos sköpuðust þó við það að hann lýsti yfir stuðningi við sólmiðjukenningu Kópernikusar. Hann fékk áminningu frá kirkjunni og var síðar dreginn fyrir rannsóknar- réttinn í Róm sem dæmdi hann í lífstíðarfangelsi fyrir villutrú. Hann var fundinn sekur árið 1633 og dæmdur í lífstíðar- fangelsi en vegna aldurs og slæmrar heilsu mátti hann sitja dóminn af sér í stofufangelsi, sem hann gerði hjá vini sínum, Piccolomini, erkibiskupi í Síena. Þ ETTA G E R ð i ST : 8 . JA N úA R 1 6 4 2 Galileo Galilei lést á Ítalíu 8 . j A n ú A r 2 0 1 8 M Á n U D A G U r14 T Í M A M Ó T ∙ F r É T T A B L A ð i ð tímamót 0 8 -0 1 -2 0 1 8 0 4 :3 1 F B 0 4 0 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 E A D -7 9 8 4 1 E A D -7 8 4 8 1 E A D -7 7 0 C 1 E A D -7 5 D 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 A F B 0 4 0 s _ 7 _ 1 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.