Víkurfréttir


Víkurfréttir - 30.01.2003, Blaðsíða 10

Víkurfréttir - 30.01.2003, Blaðsíða 10
Sl. föstudag var lokaráðstefna AUÐAR í krafti kvenna, og um leið formlegu verkefni slitið. Íslandsbanki var einn af aðal- styrktaraðilum verkefnisins, sem hefur staðið s.l. 3 ár. Þarna hefur verið í gangi ann- að nýsköpunarverkefni, sem fyrst og fremst var beint að konum í landinu. Það sem hrinti þessu verkefni af stað upphaflega var m.a. sú stað- reynd að konum er úthlutað lítilli prósentu af því fjármagni sem Nýsköpunarsjóður Íslands veitir til nýrra verkefna á hver- ju ári. Við frekari könnun kom einnig í ljós að einungis 18% af öllum fyrirtækjum í landinu eru í eigu kvenna, á meðan hlutfallið í Evrópusambands- ríkjunum var 25-33% og í Bandaríkjunum nálægt 40%. Atvinnuþátttaka kvenna á Ís- landi er hinsvegar yfir 80%. Markmiðið með verkefninu var því að stuðla að aukinni þátttöku kvenna í fyrirtækjarekstri, auka hæfni þeirra og þekkingu og um leið sjálfstraust. Aukin atvinnu- þátttaka kvenna eykur síðan að sjálfsögðu á hagvöxt í landinu. Háskólinn í Reykjavík sá um framkvæmd verkefnisins, undir forystu Höllu Tómasdóttur og Guðfinnu Bjarnadóttur, rektors skólans. Íslandsbanki hefur staðið sem öflugur styrktaraðili að þessu verkefni og hefur sent konur í sínu starfsliði á námskeið, sem og nýtt starfskrafta þeirra til kennslu á sjálfum námskeiðun- um. Bankinn hefur á þessu tíma- bili haldið þrjár námstefnur fyrir allar konur í starfsliði bankans, heilsdags ráðstefnur, þar sem þemað laut fyrst og fremst að sjálfstyrkingu kvenna. Um 300- 350 konur sóttu hverja ráðstefnu. Samtals hafa 1480 konur á und- anförnum 3 árum tekið þátt í verkefnum AUÐAR, sem skiptist í 6 verkefni; FramtíðarAUÐUR, leiðtogabúðir fyrir ungar stúlkur, FrumkvöðlaAUÐUR, ítarleg frumkvöðlanámskeið fyrir konur sem hyggjast hefja atvinnurekst- ur, Dæturnar með í vinnuna, þátt- taka stúlkna í vinnudegi fullorð- inna, LeiðtogaAUÐUR, nám- stefna fyrir konur í leiðtogastöð- um, FjármálaAUÐUR, stutt al- menn námskeið fyrir konur sem vilja auka hagnýta fjármálaþekk- ingu og AUÐARverðlaunin, ár- leg ráðstefna þar sem veittar eru viðurkenningar til frumkvöðla- kvenna. Samtals tóku 163 konur þátt í FrumkvöðlaAUÐI. Árangurinn lét ekki á sér standa, en skv. könnun sem var gerð í janúar, þá hafa samtals 51 fyrirtæki verið stofnað af þessum sömu konum og samtals 217 ný störf skapast. Þarna tókst sannarlega að leysa úr læðingi þann auð sem felst í krafti kvenna. Það var ánægjulegt að sjá að það var Suðurnesjakona, Guðbjörg Glóð Logadóttir, sem tók við ein- um af þremur AUÐARverðlaun- unum sl. föstudag, fyrir fyrirtæk- ið sitt Fylgifiskar, sem hún ásamt fjölskyldu hefur stofnað og er staðsett að Suðurlandsbraut 10. Það er enn ánægjulegra að vita til þess verkefnið AUÐUR í krafti kvenna, hefur verið valið eitt af fyrirmyndarverkefnum af fram- kvæmdastjórn Evrópusambands- ins, sem hafði lýst eftir tillögum hvernig auka mætti nýsköpun kvenna. 10 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA! AUÐUR í krafti kvenna: Fylgifiskar Guðbjargar Glóðar verðlaunaðir Mikið framundan á Zetunni Á morgun föstudag munu þeir Stefán Hilmarsson og Eyjólfur Kristjánsson spila á skemmtistaðnum Zetunni frá klukkan hálf tólf til hálf tvö. Gerðar hafa verið gagngerar breytingar á neðri hæð Zetunnar og opnar þar klukkan hálf ellefu. Á næstunni mun finnska hljómsveitin Red Rumb spila á Zetunni en þeir spila ekta írska þjóðlagatónlist. :: helgarlífið á Suðurnesjum 5. tbl. 2003 - 24 pages Kolls 29.1.2003 17:03 Page 10

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.