Víkurfréttir


Víkurfréttir - 30.01.2003, Blaðsíða 16

Víkurfréttir - 30.01.2003, Blaðsíða 16
H jónin Marta Eiríksdóttirog Friðrik Þór Friðriks-son festu kaup á gamla Kaupfélagshúsinu í Sandgerði í lok júlí árið 2002, en húsið er tæpir 400 fermetrar að stærð. Gamla Kaupfélagshúsið hafði staðið autt í eitt ár þegar þau keyptu húsnæðið og síðustu 6 mánuði hafa Marta og Friðrik staðið í endurgerð húsnæðisins. Þau búa í Sandgerði og segja að með því að koma Púlsinum af stað séu þau að láta gamlan draum rætast og um leið að láta eitthvað gott af sér leiða fyrir samfélagið í Sandgerði. Á laugardaginn verður Púlsinnn formlega opnaður og er opið hús fyrir alla frá klukkan 14 - 17. Hvað fær fólk til að fara út í svona framkvæmdir? Við höfum bæði unnið mikið með börnum og unglingum í gegnum tíðina og áttum með okkur leyndan draum um svona stað, þar sem fólk á öllum aldri gæti komið og fengið öðruvísi útrás fyrir kraftinn innra með sér. Okkur fannst vanta svona stað hér á Suðurnesin. Þetta er stórt íbúasvæði með fullt af öflugu fólki og margir fá allt of sjaldan almennilega útrás. Okkur langar til að krydda tilveruna hjá full- orðnu fólki meðal annars með Tangó dansi og okkur langar til að gefa ungu fólki tækifæri til að láta ljós sitt skína í leiklist, dansi, söng eða tónlist. Við veljum að kenna margt í Púlsinum sem er óhefðbundið og fæst ekki annars staðar. Hvernig hefur fólk tekið hug- myndinni að Púlsinum? Við höfum fengið frábærar við- tökur og okkur finnst fólki langa til að taka þátt í þessu ævintýri. Hvað verður nákvæmlega í boði þarna? Þarna verður leiklist, söngur, afró trommu námskeið, afró dans, jógaleikfimi, leikfimi, kraft- ganga, dansspuni, orkudans, tangó, kórskóli m.a. og svo eru ýmis spennandi helgarnámskeið framundan. Þar má fyrst nefna dagsnámskeið með Þorbjörgu Hafsteinsdóttur, næringar- þerapista um nýjar leiðir í heilsu- eflingu og nefnist það Megrun er úrelt! Ole Vildman danskur nám- skeiðshaldari kemur með spenn- andi námskeið sem nefnast Villt hjörtu og Ástareldur, Lone Rud kemur með námskeið fyrir börn og unglinga og svo tónlistarkenn- ara eða aðra sem hafa gaman af tilraunamennsku í tónlist, sem nefnist Stomp og steinar. Sviss- nesk hjón verða með all nýstár- legt námskeið sem nefnist Pulsor en þar er unnið með jöfnun raf- segulsviðs líkamans, nokkurs konar nálastungulækningar án nála. Þetta námskeið er eingöngu fyrir fólk sem er að meðhöndla annað fólk. Annars veitir heima- síðan okkar öllum sem þangað sækja mjög nákvæmar upplýs- ingar um öll námskeiðin www.pulsinn.is Á vefsíðunni er talað um list- ræna mannrækt, hvað er það? Okkur finnst listræn mannrækt felast í leiklistinni, dansinum, söngnum og því að búa til tónlist og auðvitað einnig að mála myndir eða teikna og skrifa. Hver manneskja býr yfir listræn- um hæfileika sem hún þarf að fá útrás fyrir. Það er síðan hennar verkefni að finna út hvaða list- grein hentar. Sumir segja að maður verði aldrei fyllilega glað- ur ef maður fær ekki útrás fyrir hæfileika sína. Hvenær verður fyrsta leiksýn- ingin sett upp? Það verða margar margar litlar leiksýningar í hverri viku á hver- ju námskeiði. Við erum með lítið leiksvið sem hentar litlum sýn- ingum. Annars er hugmyndin að fá aðkeyptar sýningar einnig og uppákomur margskonar. Allt í ofninum! Eruð þið bjartsýn á framtíð- ina? Já, við verðum að vera bjartsýn og jákvæð til þess að fara út í svona framkvæmdir. 16 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA! KRAFTMIKIÐ HÚS Í SAND- GERÐI OPNAR Á LAUGARDAG ATVINNA ALLT HREINT EHF. Lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja 23. janúar sl. Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju föstudaginn 31. janúar klukkan 14. ✝ Torfi Stefánsson, Faxabraut 24, Keflavík. Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir minn, afi og langafi Stefán Torfason, Auður Anna Torfadóttir, Torfi Þór Torfason, Kolbrún Jóna Pétursdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. 5. tbl. 2003 - 24 pages Kolls 29.1.2003 16:51 Page 16

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.