Víkurfréttir - 30.01.2003, Blaðsíða 17
VÍKURFRÉTTIR I 5. TÖLUBLAÐ I FIMMTUDAGUR 30. JANÚAR 2003 I 17
Vegagerðin lækki
hámarkshraða á
Vatnsleysuströnd
Hreppsnefnd Vatnsleysu-strandarhrepps hefurskorað á Vegagerðina
að hún lækki hámarkshraða
á Vatnleysustrandarvegi úr
90 km. Niður í 70 km.
Vegagerðin hefur nýlega sett
upp skilti með 90 km hámarks-
hraða á þjóðvegi nr. 420 þ.e.
Vatnsleysustrandavegi. Það er
álit hreppsnefndar að vegurinn
beri ekki 90 km hámarkshraða
og skorar hún því á Vegagerð-
ina að lækka hámarkshraðann í
70 km., segir í fundargerð
hreppsnefndar á dögunum.
Þriðjudaginn 4. febrúarkl. 17:15-20:30 verðurhaldið námskeið í
Kjarna um gerð viðskiptaá-
ætlana í tengslum við verk-
efnið Nýsköpun 2003, en nú
stendur yfir sérstak þjóðará-
tak.
Íslandsbanki er einn að þeim
aðilum sem koma að verkefn-
inu, ásamt Nýsköpunarsjóði
Íslands, Morgunblaðinu,
Byggðastofnun , KPMG og
Háskólanum í Reykjavík. Una
Steinsdóttir, útibússtjóri Ís-
landsbanka í Keflavík segir Ís-
landsbanka hafa sérstökum
skyldum að gegna gagnvart
litlum og meðalstórum fyrir-
tækjum: „Bankinn leitast til
við að uppfylla þarfir hvers og
eins fyrirtækis fyrir fjármála-
þjónustu en vill á sama tíma
styðja við þau verkefni sem
líkleg eru til að skapa framfarir
og efla fyrirtækin. Með aðild
að Nýköpun 2003 fær Íslands-
banki kærkomið tækifæri til að
taka þátt í að efla íslensk at-
vinnulíf í náinni samvinnu við
fyrirtækin í landinu,“ segir
Una og bætir við að viðskipta-
áætlun sé mikilvægt tæki fyrir
fyrirtæki: „Það að fyrirtæki
setjist niður og geri áætlun um
ákveðna viðskiptahugmynd
getur skipt verulegu máli fyrir
fyrirtækin og afraksturinn
kemur oft á óvart. Mörgum
tekst með þessari vinnu að
forma hugmyndir sínar sem
lengi hafa blundað og tekst svo
í framhaldinu að hrinda í fram-
kvæmd. Vel ígrunduð við-
skiptaáætlun gerir t.a.m. alla
matsvinnu hjá fjármálastofnun
auðveldari. Segja má að við-
skiptaáætlun sé forsenda þess
að bankinn geti tekið afstöðu
til þess hvort hann sé reiðubú-
inn til þess að veita lánsfjár-
magni til verkefnisins, þó að
áætlun geti ein og sér ekki
tryggt aðgang að fjármagni.“
Nýsköpun 2003
námskeið í Kjarna
Íslandsbanki og Nýsköpun
Lögreglan lokaði Vatnsleysu-
strandarvegi um helgina til að
tryggja almannahagsmuni
þegar byssumaður mundaði
vopn sitt á Ströndinni.
Torfi Stefánsson var fæddur
10. september 1925 í Keflavík.
Foreldrar hans voru hjónin
Þórdís Torfadóttir og Stefán
Jóhannesson. Torfi bjó allan
sinn aldur í Keflavík. Systur
Torfa eru Ástríður Guðný Sig-
urðardóttir og Guðný Nanna
Stefánsdóttir. Eiginkona Torfa
var María Auðunsdóttir en þau
slitu samvistum. Börn þeirra
eru Stefán, Auður og Torfi Þór.
Þau búa öll í Keflavik. Einnig
áttu María og Torfi dótturina
Önnu sem dó í frumbernsku.
Torfi á 8 barnabörn og 2
barnabarnabörn. Útför Torfa
fer fram frá Keflavíkurkirkju
kl. 14 á morgun
Ljúflingurinn hann bróðir minn
er farinn. Minningarnar hrannast
upp í huga mér, allt frá því að
hann var lítill drengur, sem allt of
snemma varð föðurlaus en pabbi
okkar drukknaði árið 1930.
Mamma stóð uppi ein með okk-
ur þrjú og oft var þröngt í búi.
Árin liðu við leik og störf, en
störfin komu allt of fljótt. Strax
eftir skóla var hann byrjaður að
vinna og létta undir með heimil-
inu. Torfi fór snemma til sjós og
undi sjómennskunni vel. Síðustu
árin vann hann við fiskverkun.
Vinnuveitendur hans og vinnufé-
lagar báru honum gott orð fyrir
dugnað og ljúfmennsku.
Okkur Torfa samdi vel, þótt ég
fimm árum eldri hafi stundum
þurft að tukta hann til þegar við
vorum börn og unglingar. Með
árunum myndaðist sannur kær-
leikur milli okkar og skilningur á
lífinu. Lífið hans varð ekki dans
á rósum, en hann var alltaf sami
góði drengurinn. Fyrir rúmum
tveimur árum greindist hann
með krabbamein sem vann svo
endanlegan sigur eftir mjög erf-
iða baráttu. Hann átti afar gott at-
hvarf hjá Torfa syni sínum og
Kolbrúnu konu hans í veikindum
sínum en þau reyndust honum
fádæma vel og fyrir það bera að
þakka. Ósk mín er sú að þau
hjón uppskeri eins og þau hafa
sáð.
Ég kveð kæran bróður með þess-
um línum eftir Úlf Ragnarsson.
Ríkir hryggð í huga mér?
það held ég ekki.
En ástæðan er einmitt sú
að allt of vel ég þekkti þig
til þess að hryggjast nú.
Ætti það að þyngja mig
að þú ert laus við hlekki.
Ú.R.
Guð geymi þig vinur. Ég þakka
árin sem við áttum saman.
Ástríður Sigurðardóttir.
MINNING
✝
5. tbl. 2003 - 24 pages Kolls 29.1.2003 17:16 Page 17