Víkurfréttir


Víkurfréttir - 30.01.2003, Blaðsíða 12

Víkurfréttir - 30.01.2003, Blaðsíða 12
12 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA! H jónin Davíð RagnarBjarnason og UnnurKarlsdóttir búa á neðri hæð einbýlishússins að Auðn- um á Vatnsleysuströnd ásamt dóttur sinni Aðalheiði Rut Davíðsdóttur og syni hennar Klemens Frey, fjögurra og hálfs mánaðar gömlum. Síð- astliðið laugardagskvöld var ekki eins og laugardagskvöld sem þau eiga að venjast, en þá tók hálffertugur maður á efri hæð hússins að skjóta af riffli. Þau lýsa atburðar- rásinni þannig: „Sambýlis- kona mannsins kom heim og leit við hjá okkur, en hún var að búa sig til brottfarar til Reykjavíkur. Hún stoppaði hjá okkur í smá tíma með mánaðargamalt barn sitt, en áður en hún lagði af stað á- kvað hún að fara upp til mannsins og kveðja hann,“ segir Davíð sem ákvað þá að fara upp á bílaplanið fyrir ofan húsið: „Þegar ég kom þangað heyrði ég að einhver orðaskipti áttu sér stað. Kon- an kom út úr húsinu stuttu seinna og ég spurði hana hvað hún ætlaði að gera. Þá sagði hún mér að hann ætli að drepa sig og við sáum manninn ganga út úr húsinu og út í hlöðu. Hann kom til baka með riffil og fór aftur inn í húsið. Ég reyndi að kalla til hans og ræða við hann en það þýddi ekkert. Ég tók þá konuna með mér inn til okk- ar og þá heyrðum við fyrsta skothvellinn, en þeir voru mjög háir. Konan varð mjög hrædd um að maðurinn hafi slasað sig og fór út aftur. Þeg- ar hún kom að hurðinni á efri hæðinni þá heyrði hún tvo skothvelli til viðbótar. Hún varð mjög hrædd og við fórum inn til okkar aftur og inn á baðherbergi, þ.e. ég, konan mín, dóttir okkar og sonur hennar ásamt sambýl- iskonu mannsins og barni hennar,“ segir Davíð. Þau voru öll mjög hrædd þegar þau voru komin inn á baðher- bergið, enda heyrðu þau að maðurinn hélt áfram að skjóta. Aðalheiður segir að þau hafi hringt í Neyðarlínuna úr bað- herberginu en þá var klukkan um hálfsjö: „Við hringdum í 112 úr baðherberginu og til- kynntum um að það væri verið að skjóta á efri hæðinni. Við vorum í símasambandi við neyðarlínuna allan tímann sem við vorum á baðherberginu,“ segir Aðalheiður og bætir því við að þau haf i skolf ið af hræðslu og um leið hrædd um að maðurinn kæmi út og færi að skjóta inn um gluggana á neðri hæðinni: „Við náttúru- lega vissum ekkert í hvaða ástandi maðurinn var og ég var mest hræddur um að hann kæmi út og færi að skjóta. Við slökktum öll ljós og myrkvuð- um húsið gjörsamlega,“ segir Davíð og það er erf itt að ímynda sér aðstæðurnar sem voru á staðnum, en þær minna helst á atriði úr hasarmynd. Á meðan þau dvöldu á baðher- berginu flugu allskyns hugsanir í gegnum huga þeirra og Davíð segir að þau hafi heyrt marga skothvelli: „Ég taldi 12-16 skothvelli [innsk. blm. sam- kvæmt upplýsingum Lögregl- unnar í Keflavík var skotið á milli 15-20 skotum inni í íbúð- inni] . Við hrukkum í kút við hvern skothvell og á meðan vorum við í stöðugu sambandi við lögregluna í gegnum síma. Við vorum allan tímann hrædd um að maðurinn kæmi niður því það er innangengt úr efri í- búðinni í þá neðri og aðeins spónaplata sem er á milli.“ Á meðan á þessu gekk ræddu þau um hvernig þau myndu bregð- ast við ef maðurinn kæmi nið- ur. Unnur hélt á dóttursyni sín- um og segir Aðalheiður að hún hafi verið hrædd um barnið: „- Mamma hélt á stráknum og hún var búin að ákveða það að ef maðurinn kæmi niður og myndi byrja að skjóta þá ætl- aði hún að leggjast yfir Klem- ens til að reyna að bjarga hon- um þannig,“ segir Aðalheiður og lítur á Klemens. Davíð segir að þau hafi allan tímann á meðan þau voru á baðherberginu í kolniðamyrkri haldið ró sinni. Þegar maðurinn var búinn að skjóta skotunum inni í íbúðinni fór hann út og keyrði á bíl sínum beint í flasið á lögreglunni sem hafði komið sér fyrir við afleggjarann að húsinu. Á milli sætanna í bíl hans fannst riffillinn sem var 223 kalíbera: „Við heyrðum ekki þegar maðurinn fór út og við einfaldlega héldum að hann hefði slasað sig þegar skot- hvellirnir hættu. Við vorum alltaf í símasambandi við lög- regluna og þegar þeir voru bún- ir að handtaka manninn sögðu þau okkur það. Við urðum strax rólegri þegar við heyrðum það en okkur var sagt að vera áfram inni á baðinu,“ segir Davíð, en þegar lögreglan handtók manninn var sérsveit Ríkislögreglustjóra á leið á vettvang. Hennar hlutverk var að tryggja vettvang því ekki var vitað hvort annað fólk var á efri hæðinni: „Allt í einu er bankað á gluggann og þá sáum við Víkingasveitarmann, en þeir voru að athuga húsið. Ég fór fram og opnaði fyrir þeim og Á VETTVANGI Blaðamenn og ljósmyndarar Víkurfrétta í miðju atburðanna -segir fjölskyldan á neðri hæð íbúðarhússins að Auðnum á Vatnsleysuströnd í viðtali við Víkurfréttir. „Mamma hélt á stráknum og var búin að ákveða það ef maðurinn kæmi niður og myndi byrja að skjóta þá ætlaði hún að leggjast yfir Klemens til að reyna að bjarga honum þannig“ Texti: Jóhannes Kr. Kristjánsson • Myndir: Jóhannes Kr. Kristjánsson og Hilmar Bragi Bárðarson Frá vinstri: Davíð Ragnar Bjarnason, Aðalheiður Rut Davíðsdóttir dóttir þeirra og Unnur Karlsdóttir með ömmubarnið Klemens Frey fjögurra og hálfs mánaða gamlan. 5. tbl. 2003 - 24 pages Kolls 29.1.2003 16:23 Page 12

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.