Víkurfréttir


Víkurfréttir - 30.01.2003, Blaðsíða 20

Víkurfréttir - 30.01.2003, Blaðsíða 20
20 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA! Ó lafur Þór Ólafsson bæj-arfulltrúi Sandgerðis-listans sagði í samtali við Víkurfréttir að hann vildi skoða sameiningu Sandgerðis og Reykjanesbæjar með opn- um huga. Víkurfréttir leituðu til Árna Sigfússonar bæjar- stjóra og spurðu um hans álit á sameiningu sveitarfélag- anna: „Reykjanesbær varð til vegna hugmynda um sameiningu sveitarfélaganna á Suðurnesj- um. Þrjú þeirra sögðu já, önnur ekki á þeim tíma. Það er sjálf- sagt að hafa opinn huga gagn- vart því að fleiri sveitarfélög komi með og mér finnst það mjög skynsamlegt. Ég er t.d. ekki í vafa um að Sandgerði hefur margt að bjóða í slíkri sameiningu og finnst Ólafur vilja skoða þetta með opnum huga, sem þarf að gera. Íbúarn- ir verða þó sjálfir að sjá skyn- semina á bak við þetta,“ sagði Árni og bætti við: „Hið sameinaða sveitarfélag, Reykjanesbær, vinnur nú af krafti við að skipuleggja sig til framtíðar og því brýnt að sveit- arfélögin skoði þetta fljótlega, því auðvitað yrði þá tekið tillit til breytts sveitarfélags í fram- tíðarmyndinni sem við erum að vinna fyrir Reykjanesbæ,“ sagði Árni í samtali við Víkur- fréttir. Sandgerðislistinn stóð fyrir opnum fundi um atvinnumál íSandgerði fimmtududaginn 23. janúar 2003. Fundað var áVeitingahúsinu Vitanum og var bekkurinn þétt setinn, en um 80 manns mættu. Frummælendur voru Ketill Jósefsson for- stöðumaður Svæðisvinnumiðlunar Suðurnesja, Kristján Gunn- arsson hjá Verkalýðs- og sjómannafélagi Keflavíkur og nágrennis og Gunnar Bragi Guðmundsson hjá Ný-fiski ehf. í Sandgerði. Meðal þeirra sem tóku til máls á fundinum voru Árni Ragnar Árnason, Hjálmar Árnason, Þorvaldur Már Árnason, Grétar Mar Jónsson, Böðvar Jónsson, Þorsteinn Árnason, Guðjón Bragason, Lúðvík Bergvinsson, Helga Sigrún Harðardóttir, Drífa Hjartardóttir, Kristján Pálsson, Jón Gunnarsson, Sæmundur Einarsson, Sigurgeir Jónsson og Sigurður Valur Ásbjarnarson. Ólafur Þór Ólafsson oddviti Sandgerðislistans var fundarstjóri. Í lok fundarins var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Opinn fundur Sandgerðislistans haldinn á Veitingahúsinu Vitanum í Sandgerði 23. janúar 2003 hvetur Suðurnesjamenn til aukinnar sam- vinnu til eflingar atvinnulífs á svæðinu. Þingmenn, sveitarstjórnir, fyrirtæki og hagsmunasamtök þurfa að taka höndum saman til að nýta þau sóknarfæri sem bjóðast Suðurnesjum. Sóknarfærin er m.a. að finna í sjávarútvegi, ferðaþjónustu og orkuiðnaði. Þá eru tækifær- in sem fylgja nálægð við alþjóðlegan flugvöll og batnandi samgöng- ur nær óteljandi. Þessi sóknarfæri þarf að nýta!“ Ertu ánægður með borgara- fundinn sem haldinn var í Sandgerði í síðustu viku? Já, ég get ekki annað en verið ánægður með fundinn. Mæting var framar vonum og umræður málefnalegar þó stundum hafi hitnað aðeins í kolunum. En það er bara eðlilegt á opnum fundi þar sem menn eru að ræða um jafn mikilvæg og viðkvæm mál sem atvinnumál. Við hjá Sand- gerðislistanum viljum skapa já- kvæðar og uppbyggilegar um- ræður um málefni bæjarfélagsins og ég tel að við höfum náð því á fundinum. Hver var niðurstaða fundar- ins? Í stystu máli má segja að niður- staða fundarins hafi verið að við Suðurnesjamenn þurfum að tala meira saman. Það kom fram á fundinum að tækifærin eru ótal mörg og að við höfum ekki verið nógu dugleg að nýta þau. Við höfum orku, við eigum land- svæði, við eigum góðar hafnir, það er stutt á miðin og það er al- þjóðlegur flugvöllur í bakgarðin- um hjá okkur. Við eigum það öll sameiginlegt, sama hvað við ger- um eða hvar við stöndum í póli- tík, að vilja sjá hag Suðurnesj- anna sem bestan. Við þurfum að vinna enn betur saman að þessu sameiginlega markmiði. Telurðu vera meira fylgi við hugmyndum um sameiningu Sandgerðisbæjar og Reykja- nesbæjar nú en áður? Ég verð að viðurkenna að ég geri mér ekki grein fyrir því hvort sameiningarmál sveitarfélaga brenni heitar á fólki nú en áður. Ég verð a.m.k. ekki var við meiri umræðu um þessi mál meðal bæjarbúa. Vill Sandgerðislistinn samein- ingu? Sandgerðislistinn hefur ekki tek- ið afstöðu með eða á móti sam- einingu Sandgerðisbæjar við önnur bæjarfélög. Í málefna- vinnu fyrir síðustu kosningar var þetta rætt en án þess þó að listinn tæki formlega afstöðu í málinu. Sameiningarmál eru því ekki á stefnuskrá listans eins og er. Er það ekki eðlilegt skref að sveitarfélög sameinist, sérstak- lega þegar svona er ástatt fyrir sveitarfélaginu? Þó svo að staðan í atvinnumálum í Sandgerði sé ekki til fyrirmynd- ar er það þó ekki þannig að sveit- arfélagið sé á heljarþröm. Mörg sveitarfélög eru t.d. verr sett fjár- hagslega en Sandgerðisbær. Þá er sú þjónusta sem bæjarfélagið veitir íbúum sínum að mörgu leyti mjög góð. En það eru vissulega blikur á lofti og við verðum að vera vakandi fyrir því að verja hag sveitarfélagsins. Í því sambandi verðum við að skoða alla möguleika og einn gæti hugsanlega verið sameining við annað sveitarfélag. Það eru þó alltaf íbúar Sandgerðisbæjar sem taka þá ákvörðun á endan- um. Munt þú beita þér fyrir því að sameiningarviðræður við Reykjanesbæ hefjist? Nei, ég mun ekki beita mér fyrir sameiningu eins og staðan er í dag en er hins vegar til í að skoða málin og ræða þau. Ákvörðun með eða á móti sameiningu hlýt- ur að grundvallast á því hvort framtíðarhagur Sandgerðinga batni við hana. Ég er aftur á móti tilbúinn til að beita mér fyr- ir öflugri samvinnu sveitarfélag- anna, sérstaklega ef það getur orðið til þess að bæta stöðuna í atvinnumálum. „Ákvörðun með eða á móti sameiningu hlýtur að grundvallast á því hvort framtíðarhagur Sandgerðinga batni við hana“ Árni Sigfússon, bæjarstjóri í Reykjanesbæ: Sameiningarmál þarf að skoða Hvatt til aukinnar samvinnu - segir Ólafur Þór Ólafsson oddviti Sandgerðislistans í viðtali við VF Salur FjölbrautaskólaSuðurnesja var þéttset-inn í morgun þegar nemendur skólans æfðu hvatningarsöngva fyrir Gettu betur, spurningar- keppni framhaldsskóla á Ís- landi. Lið FS er komið í 8- liða úrslit keppninnar og keppa þar við Menntaskól- ann við Sund í Sjónvarpinu í mars en það er orðið töluvert langt síðan FS komst svo langt í keppninni. Bæði Morfís- og Gettu betur liðin voru kynnt þeim nem- endum skólans sem ekki þekktu til þeirra og einnig var kynnt nýtt nemendaráð skól- ans sem tók til starfa í byrjun annar. Kristín Magnúsdóttir, fulltrúi FS í söngvakeppni framhaldsskóla, tók lagið í lokin við mikla hrifningu viðstaddra. VF-mynd: SævarS Hvatningarsöngvar æfðir í FS Ólafur Þór með son sinn Júiíus Viggó. 5. tbl. 2003 - bls. 20-24 29.1.2003 17:21 Page 20

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.