Víkurfréttir - 13.02.2003, Blaðsíða 2
2 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!
Þrjátíu og sex ára þota af gerðinni B727-100 hafði viðdvöl á
Keflavíkurflugvelli sl. fimmtudag en þotan hét upphaflega
Gullfaxi og var í eigu Flugfélags Íslands. Var hún fyrsta þotan
sem Íslendingar eignuðust og kom hingað til lands sumarið
1967. Þotan er nú í eigu flutningafyrirtækisins UPS og sinnir
fraktflutningum.
Kennsluvikan 17. til 21.febrúar verður með mjögóhefðbundnu sniði í Tón-
listarskóla Reykjanesbæjar.
Hið venjubundna skólastarf
verður þá brotið upp og efnt til
ýmis konar annarrar tónlistar-
upplifunar en venjulegrar tón-
listarkennslu. Þessi vika hefur
fengið heitið „Opin vika“.
Fyrirkomulag kennslunnar verð-
ur tvíþætt. Annars vegar eiga
nemendur að mæta í ákveðna
skyldukúrsa sem tengjast beinlín-
is hljóðfæranámi þeirra og/eða
þeirri deild sem þeir tilheyra í
skólanum. Hins vegar velja nem-
endur sér a.m.k. einn annan kúrs
og er þar um nokkra valmögu-
leika að ræða. Það sem nemend-
um verður meðal annars boðið
upp á sem valgrein er tónlistar-
iðkun sem kallast „Stomp“,
dansstílarnir Afro og Freestyle,
nemendum býðst að fá að kynn-
ast ástralska frumbyggjahljóð-
færinu Didgeridoo og bjöllukór
verður á boðstólum.
Leiðbeinendur í opnu vikunni
verða nokkrir af okkar bestu og
reyndustu listamönnum eins og
til dæmis Jónas Ingimundarson,
píanóleikari, Jóhann Ásmunds-
son bassaleikari sem þekktastur
er sem meðlimur hljómsveitar-
innar Mezzoforte auk ýmissa
jazzhljómsveita, Emilía Jónsdótt-
ir, danskennari, Garðar Cortes,
óperusöngvari og Tatu Kanto-
maa, harmónikuleikari. Einnig
munu nokkrir af kennurum skól-
ans verða virkir leiðbeinendur, en
aðrir kennarar verða leiðbeinend-
um til aðstoðar.
Fyrir utan þetta verða haldnir
nemendatónleikar í nokkrum af
stofnunum Reykjanesbæjar.
Opnu vikunni lýkur svo með
dagskrá í Kirkjulundi á Degi tón-
listarskólanna, laugardaginn 22.
febrúar, þar sem afrakstur Opnu
vikunnar verður opinberaður
áheyrendum.
Vegna meira atvinnuleys-is en búist var við ákvaðríkisstjórnin að verja 6,3
milljörðum króna til ýmissa
vegaframkvæmda umfram
þau flýtiverkefni sem ákveðið
hefur verið að ráðast í. Meðal
annars verður 500 milljónum
króna varið til Suðurstrand-
arvegar á Reykjanesi.Að sögn
Hjálmars Árnasonar, varafor-
manns samgöngunefndar, er
vegurinn að koma úr um-
hverfismati og ætti fram-
kvæmdin að geta farið í útboð
mjög fljótlega. Hjálmar segir
500 milljónirnar sem komu til
verks í dag séu til viðbótar við
það fé sem áður hefur verið
úthlutað til verksins. Það að
Suðurstrandarvegur sé lagður
á sama tíma og unnið er að
tvöföldun Reykjanesbrautar
sé mikið hagsmunamál fyrir
Suðurnesjamenn.Vegurinn
komi sér vel bæði frá sjónar-
miðum atvinnu og ferðaþjón-
ustu.
Í samtali við Víkurfréttir átti
Hjálmar jafnframt von á að
framkvæmdir við Ósabotnaveg
milli Hafna og Sandgerðis
hæfust á vormánuðum. Að-
spurður um aðstöðu lögreglunn-
ar á Keflavíkurflugvelli, sagðist
Hjálmar hafa rætt málið við ut-
anríkisráðherra í morgun. Ljóst
sé að byggja þurfi stjórnsýslu-
hús við Leifsstöð og það verk-
efni er komið í góðan farveg.
Slík framkvæmd yrði einnig
sprauta fyrir atvinnulífið á Suð-
urnesjum, sem og bygging 2500
fermetra nýbyggingar Fjöl-
brautaskóla Suðurnesja sem
senn verður boðin út.
Önnur verkefni sem ríkisstjórn-
in ætlar að verja fjármagni til,
má nefna að m.a. verða settar
1000 milljónir til vegafram-
kvæmda á höfuðborgarsvæðinu,
1000 milljónir til framkvæmda
á norðaustursvæðinu, 500 millj-
ónir í Suðurstrandaveg á
Reykjanesi, 200 milljónir í veg
um Hellisheiði, 200 milljónir í
Gjábakkaveg, 1000 milljónir í
vegagerð á Vestfjörðum, 200
milljónir í Þverárfjallsveg og
500 milljónir til gangagerðar
undir Almannaskarð. Þá verða
700 milljónir settar í atvinnu-
átak á vegum Byggðastofnunar
og 1000 milljónir til byggingar
menningarhúsa á Akureyri og í
Vestmannaeyjum.
Til að fjármagna þetta verða öll
bréf ríkisins í Búnaðarbanka og
Landsbanka og Íslenskum aðal-
verktökum seld á markaði. Talið
er að áætlaðar tekjur af því
verði um 5 milljarðar króna.
Tónlistarskóli Reykjanesbæjar:
Opin vika og Dagur tónlistarskólanna
500 milljónir í Suðurstrandarveg
Stórhýsi byggð og vegir lagðir til að bregðast við atvinnuleysi:
- Ósabotnavegur í vor og 2500 fermetra fjölbrautaskóli
Gullfaxi í heimahögum!
Bónusverslun munverða opnuð í versl-unarhúsnæði því sem
verslunin Hagkaup hefur
notað í Njarðvík eftir einn
til tvo mánuði. Bónusbúðin
í Reykjanesbæ verður með
stærri verslunum keðjunn-
ar eða svipuð að stærð og
Bónus í Holtagörðum. Frá
þessu er greint á Suður-
nesjasíðu Morgunblaðsins í
dag.
Verslunin Hagkaup tilkynnti í
síðasta mánuði lokun í
Njarðvík og að öllu starfs-
fólki yrði sagt upp störfum.
Unnið verður að endurbótum
á húsnæðinu og mun Bón-
usverslun verða opnuð þar
þegar þeirri vinnu er lokið, í
síðasta lagi 1. apríl, að sögn
Guðmundar Marteinssonar,
framkvæmdastjóra Bónuss.
BÓNUS TIL
NJARÐVÍKUR
Aðfaranótt mánudags varbifreið stolið frá Vallar-götu í Keflavík. Bifreiðin
er ný-uppgerð rauð Nissan
100NX fólksbifreið árgerð
1993. Lögreglan leitar enn bif-
reiðarinnar og eru þeir sem
geta gefið upplýsingar um af-
drif hennar beðnir um að hafa
samband við lögregluna í síma
420-2400 eða í síma 112.
Bifreið stolið frá Vallargötu
Torfa Stefánssonar,
Faxabraut 24,
Keflavík.
Innilegar þakkir til allra þeirra sem
sýndu okkur samúð og hlýhug við
andlát og útför, föður okkar,
tengdaföður, afa og langafa
Stefán Torfason,
Auður Anna Torfadóttir,
Torfi Þór Torfason, Kolbrún Jóna Pétursdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
andaðist á hjúkrunarheimilinu Víðihlíð, Grindavík,
fimmtudaginn 6. febrúar.
Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju
föstudaginn 14. febrúar kl. 14.
Hólmfríður Guðmundsdóttir,
Kirkjuvegi 15,
Keflavík
Árni Þ. Þorgrímsson,
Helga Árnadóttir, Árni Árnason,
Þorgrímur St. Árnason, Ásdís M. Óskarsdóttir,
Eiríka G. Árnadóttir, Þórður M. Kjartansson,
Ragnheiður E. Árnadóttir, Guðjón I. Guðjónsson
og barnabörn.
✝
Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir og amma,
7. tbl. 2003 - 32 pages 12.2.2003 18:15 Page 2