Víkurfréttir


Víkurfréttir - 13.02.2003, Page 4

Víkurfréttir - 13.02.2003, Page 4
HAFNARGATAN er að deyja! Verslanir leggja upp laupana og þjónustan hverfur úr sveitarfélag- inu. Á meðan þetta er að gerast koma bæjaryfirvöld með framtíðarsýn sem mið- ar eingöngu að því að skreyta götuna sjálfa. En er það nóg? Mörg húsanna á Hafnargötunni eru beinlínis ljót. Til að fegra þessa verslunargötu Suðurnesja þarf að huga að heildinni. Það þarf að laga og fegra húsin sem standa við göt- una. Það er ekki nóg að hola niður trjám og skreyta stéttar. Það er heildarmyndin sem skiptir máli. OG HVERNIG væri að koma fyrir menningarleg- um reitum á Hafnargötuna? Kallinum er spurn af hverju þjónustumiðstöð ferðamála sé staðsett í bókasafninu. Væri ekki sniðugra að koma þessari nauðsynlegu skrifstofu fyrir á Hafnargötunni? Túristar leita til slíkra upplýsingaskrifstofa og án efa myndi það virka söluhvetjandi að staðsetja slíka miðstöð nálægt verslunum. Kallinn efast um að út- lendingarnir sem koma í Reykjanesbæ ákveði að leigja sér bók þegar þeir loksins finna upplýsinga- miðstöð ferðamála. Þeir gætu hinsvegar ákveðið að kaupa sér föt, listaverk eða pylsu og kók ef skrif- stofan væri staðsett nálægt verslunum. Og einmitt þannig lifnar líf á Hafnargötunni. FRJÁLSLYNDI flokkurinn hefur fína stefnu í sjávarútvegsmálum, en hvaða stefnu hefur hann í öðrum málum? Af málflutningi forsvarsmanna flokksins að dæma hefur ekki verið mörkuð stefna í öðrum málaflokkum. Gunnar Örlygsson forsvars- maður Ungra Frjálslyndra skrifar kostulega grein í Vestmannaeyjablaðið Fréttir frá 6. febrúar sl. Grein- in ber yfirskriftina „Hrói höttur - Bréf til unga fólksins“ og segist höfundur ætla að skrifa um mannauðinn og sjávarauðlindina - sem hann kallar tvær mikilvægustu auðlindir okkar. Hann minnist varla á mannauðinn, heldur skammast út í Sjálf- stæðisflokkinn og Hannes Hólmstein Gissurarson og kennir kvótakerfinu og hringamyndun í atvinnu- lífinu um slæm kjör unga fólksins. Í lok kaflans um mannauðinn segir hann helsta markmið Frjálslynda flokksins að búa öldruðum áhyggjulaust ævikvöld. Síðari hluti greinarinnar fjallar síðan um helsta bar- áttumál flokksins - afnám kvótakerfisins. Ef að málflutningur forsvarsmanna flokksins verður á þessa leið er barátta þeirra vonlaus. Það þarf heild- stæða stefnu í öllum helstu málum. Kallinn hvetur alla til að lesa þessa grein því hún lýsir fátæklegri hugmyndafræði F-flokksins á ansi góðan hátt. FRÁBÆRT að Suðurstrandarvegur sé nú væntan- legur, en er engin kosningalykt af þessu? Sjáið til - nú munu þingmennirnir koma í hrönnum og segja að nú sé verið að vinna bug á atvinnuleysinu. En hverjir fá þessa vinnu? Eru það konur? Eru það kannski bara gröfu- og vörubílakallar? KRISTJÁN Pálsson fær aldrei leyfi miðstjórnar Sjálfstæðisflokksins til að bjóða fram undir merkj- um DD. Það er ljóst. En Kristján á að sjálfsögðu að bjóða fram sérframboð og það er trú Kallsins að hann myndi ná inn á Alþingi. Það er staðreynd að Kristján er að týna töluvert af atkvæðum af Sjálf- stæðisflokknum og það fer í „pirrurnar“ á forsvars- mönnum flokksins. Það var farið illa með Kristján af kjörnefndinni og nú er rétti tíminn til að hefna alls þess sem á hans hlut var gert í óþökk kjósenda. Forsvarsmenn Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjör- dæmi þurfa að skilja það að það er ekki farið illa með menn sem hafa starfað um árabil fyrir flokkinn og njóta virðingar kjósenda. Kristján - sprengdu þig inn á þing! MÖGULEIKAR Kristjáns eru náttúrulega gríðar- legir því hann getur komist í ríkisstjórn. Miðað við síðustu skoðanakönnun Fréttablaðsins fær Samfylk- ingin 29 þingmenn og ef það yrði niðurstaða kosn- inganna þyrfti ekki nema 3 menn til að mynda meirihluta. Kristján kæmi þar sterkur inn og hugs- anlega 2 frjálslyndir. Semsagt ríkisstjórn sérfram- boðs Kristjáns Pálssonar, Samfylkingar og Frjáls- lynda flokksins. FRÁBÆRT framtak hjá Samkaupsmönnum að ætla í samkeppni við Bónus í Reykjavík. En þurfa þeir ekki að líta sér aðeins nær? Með tilkomu Bón- uss að Fitjum er ljóst að gríðarleg samkeppni verður á milli Kaskó og Bónuss. Samkaupsmenn eru greinilega tilbúnir í þá baráttu, en mikilvægt er að hlúð verði Kaskó búðinni og leiðir farnar sem við- skiptavinirnir verða ánægðir með. Og án efa munu Samkaupsmenn standa sig fyllilega í þeim efnum. Áfram Kaskó! Kveðja, Kallinn@vf.is 4 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA! VÍKUR FRÉTTIR VÍKUR FRÉTTIR Útgefandi: Víkurfréttir ehf. kt. 710183-0319, Grundarvegi 23, 260 Njarðvík Sími 421 0000 (15 línur) Fax 421 0020 Ritstjóri og ábm.: Páll Ketilsson, sími 421 0007, pket@vf.is Fréttastjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, sími 421 0002, hbb@vf.is Sölu- og markaðsstjóri: Jónas Franz Sigurjónsson, sími 421 0001, franz@vf.is Auglýsingar: Kristín Njálsdóttir, sími 421 0008 kristin@vf.is, Jófríður Leifsdóttir, sími 421 0009 jofridur@vf.is Blaðamenn: Jóhannes Kr. Kristjánsson sími 421 0004 johannes@vf.is Sævar Sævarsson, sími 421 0003 saevar@vf.is Hönnunarstjóri: Kolbrún Pétursdóttir, kolla@vf.is Hönnun/umbrot: Kolbrún Pétursdóttir, kolla@vf.is, Stefan Swales, stefan@vf.is Skrifstofa: Stefanía Jónsdóttir, Aldís Jónsdóttir Útlit, umbrot og prentvistun: Víkurfréttir ehf. Prentvinnsla: Prentsmiðjan Oddi hf. Dreifing: Íslandspóstur Dagleg stafræn útgáfa: www.vf.is og vikurfrettir.is Aðrir fjölmiðlar Víkurfrétta ehf. eru: VF - Vikulega í Firðinum Tímarit Víkurfrétta, The White Falcon, Kapalsjónvarp Víkurfrétta. MUNDI Reykjanesbær brúaði heimsálfur á Reykjanesi, ríkis- stjórnin tengir saman kjördæmið með Suðurstrandarvegi Kallinn á kassanum Fundur um stefnumótun þjóðkirkjunnar í Kirkjulundi í Keflavík Dr. Guðfinna S. Bjarna-dóttir rektor Háskólansí Reykjavík fjallar um stöðu þjóðkirkjunnar í Kirkjulundi í Keflavík fimmtudaginn 13. febrúar kl. 20:30. Þjóðkirkjan er að vinna að stefnumótun á vormisseri og Guðfinna mun fjalla um svo kallaða SVÓT- könnun, þar sem komið er inn á styrkleika, veikleika, tækifæri og það sem ógnar þjóðkirkjunni. Guðfinna, sem er Keflvíkingur, hefur lokið námi frá Kennara- háskóla Íslands, B.A. prófi í sálfræði frá Háskóla Íslands og meistara og doktorsprófi í sál- fræði frá West Virginia Uni- versity. Allt áhugafólk um mál- efni þjóðkirkjunnar er velkom- ið á fundinn. Kaffiveitingar verða í boði sóknarnefndar. Kanna áhuga á strætóferðum um helgar í Reykjanesbæ Reykjanesbær í samstarfivið SBK vill kannamöguleika á að bæta við strætóferðum í Reykjanesbæ um helgar, þ.e. á laugardögum og sunnudögum. Gert er ráð fyrir tveimur til fjórum ferð- um á dag til að byrja með. Bæjaryfirvöld hafa formlega óskað eftir ábendingum íbúa um á hvaða tíma dags hentugast er að ferðir séu farnar. Ábendingar berist til Reykjanesbæjar í síma 421-6706 eða á netfangið stra- eto@reykjanesbaer.is 7. tbl. 2003 - 32 pages 12.2.2003 17:43 Page 4

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.