Víkurfréttir - 13.02.2003, Síða 6
6 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!
Árið 2001 fóru systurnar á nám-
skeið fyrir leiðbeinendur og
áhugafólk um reiðþjálfun fatl-
aðra sem haldið var í Skagafirði,
mekka hestamanna á Íslandi. Þær
fóru á námskeiðið að frumkvæði
Hestamannafélagsins Mána og
Þroskahjálpar á Suðurnesjum og
þær voru mjög ánægðar með
námskeiðið: „Við viljum vekja
athygli á reiðþjálfun fyrir fatlaða
einstaklinga og vonum að fleiri
foreldrar kynni sér þennan val-
kost fyrir börn sín,“ segja syst-
urnar.
Eins og áður segir er öll fjöl-
skyldan á kafi í hestamennsku og
litla systir stelpnanna Margrét
Lilja hefur alist upp í hesthúsun-
um á Mánagrund, en hún er 11
ára gömul: „Hestamennskan er
aðaláhugamál fjölskyldunnar og
við förum upp í hesthús á hverj-
um degi. Það fara margir klukku-
tímar í hestamennskuna á hverj-
um degi, en þetta er bara svo
svakalega skemmtilegt.“
Eftir að systurnar fóru á nám-
skeiðið í Skagafirði fóru þær,
ásamt hestamannafélaginu Mána
og Þroskahjálp á Suðurnesjum
að kynna reiðnámskeið fyrir fatl-
aða. Þær urðu varar við mikinn
áhuga foreldra fatlaðra barna á
námskeiðinu og sá fyrsti sem
kom á námskeið til þeirra var
einhverfur drengur sem heitir
Bergur Edgar Kristinsson og býr
í Reykjanesbæ. Systurnar segja
að það sé mjög gefandi að vinna
með fötluðum börnum og segja
sérstaklega gaman að sjá hvernig
þau breytast við það að fara á
hestbak: „Maður sér hvað börnin
ljóma um leið og þau koma inn í
hesthúsið. Þeim finnst þetta rosa-
lega gaman og vita nákvæmlega
hvað þau eru að fara að gera þeg-
ar þau koma í hesthúsið.“
Hestar eru skynsöm dýr og syst-
urnar segja að hestarnir séu ró-
legri þegar börn fara á bak þeim:
„Við erum með mjög góða hesta
fyrir börnin og þeir eru mjög ró-
legir þegar þau eru á baki. Börn-
in umgangast hestana líka áður
en þau fara á bak, hjálpa t.d. við
að kemba þeim, gefa þeim og
hreinsa til eftir þá. Barnið kemst
því í töluverða snertingu við
hestinn áður en það fer á bak,“
segja systurnar og það er greini-
legt að þær hafa mjög gaman af
þjálfuninni.
Fatlaður einstaklingur sem fer í
reiðþjálfun styrkir vöðva sína
verulega með þesskonar þjálfun:
„Við reiðþjálfun á hesti kemst
hreyfing á allan líkamann og við
það styrkjast vöðvarnir, en
þjálfunin hentar líka mjög vel til
þess að styrkja vöðvana við og
um hrygginn,“ segir Sóley.
Reiðþjálfun fatlaðra hefur aukist
töluvert síðustu árin og segja
systurnar að þjálfunin sé á mikilli
uppleið þó hún hafi hingað til
ekki verið mjög þekkt hér á
landi: „Við ætlum að halda þess-
ari þjálfun áfram og vonum bara
að við fáum fleiri börn til okkar,“
segja systurnar en þær stunda
báðar nám við Fjölbrautaskóla
Suðurnesja. Sóley hyggur á nám
við Íþróttaháskólann á Laugar-
vatni og Elva hefur mikinn hug á
að læra tannlækningar: „Elva
systir ætlar að verða tannlæknir
þannig að hún hafi nægan tíma
til að sinna hestunum. Eftir að ég
klára íþróttaháskólann gæti ég
vel hugsað mér að fara til Noregs
í nám tengt reiðþjálfun fatlaðra,“
segir Sóley brosandi og það er
greinilegt að þær systur gera ráð
fyrir hestamennskunni í framtíð-
aráformum sínum.
Ástvaldur RagnarBjarnason er fjölfatlað-ur 10 ára drengur sem
býr í Sandgerði. Ástvaldur er
bundinn við hjólastól, en hann
þjáist af Cerebral Palsy (CP)
hreyfihömlun sem orsakast af
óafturkræfum skemmdum á
heila, sem verða áður en hann
nær fullum þroska. Þessar
skemmdir geta orðið fyrir, í
eða á fyrstu árum eftir fæð-
ingu Hreyfingar Ástvaldar
eru spastískar og hefur hann
litla stjórn á þeim. Ástvaldur
stundar nám við Grunnskól-
ann í Sandgerði þar sem hann
nýtur liðsinnis stuðningsfull-
trúa. Foreldrar Ástvaldar eru
Hafdís Jóhannsdóttir og
Bjarni Ástvaldsson.
Hafdís segir að það að stunda
hestamennskuna gefi honum
mjög mikið og hún segir að
hann ljómi um leið og hann
finni hestalyktina: „Ástvaldur
byrjaði á reiðnámskeiðinu hjá
Sóley og Elvu í janúar og frá
upphafi hefur hann haft mikinn
áhuga á þessu. Hann er ekkert
hræddur við hestinn og hjálpar
til við að kemba honum og er
mikið í kringum hann.“
Ástvaldur getur tjáð sig og segir
Hafdís að þeir sem ekki þekkja
hann eigi stundum erfitt með að
skilja hvað hann er að segja.
Bergur Edgar Kristinssoner einhverfur drengursem hefur stundað reið-
þjálfun um nokkurt skeið og
síðustu tvö árin hefur hann
verið í þjálfun hjá Sóleyju og
Elvu. Foreldrar Bergs eru
Kristinn Edgar Jóhannsson og
Inga Sveina Ásmundsdóttir.
Bergur er 7 ára gamall en
hann hóf reiðþjálfun fyrir
þremur árum síðan hjá Ástu
Pétursdóttur í Fáki. Þá var
hann keyrður einu sinni í viku
til Reykjavíkur í þjálfun þá 4
ára gamall. Inga Sveina segir
að Bergur fari í reiðþjálfun
einu sinni í viku: „Honum
finnst þetta alveg meiriháttar
og hann getur varla beðið eftir
að komast á hestbak. Þetta er
mjög gott fyrir hann félagslega
og líkamlega og ómissandi
þáttur í hans lífi.“
Fjölskylda Ingu Sveinu hefur
verið mikið í hestamennsku og
Bergur kynntist hestamennsk-
unni þar. Inga segir að Bergur
hafi þroskast mikið á því að um-
gangast hestana og að hann hafi
sýnt framfarir á mörgum sviðum:
„Hann vildi sjálfur umgangast
hestana og fara á bak og það er
algjört grunnatriði að börnin vilji
það sjálf. Þegar hann byrjaði
gerðum við okkur vonir um að
hann myndi styrkja vöðvana í
kringum mjaðmagrindina og
bæta þannig göngulag hans. Við
litum svo á að allt annað væri
uppbót eins og kom á daginn, því
hann sýndi miklar framfarir í
máli sem við gerðum ekki ráð
fyrir. Um leið og hann var farinn
á bak var hann farinn að tala og
má segja að í byrjun hafi um
80% orðaforða hans tengst hest-
húsinu og hestamennskunni, en
þá var málið reyndar mjög stutt á
veg komið. Einhverfan gerir það
að verkum að skynjun hans lok-
ast stundum en í kringum hest-
ana eykst skynjunin til muna og
til að upplifa hestana neyðist
hann til að „opna“. Við sjáum að
hann hefur fundið í hesta-
mennskunni hluti sem veita hon-
um gleði og félagsskap sem mun
styrkja hann í samskiptum sem
eru svo slök hjá einhverfum.
Bergur hefur eignast góðan vin
sem hlustar á hann og hann hefur
einnig eignast áhugamál sem er
mjög mikilvægt því það er ekki
létt líf að vera fatlaður í ófatlaðri
veröld,“ segir Inga og bætir við
að hann verði áfram í þjálfun hjá
stelpunum: „Þær eru að gera frá-
bæra hluti og fyrir mig sem móð-
ur einhverfs barns er það mikil-
vægt að svona þjónusta sé í boði
hér á Suðurnesjum,“ segir Inga
að lokum.
Reiðþjálfun fatlaðra hefur aukist töluvert síðustu árin:
Bergur Edgar 7 ára drengur úr Keflavík:
Ástvaldur Ragnar er 10 ára úr Sandgerði:
Gefandi að starfa með
fötluðum í hestamennsku
Systurnar Sóley og Elva Björk Margeirsdætur eru í hestamennsku ásamt allri fjölskyldunni, enþau starfa mikið með hestamannafélaginu Mána. Foreldrar þeirra eru þau Margeir Þorgeirssonog Ástríður Lilja Guðjónsdóttir en þau eru kunnir hestamenn og m.a. er Margeir formaður
hestamannafélagsins Mána og Ástríður formaður æskulýðsdeildar félagsins. Þær systur nota allan
sinn frítíma í hesthúsunum og þeim leiðist ekki. Þær hafa verið með reiðþjálfun fyrir fötluð börn og
síðustu 2 árin hafa þær þjálfað Berg Kristinsson 9 ára, en hann er einhverfur. Systurnar hafa tekið að
sér þjálfun tveggja fatlaðra einstaklinga til viðbótar og þær segja að starfið sé mjög gefandi: „Þetta er
rosalega gaman og mjög gefandi starf,“ segja systurnar en þær nota sérsmíðaðan hnakk sem smíðað-
ur er af Erlendi Sigurðssyni söðlasmið en hnakkurinn er sérstaklega ætlaður fötluðum börnum.
Kiwanisklúbburinn Keilir gaf hestamannafélaginu Mána hnakkinn.
Getur varla beðið eftir
að komast á hestbak
Ljómar um leið og hann f
Te
xt
i o
g
m
yn
di
r:
Jó
ha
nn
es
K
r.
K
ris
tjá
ns
so
n
•
jo
ha
nn
es
@
vf
.is
Eftir að systurnar fóru á námskeiðið í Skagafirði fóru þær,
ásamt hestamannafélaginu Mána og Þroskahjálp á
Suðurnesjum að kynna reiðnámskeið fyrir fatlaða.
„Einhverfan gerir
það að verkum að
skynjun hans lokast
stundum en í kring-
um hestana eykst
skynjunin til muna
og til að upplifa
hestana neyðist
hann til að „opna“
á skynjunina.“
„Þegar Ástvaldur
liggur á hestinum
nær hann alveg
að slaka á. Hann
liggur á maganum
og leggur vangann
á hestinn.“
„Maður sér hvað börnin ljóma um leið og þau koma inn í hest-
húsið. Þeim finnst þetta rosalega gaman og vita nákvæmlega
hvað þau eru að fara að gera þegar þau koma í hesthúsið.“
7. tbl. 2003 - 32 pages 12.2.2003 17:46 Page 6