Víkurfréttir


Víkurfréttir - 13.02.2003, Síða 7

Víkurfréttir - 13.02.2003, Síða 7
VÍKURFRÉTTIR I 7. TÖLUBLAÐ I FIMMTUDAGUR 13. FEBRÚAR 2003 I 7 Ívar Egilsson er 9 ára gamallen hann er með erfðagallasem nefnist Prader Wille heilkenni. Fötlun Ívars lýsir sér á marga vegu, bæði andlega og líkamlega. Ívar stundar nám í Gerðaskóla og er í 3ja bekk þar sem hann er með jafnöldr- um sínum og nýtur líka stuðn- ingskennslu. Ívar hefur verið mjög virkur með íþróttafélag- inu Nes og meðal annars varð hann í fyrsta sæti í liðakeppni og í einstaklingskeppni í Boccia fyrir stuttu. Foreldrar Ívars eru Egill Egilsson og Gunnrún Theodórsdóttir. Ívar er búinn að vera í reiðþjálfun hjá Sóley og Elvu frá því í janúar og hann er mjög ánægður og áhugasamur um hestana. Egill faðir hans segir að þau sjái mjög jákvæðar breytingar á Ívari og að þessi þjálfun sé stór þáttur í að honum líði vel: „Reiðþjálfun- in stuðlar að betra andlegu jafn- vægi hjá Ívari og hann lærir að umgangast hesta og auðvitað að sitja þá. Vegna fötlunar hans eru vissir vöðvar slakir og með þjálfuninni styrkjast vöðvar hans sem er mjög mikilvægt,“ segir Egill. Síðasta sumar var Ívar í tvær vik- ur hjá frænda sínum á Raufar- höfn þar sem hann umgekkst hesta sem frændi hans á. Egill segir að áhugi Ívars hafi kviknað þar á hestamennskunni: „Hann var mikið í kringum hestana hjá frænda sínum og hann hefur m.a. sagt okkur að hann eigi smá hlut í þeim,“ segir Egill og hlær. Eins og áður segir hefur Ívar mikinn áhuga á hestum og reið- þjálfuninni og segir Egill faðir hans að þær systur Sóley og Elva eigi mikið hrós skilið: „Þær eru að vinna frábært starf og ná góðu sambandi við krakkana. Ég vil bara hvetja foreldra fatlaðra barna á Suðurnesjum til að kynna sér það starf sem þær eru að vinna,“ segir Egill að lokum. Ívar Egilsson, 9 ára strákur úr Garðinum: Sökum fötlunar sinnar getur Ástvaldur ekki haldið höfðinu uppi þegar hann er í hjólastóln- um og þarf höfuðstuðning við öll hjálpartæki, en þegar hann er kominn á hestbak nær hann að halda höfðinu stöðugu: „Hann er mjög þrjóskur strákurinn og hann ætlar sér að ná því að halda höfði næsta vetur. Þegar hann er á hestbaki þá þjálfast hálsvöðvarnir vel, enda er hann oft gríðarlega þreyttur eftir hvert námskeið. En hann ætlar sér að ná þessu og ég veit að honum tekst það,“ segir Hafdís Ein af aðferðunum sem systurn- ar lærðu á námskeiðinu í Skaga- firði var að leggja teppi yfir bak hestsins og láta barnið liggja á maganum á hestinum. Þessi að- ferð er mjög góð til að fá barnið til að slaka á öllum vöðvum, en fjölfötluð spastísk börn eru með mjög spennta vöðva: „Þegar Ástvaldur liggur á hestinum nær hann alveg að slaka á. Hann liggur á maganum og leggur vangann á hestinn. Þetta er frá- bær slökun fyrir hann og sér- staklega eftir æfingarnar sem fram fara á námskeiðinu,“ segir móðir hans og þegar Ástvaldur var lagstur á hestinn söng hann af tilfinningu: „We are the champions“ og átti við sig og hestinn. hann finnur hestalyktina Reiðþjálfunin stuðlar að betra andlegu jafnvægi Sökum fötlunar sinnar getur Ást- valdur ekki hald- ið höfðinu uppi þegar hann er í hjólastólnum, en þegar hann er kominn á hestbak nær hann að halda höfðinu stöðugu. „Reiðþjálfunin stuðlar að betra andlegu jafnvægi hjá Ívari og hann lærir að umgangast hesta og auðvitað að sitja þá.“ 7. tbl. 2003 - 32 pages 12.2.2003 17:47 Page 7

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.