Víkurfréttir


Víkurfréttir - 13.02.2003, Page 12

Víkurfréttir - 13.02.2003, Page 12
ÍGarðinum er verið að geraupp fornbíl af gerðinniAMC Javelin árgerð 1969 með 360 vél og er það Ingvar Gissurarson sem hefur eytt drjúgum tíma síðasta eina og hálfa árið í vinnu við uppbygg- ingu bílsins. Bíllinn sem Ingvar gerir upp var síðast skoðaður árið 1982 og afskráður 5 árum síðar. Ingvar segir að hann hafi heitið sjálfum sér því að þegar hann væri kominn með góða aðstöðu til að vinna í bílum þá ætlaði hann að gera upp gamlan bíl: „Fyrsti bíllinn sem ég átti var ‘68 módelið af Merc- ury Coucar en ég formæli enn þeim degi þegar ég seldi hann. En nú er ég kominn með tvö- faldan bílskúr og ég stóð við heit mitt.“ Ingvar fékk bílinn hjá Birgi Pálmasyni í Keflavík en þá var hann byrjaður að gera bílinn upp og búinn að rífa hann: „Þegar ég fékk bílinn vantaði vél og skipt- ingu, en það fylgdu með honum allt sem skipti máli s.s. tvöfaldur gangur af frambrettum, rúður, ljós og tvöfaldan gang af krómi og fleira. Þannig að það er nóg til af varahlutum. Bíllinn var nánast alveg óryðgaður og meira að segja gólfið var heilt í honum. Hann var skemmdur á afturend- anum eftir aftanákeyrslu og ég hef verið að gera við það. Boddýið í bílnum er rosalega sterkt, en ég komst að því þegar ég fór að gera við hann að aftan.“ Ingvar keypti vélina í bútum og kom henni saman. Hann hefur tekið mælaborðið alveg í gegn, en bíllinn var plussaður að innan: „Þetta var náttúrulega bara tískan á þessum tíma, en plussið var sett í bílinn árið 1977 og hefur haldið sér ótrúlega vel. En hún fær nú að víkja þegar fjárráð leyfa.“ Ingvar segir að það sé dýrt að gera svona bíl upp, en hann ætlar að gefa sér góðan tíma í það: „Peningarnir sem ég hef eytt í þennan bíl eru svipaðir og ef ég hefði reykt hálfan pakka af sígarettum á dag frá því ég byrj- aði að vinna í bílnum.“ Oft þegar rætt er um karlmenn sem nota stóran hluta af frítíma sínum í að gera upp bíla þá kem- ur sú spurning upp: „Hvað segir konan þín við þessu?“ Ingvar segir að hann þurfi ekki að hafa áhyggjur því konan hans, Mar- grét Hallgrímsdóttir hefur mik- inn áhuga á bílum: „Hún var búin að eiga Mustang og Trans- am áður en ég kynntist henni þannig að hún hefur áhuga á bíl- um. Hún nennir hins vegar ekk- ert að vinna í þessum en hún er alveg tilbúin til að keyra bílinn þegar hann verður tilbúinn,“ seg- ir Ingvar og hlær. Mörg hundruð vinnustundir ligg- ja að baki því að gera upp gamla bíla og segir Ingvar að hann hafi lagt gríðarlega vinnu í bílinn: „Maður verður náttúrulega að gera þetta í samráði við fjöl- skylduna. En ég hef rosalega gaman af þessu. Þessa stundina er ég að gera við skemmdina aft- an á bílnum og legg áherslu á að klára boddývinnuna og koma lit á skrokkinn,“ segir Ingvar og þegar hann er spurður að því hvenær hann telji að bíllinn verði tilbúinn á götuna segir hann að það sé örugglega eitt og hálft ár þangað til: „Það er náttúrulega buddan sem ræður og ég á eftir að ná mér í nokkra dýra vara- hluti. En ég geri ráð fyrir því að bíllinn klárist útlitslega seint á þessu ári eða snemma á því næsta,“ segir Ingvar að lokum og án efa geta Suðurnesjamenn bar- ið þennan dýrgrip augum sumar- ið 2004. 12 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA! VFBÍLAR B Í L S K Ú R S K A R L I N N -segir Ingvar Gissurarson í viðtali við VF Bíla KOSTAR ÞAÐ SAMA OG AÐ REYKJA HÁLFAN PAKKA Á DAG 7. tbl. 2003 - 32 pages 12.2.2003 17:53 Page 12

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.