Víkurfréttir


Víkurfréttir - 13.02.2003, Page 14

Víkurfréttir - 13.02.2003, Page 14
14 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA! VFBÍLAR R E Y N S L U A K S T U R Það er ekki ólíklegt svo vægt sé til orða tekiðað Toyota Landcruiser haldi toppsætinu á jeppamarkaðnum með nýja 90 bílnum. Honum hefur verið vel tekið og ekki að ástæðu- lausu því breytingarnar eru mjög vel heppnaðar. Útlitið nýja 90 bílsins er nýtísku- legt og stór munur á því og á gamla bílnum. Síðan eru ýmsar nýjungar í nýja bílnum eins og tölvustýrð fjöðrun (TEMS) og loftpúðafjöðrun sem hingað til hefur einungis verið í 100 bílnum og er nú orðinn staðalbúnaður í 90 bílnum. Undirritaður prófaði bílinn í hálku og snjó á ekki mjög grófum snjódekkjum og kom stöðugleikastýringin frábær- lega vel út í því prófi. Það er reyndar ekki staðalbúnað heldur valbúnaður. Sama má segja um spólvörnina sem er nauðsynleg ekki síst þegar bílar eins og þessi er kominn með svona stóra vél og mikinn kraft. Þetta er reyndar sama vél og í bílnum fyrir breyt- ingu en hún er þriggja lítra dísil túrbó, „common-rail“ (eins og undirritaður prófaði), geysilega öflug en jafnframt sparneytin. Það get ég staðfest eftir að hafa átt sjálfur 90 bíl (fyrir breytingu). Ekki var prófaður bíll með bens- ínvél en hún hefur einnig fengið afbragðs dóma. Hins vegar er megnið af seldum jeppum með dísilvélum. Meðal fleiri skemmtilegra breyt- inga er „innvolsið“, innréttingin er komin með Lexus-útlit ef svo má segja. Upplýsingaskjáir eru í mælaborði þar sem lesa má ýms- ar gagnlegar upplýsingar, t.d. stefnu samkvæmt áttavita og halla og stöðu ökutækisins. Í bílnum er tveggja þrepa loftpúði og sæti eru góð. Góðir mælar. Plássið er rúmt og meðal staðal- breytinga frá eldri gerð er að nú er aukasætaröð, reyndar bara í VX gerðinni. Þá eru smáhlutir í góðu lagi eins og glasa/flösku- haldarar og gott geymsluhólf á milli sæta. Í VX gerðinni er leð- urinnrétting en tau í hinum sem staðalbúnaður. Meðal nýjunga eru betri hljómflutningstæki; fjöldiskaspilari, segulbandstæki (sem allir eru hættir að nota, hélt ég) og 9 hátalarar. Hörku sánd! Það er flest í þessum bíl sem hugurinn girnist, nánast allt raf- drifið, upphitaðir speglar og sæti. Það er ljóst að þessi bíll kemur til með að vera í fararbroddi enda hefur hann allt til að bera, útlitið, gæðin og „gáfurnar“! Páll Ketilsson TOYOTA Land Cruiser 90 VX Skráðir Landcuiser 90 bílar á Suðurnesjum eru í dag rétt tæplega 200 og er án efa fjölmennastijeppinn á götunum og sennilega með fjölmennustu tegundum á heildina yfir allar gerðir bíla.Ævar Ingólfsson, eigandi Toyota-salarins í Njarðvík segir að strax þegar Landcruiser 90 kom á markaðinn árið 1996 hafi hann hlotið feikna góðar viðtökur. Bíllinn hefur ekki breyst mikið síðan þá en alltaf selst vel. „Ástæðan fyrir velgengni bifreiðarinnar er augljós. Þetta er góður bíll með fáa eða eins og ég myndi segja, nánast enga veikleika. Nýi bíllinn með þetta útlit og nýjungar í búnaði er frá- bær. Allir sem prófa bílinn eru sammála því, hvort sem þeir kaupa hann eða ekki. Eitt aðalsmerkja okkar og Toyota er síðan þjónustan. Við leggjum mikið upp úr henni“, sagði Ævar sem hóf bílaferil sinn hjá Bílasölu Brynleifs. Hann keypti síðan bílasöluna af Brynleifi Jóhannessyni sem er þó enn að vinna við bíla hjá Ævari. KRÚSERINN ER VINSÆLL Á SUÐURNESJUM Glæsilegt útlit og gæði 7. tbl. 2003 - 32 pages 12.2.2003 17:52 Page 14

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.