Víkurfréttir - 13.02.2003, Page 17
VÍKURFRÉTTIR I 7. TÖLUBLAÐ I FIMMTUDAGUR 13. FEBRÚAR 2003 I 17
Ídag er torfærubifreiðarflokkaðar í þrjá flokka: Ífyrsta lagi hefðbundna
jeppa, sem eru sérbúnir til
aksturs á vegleysum, í öðru
lagi frístundabílar sem byggja
á lífstílshugmyndum, og eru
einkum byggðir fyrir þjóð-
vegaakstur og loks bifreiðir
sem ætlað er að sameina báða
þessa kosti. Báðir fyrri flokk-
arnir hafa sína kosti, en oft á
kostnað annarra eignleika
sem verður að fórna. Þetta á
ekki við Touareg: Þrátt fyrir
raunverulega kosti til aksturs
á vegleysum, býður hann upp
á þægindi lúxusfólksbíls sam-
hliða aksturseiginleikum
sportbíla í götuakstri.
Touareg er ætlað að keppa í
efsta flokki jeppa. Núverandi
staða Volkswagen á markaði
gefur upplagt tækifæri til að láta
Touareg ná fótfestu á heims-
markaði - sérstaklega með það í
huga að auðveldara er að láta
bifreið sem er með yfirburði á
svo mörgum sviðum fá fljúg-
andi start.
Sex strokka, 3,2 lítra bensínvélin
er sérstaklega hönnuð til að
hæfa torfærubifreið. Meðal þess
sem hefur verið aðlagað fyrir
torfæruakstur er endurbætt olíu-
dæla með breyttu inntaki og
breytt olíupanna sem tekur mið
af halla til hliðar og fram og aft-
ur. Hámarksvaðdýpt Touareg er
580 mm.
Hin algjörlega nýja V10 TDI
díselvél er hinn tæknilegi há-
punktur Touaregs. Með yfir-
burða afli - allt að 750 Nm
snúningsvægi við 2000 snún-
inga á mínútu - nær hún að
takast á við erfiðustu torfærur.
Og þessi Volkswagen-bifreið
með slíkri vél býður upp á akst-
urseiginleika sportbíls, með til
þess að gera, lítilli eldsneyt-
iseyðslu. Hröðun Touareg V10
frá 0 til 100 km/klst er aðeins
7.8 sekúndur, hann nær há-
markshraðanum 225 km/klst, en
notar aðeins 12.2 lítra af elds-
neyti á hverja 100 kílómetra.
Touareg er 4754 mm langur,
1928 mm breiður, 1726 mm hár
með 2855 mm hjólahaf, og á því
heima í flokki með stórum jepp-
um. Galvanhúðuð yfirbyggingin
er lengst og breiðust í sínum
flokki. En samtímis er Touareg
lægri en allir aðrir stórir jeppar -
mikilvægur punktur í heildar
ímynd bifreiðarinnar. Þessi út-
litshlutföll koma fram í sérlega
aflmiklu og glæsilegu yf ir-
bragði. Búnaður innanrýmis er í
fyrsta flokki og Touareg V6 er
með 555 til 1570 lítra farmrými
(Touareg V10: 500 til 1525 lítr-
ar) sem er eitt hið stærsta í þess-
um flokki.
Aflið frá vélinni í Touareg er
flutt til hjólanna um sítengt
aldrif, 4XMOTION. Þessi bún-
aður gefur ekki aðeins yfirburða
eiginleika í akstri á vegleysum,
heldur einnig mikið öryggi og
bætir aksturseiginleika á vegum
með bundnu slitlagi. Afldreifing
til drifhjólanna fer um milligír-
kassa, og þaðan um mismuna-
drif á fram- og afturás. Eftir að-
stæðum er hægt að flytja allt að
100% af drifaflinu til annars
ásanna tveggja (mismuna-
drifslæsingunni er í fyrsta lagi
stýrt af snúningsvægi vélarinnar
og í öðru lagi frá hjóli sem spól-
ar). Ökumaðurinn getur valið
um að virkja driflæsingarnar í
100% læsingu handvirkt með
snúningsrofa í mælaborði, en þá
aftengir hann um leið sjálfvirkni
læsingarinnar. EDL-búnaður á
öllum fjórum hjólum er staðal-
búnaður og sér um að fínjafna
drifaflinu.
Til viðbótar kemur Touareg
einnig með læsingu á miðmis-
munadrif i sem staðalbúnað
ásamt lægra drifi. Þannig búinn
getur Touareg tekist á við brött-
ustu brekkur eða allt að 45°.
Touareg er búinn hátæknilegum
hjólabúnaði með sjálfstæðri
fjöðrun á hverju hjóli. Aukabún-
aður á V6 og staðalbúnaður á
Touareg V10 TDI er CDC loft-
fjöðrun, með sjálfvirkri halla-
stillingu og rafeindastýrðri
höggdeyfingu (CDC: Continu-
ous Damping Control). Með
þessari fjöðrun hækkar há-
markshæð frá jörð upp í 300
mm.
Loftpúðafjöðrunin tryggir ein-
staklega mikil þægindi og með
sjálfvirkum búnaði sem lækkar
bifreiðina í tveimur þrepum eftir
því sem hraðar er ekið fær bíll-
inn sportlegri aksturseiginleika
þegar ekið er á bundnu slitlagi.
Loftfjöðrunin sér til þess að
halda Touareg stöðugt í sömu
hæð frá jörðu.
Volkswagen Touareg - lúxustorfærubifreiðin
7. tbl. 2003 - 32 pages copy 12.2.2003 18:17 Page 17