Víkurfréttir - 13.02.2003, Blaðsíða 23
VÍKURFRÉTTIR I 7. TÖLUBLAÐ I FIMMTUDAGUR 13. FEBRÚAR 2003 I 23
H jalti Gunnarsson og Júlí-us Símon Pálsson hafatekið við rekstri veitinga-
salar og kaffihúss Flughótels-
ins í Keflavík og þeir eru bjart-
sýnir á möguleikana sem í
rekstrinum felast.
Hvað kom til að þið tókuð að
ykkur rekstur Flughótels?
Eftir tveggja ára dvöl í danmörku
þar sem ég meðal annars fékkst
við það að koma á laggirnar sjáv-
arveitingastað á V-Jótlandi og að
hanna sjávarrétta línuna fyrir
Hilton/Scandik hótel í dan-
mörku, en þessi verkefni tóku
um það bil tvö ár. Eftir að því
verkefni lauk lá leiðin aftur heim
á klakann. Fljótlega eftir að ég
kem heim hafði Axel Jónsson
sambandi við mig og tjáði mér
að hann væri í umboði Bergþóru
Sigurjónsdóttur hótelstýru á
Flughótel að leita eftir góðum
veitingamanni til að taka að sér
rekstur veitingasalsins og kaffi-
hússins á Flughóteli. Eftir að
hafa rætt við Bergþóru þá varð
mér það ljóst að hér væri á ferð-
inni metnaðarfullt fólk með góð-
ar hugmyndir og því fannst mér
þetta kjörið tækifæri til þess að
bjóða landsmönnum upp á há-
gæða þjónustu og mat í þessu
fallega umhverfi.
Eru einhverjar nýjungar sem
þið ætlið að bjóða uppá?
Já markmið okkar er að geta sí-
fellt komið viðskiptavinum okkar
á óvart með nýjum og spennandi
réttum hvort sem það er í fisk
eða kjöti.
Hvernig líst ykkur á ferða-
mannaiðnaðinn?
Ljóst er að ferðamanna iðnaður-
inn er sú auðlind Íslendinga sem
er í hvað mestu vexti. Í ljósi
krafta og starfa Bergþóru hótel-
stýru munum við njóta góðs af
þeim vexti sem á sér stað í ferða-
manna iðnaðinum sem og allir
landsmenn.
Hvaða tækifæri sjáið þið í
framtíðinni?
Vitundarvakning hefur orðið hjá
fólki gangvart lystaukum lífsins,
að njóta góðrar þjónustu og góðs
matar í fallegu umhverfi eru svo
sannarlega góð leið til þess að
njóta lífsins og það er okkar fag
að láta fólki líða vel.
Hvernig hefur fólk tekið ykk-
ur?
Á kynningarkvöldi okkar buðum
við gestum upp á hlaðborð af
fiskréttum og í kringum þetta
myndaðist létt og góð stemming.
Enginn vill þó hæla sjálfum sér
og sennilega væri best að fá um-
mæli frá viðskiptavinum okkar,
óhætt er að segja að fólk hefur
tekið okkur afskaplega vel.
Nýir rekstraraðilar
að veitingasal og
kaffihúsi Flughótels
7. tbl. 2003 - 32 pages 12.2.2003 18:28 Page 23