Víkurfréttir - 27.02.2003, Síða 2
2 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!
Hefur þú ábendingu um
skemmtilegan
mannlífsviðburð sem á
heima á síðum Víkurfrétta?
Er góugleði eða árshátíð
framundan?
Látið okkur vita á
johannes@vf.is eða í símum
899 2225 og 421 0004
Bandaríska fyrirtækið International Pipeand Tube mun taka ákvörðun um bygg-ingu Stálpípuverksmiðju í Helguvík um
miðjan mars að sögn David Snyder fram-
kvæmdastjóra fyrirtækisins. David sagði í sam-
tali við Víkurfréttir að fundum með verktökum
hefði verið frestað um eina viku: „Við munum
eiga fundi með verktökum, m.a. íslenskum næsta
fimmtudag og föstudag þar sem þeir munu
leggja fram sín tilboð. Við gerum ráð fyrir að
ákvörðun liggi fyrir um miðjan mars um það
hvort fyrirtækið muni hefja byggingu stálpípu-
verksmiðju í Helguvík,“ sagði David Snyder í
samtali við Víkurfréttir.
Blóðugar nágrannaerjur
í Keflavík
Tilkynnt var um slagsmál milli
tveggja karlmanna sem búa á sitt
hvorri hæðinni í sama húsi í
Keflavík rétt fyrir miðnætti á
fimmtudag í síðustu viku.
Ágreiningur er búinn að vera
milli þeirra um tíma og sauð
uppúr á fimmtudagskvöldið.
Báðir þurfa að leita læknis vegna
skurða á hendi. Rúða í útidyra-
hurð brotnaði í átökunum.
Litlir strákar teknir
á torfæruhjólum
Lögreglumenn stöðvuðu akstur
tveggja torfæruhjóla á Stapavegi
í síðustu viku. Var annar öku-
maðurinn 13 ára og hinn 14 ára
og því hvorugur með ökuréttindi.
Bæði voru hjólin óskráð og
ótryggð.
Einn ökumaður var kærður fyrir
stöðvunarskyldubrot og settir
voru gjaldseðlar á níu bifreiðar
þar sem þeim var ranglega lagt.
Tveir voru teknir fyrir of hraðan
akstur á Grindavíkurvegi og var
sá sem hraðar ók á 136 km.
hraða.
Þjófar stöðvaðir
Um klukkan hálf fjögur á föstu-
dag var tilkynnt um grunsamleg-
ar ferðir tveggja manna í Kefla-
vík. Höfðu þeir farið í tvær versl-
anir og vitni sagðist hafa séð þá
stinga munum inn á sig. Síðan
hefðu þeir ekið á brott en vitni
gat gefið upp skráningarnúmer
bifreiðarinnar. Lögregla í Kefla-
vík leitaði mannanna. Skömmu
síðar voru þessir aðilar stöðvaðir,
af lögreglunni í Hafnarfirði, á
Reykjanesbraut.
Í bifreiðinni fundust hinir ýmsu
munir sem þeir viðurkenndu að
hafa tekið ófrjálsri hendi úr
verslunum í Keflavík. Mennirnir
voru í haldi lögreglu í Hafnar-
firði meðan málið var í rann-
sókn, málið telst upplýst.
Söfnunarkassar
tæmdir í innbroti
Tilkynnt var um innbrot í veit-
ingahúsið Vitann í Sandgerði í
vikunni. Höfðu verið brotnir upp
tveir söfnunarkassar og þeir
tæmdir. Ekki kemur fram í bók-
um lögreglunnar hversu mikil
fjárhæð var í kössunum.
Klukkan 14.43 á mánudag í
síðust viku var tilkynnt um
skemmdarverk í Grunnskóla
Grindavíkur. Hafði verið brotin
rúða á suðurhlið skólans. Einnig
höfðu verið unnar skemmdir á
útihurðum í tveimur nýjum úti-
stofum skólans.
Klukkan 23:04 á fimmtudag
fyrir viku var tilkynnt að ekið
hafi verið á kyrrstæða og mann-
lausa bifreið við Heiðarhvamm í
Keflavík og að tjónvaldur hafi
horfið af vettvangi án þess að
láta vita af sér. Dæld er á vinstri
afturhurð.
Steralyf og kannabisefni
fundust við húsleit
Aðfaranótt laugardagsins hafði
Lögreglan í Keflavík afskipti af
ungum dreng vegna gruns um
fíkniefnamisferli. Við leit í her-
bergi hans fannst smáræði af
kannabisefnum, auk þess sem
eitt hylki af steralyfjum fannst
við húsleitina.
Hjólbarðastuldur og
skemmdarverk í Garðinum
Skömmu eftir hádegi var tilkynnt
um þjófnað í Garði. Þar hafði
verið farið í fyrirtæki og stolið
fjórum hjólbörðum á felgum.
Um er að ræða 38“ hjólbarða og
nokkurt tjón fyrir eiganda þar
sem andvirði er talið um 200
þúsund krónur.
Bifreiðum illa lagt
Lögreglan í Keflavík hafði af-
skipti af bifreiðum sem var illa
lagt við Fjölbrautaskóla Suður-
nesja sl. föstudag. Þremur bif-
reiðum var lagt upp í grasi á veg-
kanti, en á skilti sem stendur þar
við kemur fram að bannað er að
leggja bifreiðum á þessum stað.
Lögreglan tók myndir af bifreið-
unum og sektaði eigendur bif-
reiðanna.
Á bæn til Mekka áður en hann
fór í Keflavíkurrútuna!
Rúmlega hálfsjö á sunnudag var
tilkynnt um öldauðan mann við
Umferðarmiðstöðina í Reykja-
vík. Þegar lögreglan kom á vett-
vang kom í ljós að maðurinn var
allsgáður, segir í dagbók lögregl-
unnar. Hann var útlendingur og
hafði verið á bæn og snúið sér í
átt til Mekka á meðan hann beið
eftir rútu til Keflavíkur.
Ekki fer sögum af því hvernig
ferðin til Keflavíkur gekk eða
hvert ferðinni var heitið hjá þess-
um trúheita ferðalangi.
Stuttar
frá löggunni
Stuttar
frá löggunni
Stálpípuverksmiðja í Helguvík:
Ákvörðun tekin um miðjan mars
Samningur um
byggingu nýrrar
álmu í FS undirritaður
Gengið hefur verið fráskrift samnings um bygg-ingu nýrrar 2800 fer-
metra álmu við Fjölbrauta-
skóla Suðurnesja.Aðilar að
samningnum eru menntamála-
ráðuneyti og fjármálaráðu-
neyti fyrir hönd ríkisins og
Gerðahreppur, Grindavíkur-
bær, Reykjanesbær, Sandgerð-
isbær og Vatnsleysustrandar-
hreppur fyrir hönd sveitarfé-
laga á Suðurnesjum.
Kom fram við undirritunina að
nýja álman muni uppfylla þarfir
skólans næstu tíu árin. Eftir það
vonast menn til að hægt verið að
hefja byggingu á nýjum fram-
haldsskóla á Suðurnesum.
Undirbúningur fyrirnæstu hvalaskoðunar-vertíð er hafinn. Þrír
stórir hvalaskoðunarbátar eru
nú í slipp hjá Skipasmíðastöð
Njarðvíkur. Skipin sem tekin
hafa verið í slipp eru Moby
Dick, Húni II og Hafsúlan, sem
er tveggja skrokka skip. Á
meðfylgjandi mynd sjást tvö
fyrrnefndu skipin en Hafsúlan
var komin inn í hús hjá skipa-
smíðastöðinni.
Stefán Sigurðsson, fram-
kvæmdastjóri skipasmíðastöðv-
arinnar, sagði í samtali við Vík-
urfréttir að verkefnastaða stöðv-
arinnar væri ekki góð sem stend-
ur og því hentaði það báðum að-
ilum vel að taka hvalaskoðunar-
skipin í slipp á þessum árstíma.
Þá væri það einnig ljóst að ekki
væru stór verkefni framundan.
Skipasmíðastöðin er hins vegar
mjög vel búin og getur tekið
mjög stór fiskiskip til viðgerða
og viðhalds innanhúss.
Hvalaskoðunarflotinn
í slipp í Njarðvík
Ingibjörg Sólrún
í Keflavík
Aðalfundur Samfylk-ingarinnar í Reykja-nesbæ verður hald-
inn mánudaginn 3. mars
nk. í Víkinni að Hafnargötu
80 í Keflavík. Fundurinn
hefst kl. 20:00 og er fund-
arefni venjuleg aðalfundar-
störf ásamt öðrum málum.
Gestir fundarins verða þau
Össur Skarphéðinsson, for-
maður Samfylkingarinnar og
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir.
Moby Dick og Húni II á athafnasvæði Skipasmíðastöðvar Njarð-
víkur. Hafsúlan er inni í húsinu sem sést í baksýn.
9. tbl. 2003 - 24 hbb 2/26/03 16:35 Page 2