Víkurfréttir


Víkurfréttir - 27.02.2003, Side 6

Víkurfréttir - 27.02.2003, Side 6
6 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA! Magnús Þorsteinsson skoraði eina mark Keflavíkur í 2-1 tapi liðsins gegn Fram í deildarbik- arnum sl. helgi. Keflvíkingar þóttu leika betur en það er þó ekki spurt að því. Paul McShane og Grétar Hjartarson skoruðu mörk Grindvíkinga þegar liðið sigr- aði sigraði ÍBV, 2:0, í deilda- bikarkeppni karla í knattspyrnu í Fífunni um helgina. Logi Gunnarsson gerði sér lítið fyrir og skoraði 31 stig í sigri Ulm á Frankfurt, 110:76, í þýsku 2. deildinni í körfuknattleik. Ulm er í 2. sæti deildarinnar með 36 stig en Karlsruhe eru efstir með 38 stig. Deildarbikarinn hefst um helgina í Reykjaneshöllinni en mótið hófst um sl. helgi. Á laugardaginn kl. 14:00 mætast Grindvíkingar og FH og strax að þeim leik loknum mætast Haukar og Þróttur.Fólki er bennt á heimasíðu Reykjanes- hallarinnar; reykjaneshollin.is en þar er að finna allar upplýs- ingar um niðurröðun leikja. Kristinn Óskarsson FIBA dómari hefur verið tilnefndur af FIBA til að dæma í undan- úrslitariðli drengjalandsliða sem fram fer í Tyrklandi dag- ana 17. - 21. apríl næstkom- andi. Íslenska drengjalandslið- ið vann sér rétt til að taka þátt í mótinu með góðum árangri í undankeppninni. ::Fyrst og fremst 19. umferð Intersportdeildar í stuttu máli: KR - Keflavík: 78-105 (20-52) Hann var ekki spennandi leik- urinn á milli Keflavíkur og KR. Gestirnir mættu greinilega dýrvitlausir til leiks á meðan KR-ingar hafa eflaust haldið að leikurinn ætti að vera dag- inn eftir. Edmund Saunders átti góðan leik hjá Keflavík, skor- aði 21 stig og hirti 15 fráköst. Damon Johnson var með 24 stig og Guðjón Skúlason setti 20 stig. Skallagrímur - UMFN: 89-87 (44-48) Gestirnir úr Njarðvík mættu kanalausir í Borganes og bjuggust án efa við spennandi leik, sú varð raunin. Þegar staðan var jöfn og um tvær sekúndur voru eftir skoraði JoVann Johnson með skoti rétt innan þriggjastigalínu og sigur heimamanna raunin. Teitur Ör- lygsson átti góðan leik hjá gestunum með 27 stig og Páll Kristinsson var með 17. UMFG - Breiðablik: 104- 99 (50-44) Heimamenn lentu í smá erfið- leikum með Blikana en náðu þó að landa sigri. Grindvíking- ar hafa verið að leika vel í vet- ur og eru nánast búnir að tryg- gja sér deildarmeistaratitilinn. Darrell Lewis átti stórleik hjá Grindavík en hann skoraði 39 stig og hirti 1 5 fráköst en Páll Axel Vilbergsson kom næstur með 22 stig. Grindvíkingar er efst með 32 stig, Keflavík er í 2. sæti með 28 stig og Njarðvíkingar eru í 6. sætið með 20 stig. K eflavíkurstúlkur unnugranna sína úr Njarðvíkmeð 81 stigi gegn 71 í Keflavík um helgina. Engin breyting er því á stöðu liða í fyrstu deild kvenna en Keflavík er þar með yfirburða forystu. Erla Þorsteinsdóttir var með 22 stig en Krystal Scott var best í liði heimastúlkna með 28 stig. Grindavíkurstúlkur töpuðu fyrir ÍS, 65-62, á mánudag en staðan í hálfleik var 29-27 heimastúlkum í hag. Yvonne Shelton átti góðan leik fyrir gestina úr Grindavík og skoraði 20 stig og 8 fráköst. Þá var Stefanía Ásmundsdóttir ein- nig drjúg en hún skoraði 15 stig og hirti 12 fráköst. Keflavík er sem fyrr í toppsætinu með 32 stig, Grindavík er í 3. sæti með 16 stig, jafnmörg og Njarðvík sem er í 4. sæti. N jarðvíkingar hafa feng-ið nýjan bandarískanleikmann, Gregory Harris, til reynslu og mætti hann á sína fyrstu æfingu sl. þriðjudag. Gregory Harris er 25 ára bakvörður sem lék með Mount St. Mary´s skólanum í bandarísku NCAA háskóla- deildinni. Hann er 191 cm á hæð og um 90 kg. Harris hefur leikið í Belgíu undanfarin tvö ár og og í Þýskalandi. Á síðasta tímabili sínu í Belgíu var hann með 13.4 stig, 4 fráköst og 5 stoðsendingar að meðaltali á leik. Friðrik Ragnarsson sagði í sam- tali við Víkurfréttir að hann vissi þó nokkuð um leikmanninn en sagðist þó ætla að bíða og sjá hvernig hann kæmi út, eða eins og hann orðaði það: “Fæst orð bera minnsta ábyrgð”. Nýr leikmaður til UMFN Nú er ljóst að DamonJohnson fer ekki tilGrikklands eins og leit út fyrir á tímabili. Hrannar Hólm, formaður körfuknatt- leiksdeildar Keflavíkur, sagði í samtali við Víkurfréttir að málið hefði lokast og nú gætu leikmenn farið að einbeita sér að því að gera atlögu að Ís- landsmeistaratitlinum. Hann sagði enn fremur að þetta væru góðar fréttir fyrir leikmenn og stuðningsmenn. Hrannar sagði að Grikkirnir hefðu dregið málið á langinn en stjórn Keflavíkur ætlaði að ganga frá málinu sl. föstudag. “Það voru voðaleg vandræði á þeim og við fengum misvísandi upplýs- ingar. Þeir vildu svo fara að ná niður verðinu en við vorum ekki tilbúnir í það, enda vorum við ekkert að leitast eftir því að selja hann. Þegar á hólminn var komið vildu gátu þeir ekki greitt þessa ákveðnu upphæð og því datt málið niður”, sagði Hrannar. Damon áfram með Keflavík Tomma og Jenna mót Keflavíkur og Grindavíkur í 5. flokki karla í knattspyrnu var haldið í Reykjaneshöllinni á laugardag. Knattspyrnudeildir Keflavíkur og Grindavíkur stóðu að mótinu í sameiningu og þóttist það takast mjög vel. Suðurnesjaliðin stóðu sig með ágætum en ekkert þeirra náði þó að sigra. Elías Kristjánsson og Alfreð Elíasson spiluðu golf í blíðviðrinu í gær en veðrið var vægast sagt frábært. Annars hefur verið góð aðsókn í golfhermi og snóker i æfingahúsi GS sem er opið alla daga vikunnar. Feðgar í vetrargolfi BIRNA í baráttunni BOLTA FÍN MEÐFERÐ HJÁ STRÁKUNUM 9. tbl. 2003 - 24 hbb 26.2.2003 17:54 Page 6

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.