Víkurfréttir - 27.02.2003, Page 9
VÍKURFRÉTTIR I 9. TÖLUBLAÐ I FIMMTUDAGUR 27. FEBRÚAR 2003 I 9
Dönsk
bluegrass
hljómsveit
ásamt
söngkonunni
Sine Bach Rüttel
mun spila á
„Dönskum dögum“.
Í þessari hljómsveit
eru afburða hljóðfæra-
leikarar auk Sine Bach
Ruttel – en hún er
jafnframt aðallagasmiður
og textahöfundur
sveitarinnar. Sine er
aðalsöngvari hljómsveit-
arinnar og leikur
jafnframt á banjó og gítar
og hefur hvarvetna vakið
mikla athygli og hrifningu
áhorfenda fyrir frábæra
túlkun og sjarma.
Auk þess að leika fyrir
matargesti á „Dönskum
dögum” þá mun
hljómsveitin leika fyrir
dansi á Fjörugarðinum
föstudags- og laugardags-
kvöldin 21. – 22. febrúar
og 28. febrúar og 1. mars.
Fjörugarðurinn:
Hljómsveit hinnar stór-
skemmtilegu Sine Bach
Rüttel spilar fyrir dansi
föstudag 21. og laugardag
22. febrúar og svo föstu-
daginn 1. mars og laugar-
dag 2. mars.
Fjaran:
Spennandi matseðill
að dönskum hætti
ásamt við eigandi
drykkjarföngum með
lifandi danskri tónlist
í Fjörukránni
20. febrúar
til 2.mars.
Danskir
dagar
St
afr
æn
a h
ug
m
yn
da
sm
ið
jan
/2
88
3
Það ríkti mikil gleði ogánægja í íþróttasal Heið-arskóla þegar fulltrúar
Skipaafgreiðslu Suðurnesja
(SAS) mættu þar á æfingar-
tíma í gær hjá félögum íþrótta-
félagsins Nes, sem er íþróttafé-
lag fatlaðra á Suðurnesjum.
Tilefni heimsóknar SAS var að
færa félaginu gjöf að upphæð
kr. 500.000.-, sem gefin er í til-
efni 40 ára afmælis Skipaaf-
greiðslunnar. F.h. SAS mættu
Jón Norðfjörð, Ólafía Guð-
jónsdóttir, Guðmundur R.J.
Guðmundsson og Sólveig Þórð-
ardóttir. Það var Gísli Jóhanns-
son formaður ásamt fleiri
stjórnarmönnum og félögum
Ness sem veittu gjöfinni við-
töku.
40 ára afmælis Skipaafgreiðsl-
unnar verður minnst í 10. tbl.
Víkurfrétta 6. mars n.k. og þar
verða fjölmargar afmæliskveðjur
frá viðskiptavinum fyrirtækisins.
Ákveðið var að hluti tekna af af-
mæliskveðjunum, ásamt fram-
lagi SAS myndaði sjóð til að
gefa til góðs málefnis á þessum
tímamótum. Þannig eiga öll þau
fyrirtæki og einstaklingar sem
senda Skipaafgreiðslunni af-
mæliskveðjur, sína hlutdeild í
þessari gjöf og erum við hjá SAS
mjög þakklát fyrir hve vel hefur
tekist til, segir í frétt frá fyrirtæk-
inu.
Íþróttafélagið Nes heldur uppi
þróttmiklu íþrótta- og félagsstarfi
og eru markmið félagsins að efla
íþróttir og félagslíf fatlaðra ein-
staklinga á Suðurnesjum undir
kjörorðunum „Það snýst allt um
viðhorf“. Ýmsar upplýsingar um
Nes má lesa á heimasíðu þeirra
www.gi.is/nessport.
Íþróttafélagið Nes hefur frjálsan
ráðstöfunarrétt á gjafafénu, en
það er ljóst að stuðningur af
þessu tagi er félaginu mjög mik-
ilvægur. Því hvetjum við hjá
SAS alla til að styðja félagið og
taka með því þátt í þessu góða og
jákvæða uppbyggingarstarfi.
Á myndinni má m.a. sjá ásamt
föngulegum hóp íþróttamanna,
stjórn Ness og eigendur SAS.
Nes: Gísli Jóhannsson formaður,
Jóhann Kristjánsson, Borgar
Jónsson, Magnús Þórisson, Guð-
mundur „Brói“ Sigurðsson, Haf-
steinn Ingibergsson og Anna Lea
Björnsdóttir þjálfari. SAS: Hjón-
in Jón Norðfjörð og Ólafía Guð-
jónsdóttir og hjónin Sólveig
Þórðardóttir og Guðmundur R.J.
Guðmundsson.
Íþróttafélaginu Nes færð
hálf milljón kr. að gjöf
- frá fertugri Skipaafgreiðslu Suðurnesja
Auglýsingasíminn
er 421 0000
9. tbl. 2003 - 24 hbb 26.2.2003 17:30 Page 9