Víkurfréttir - 27.02.2003, Qupperneq 13
*
VÍKURFRÉTTIR I 6. TÖLUBLAÐ I FIMMTUDAGUR 6. FEBRÚAR 2003 I 13
*
*
*
Nafn: Lilja Karen Steinþórsdóttir
Aldur: 15
Uppáhaldstala: 7
Stjörnumerki: vog
Er mikið að gera sem formaður nemendafélagsins?
Ekkert meira en vanalega en ég tel mig ekki vera að gera alla vinnuna,
það taka allir jafn mikinn þátt í verkefnum eins og ég en ég tek frekar á
mig ábyrgðina.
Hvað hefur verið að gerast í félagslífinu í Heiðarskóla?
Spurningakeppni Grunnskólanna „Gettu enn betur“ var haldin hér í
skólanum fyrir stuttu og svo eru það bara diskótekin og þetta venju-
lega.
Hvað er á döfinni?
Körfuboltamót grunnskólanna verður haldið hérna á næstunni og svo
veit maður aldrei ef við gerum eitthvað skemmtilegt á öskudaginn...
Hver eru þín helstu áhugamál?
vinir, dans, tónlist, kvikmyndir, snjóbretti, félagslíf og bara eitthvað
sem mér dettur í hug að gera.
Uppáhaldshljómsveit?
Þær eru svo margar að ég get ómögulega valið mér eina!
Hverjar eru uppáhalds vefsíðurnar þínar?
nulleinn.is og margar aðrar, fer eftir því hverju ég er að leita af.
Hvaða geisladisk keyptirðu síðast?
Það man ég ekki! Það er svo langt síðan.
Hvað ætlarðu að verða?
Það er ekki ákveðið en mig langar helst að vera lögfræðingur eða hót-
elstýra - eitthvað sem launar vel.
Hvað myndirðu kaupa ef þú ættir að eyða þúsundkalli?
Ég myndi líklega fara í bíó með vinum mínum.
Eitt orð sem kemur upp í hugann þegar þú heyrir eftirfarandi:
-Britney Spears: Katrín systir mín.
-Ísbjörn: Kók
-Æskan: tímarit
-Kaffi: langafi
-www.vf.is: fréttir
Hvernig heldurðu að heimurinn verði árið 2500?
Hungur og fátækt heyra sögunni til og allir lifa í sátt og samlyndi í
tæknivæddari heimi.
ungt fólk
á Suðurnesjum
Við segjum að sautján sé á miðri leið! VF17 er
sérefni fyrir ungt fólk á aldrinum 10-24 ára. Þetta er
breiður hópur en þættinum er hér með ýtt úr vör.
Efnishugmyndir berist til pc@vf.is
Af vefnum
Grunnskólavefir Reykjanesbæjar
vel uppfærðir í flestum tilvikum
Á dögunum fékk vefsíða Reykjanesbæjar bestu heild-
arútkomu í úttekt á þjónustuhlutverki 20 stærstu sveit-
arfélaga landsins. Allir grunnskólar Reykjanesbæjar,
sem eru undirstofnanir Reykjanesbæjar eru með sínar
eigin vefsíður þar sem ýmsar upplýsingar um skólana
koma fram.
Svo virðist sem 3 af 4 vefjanna séu vel uppfærðir og
með ýmsum fréttum og upplýsingum úr skólastarfinu
sem foreldrar geta nýtt sér til að fylgjast með skóla-
starfinu. Á vef Heiðarskóla virðist sem vefnum sé ekki
sinnt sem skyldi, því þar gefur að líta matseðil nem-
enda frá því í desember, auk þess sem forsíða vefjarins
er nær án upplýsinga.
Í næstu VF-17 verða formenn nemendafélaga allra
grunnskóla á Suðurnesjum kynntir og spurðir
spjörunum úr. Lilja Karen Steinþórsdóttir er formaður
nemendaráðs Heiðarskóla og hennar helstu áhugamál
eru m.a. snjóbretti, kvikmyndir og félagslíf.
Hvernig verður
HEIMURINN
árið 2500?
Viljum heyra frá ungu fólki
í Garði, Sandgerði, Vogum og
Grindavík • e-mail: pc@vf.is
*
*
Útskriftarhópur Fjölbrautaskóla Suð-
urnesja hefur ákveðið að bjóða fram
aðstoð sína til nemenda í 10. bekk
grunnskóla á Suðurnesjum og aðstoða
við heimanám fyrir samræmdu próf-
in.
Sigríður Kristín og Þórunn Katla eru í
útskriftarhópnum og segja þær að hópur-
inn hafi ákveðið þetta til að safna fyrir
útskriftarferðinni og leggja sitt af mörk-
um til að hækka meðaleinkunn sam-
ræmdu prófanna á Suðurnesjum. Hópur-
inn fer í útskriftarferð til Majorka 26.
maí nk. Sigríður og Þórunn segja að hóp-
urinn noti margar aðferðir til að afla pen-
inga til ferðarinnar og er þetta ein af
þeim, en hópurinn býður einnig fram
þjónustu sína við framreiðslu í ferming-
arveislum og öðrum veislum. Þeir sem
hafa áhuga á að nýta sér þessa aðstoð og
þjónustu eru bent á að hafa samband í
eftirfarandi símanúmer: 421-3100, 868-
9410, 421-8008 og 866-2300.
Aðstoða grunnskólanemendur
fyrir samræmdu prófin og taka að
sér þjónustu í fermingarveislum
Útskriftarhópur Fjölbrautaskóla Suðurnesja
aflar fjár með ýmsum hætti:
9. tbl. 2003 - 24 hbb 2/26/03 16:47 Page 13