Víkurfréttir


Víkurfréttir - 27.02.2003, Qupperneq 15

Víkurfréttir - 27.02.2003, Qupperneq 15
Enn eitt árið leggja íslensk börn land undir fót til styrktar nauð- stöddum börnum. Sjötta árlega söfnunarátak ABC hjálparstarfs er að hefjast. Söfnunin stendur yfir dagana 1. - 21. mars. Að þessu sinni verður safnað fyrir skólabyggingu með 5 kennslu- stofum fyrir ABC barnaskólann í Uganda og 1. áfanga verk- menntaskóla á Heimili litlu ljósanna á Indlandi. ABC hjálp- arstarf er byggt á kristilegum grundvelli og hefur það að mark- miði að veita munaðarlausum og fátækum börnum kost á heimili, menntun, læknisþjónustu og ást- ríkri umönnun. Flest þessara barna eru munaðarlaus götubörn eða börn fátækra foreldra sem ekki geta séð þeim farborða sjálf og lenda þau þess vegna á göt- unni. Þar lenda þau gjarnan í klóm glæpamanna ef þau á ann- að borð lifa af. Starfið hefur byggt upp tvö heimili á Indlandi, Heimili litlu ljósanna í Orissa héraði á Norður Indlandi en þar búa 1700 börn og El Shaddai barnaheimilið utan við Madras á Suður Indlandi en þar búa um 150 börn. ABC hjálparstarf er einnig með starf á Filippseyjum, Kambódíu og Úganda. Starfið byggist upp á styrktaraðilakerfi, þ.e. styrktaraðilar á Íslandi taka að sér eitt eða fleiri börn og borga vissa fjárhæð á hverjum mánuði sem sér fyrir þörfum barnsins. Hægt er að vera í bréfa- skriftum við barnið og sendar eru myndir, einkunnir og fréttir af barninu til styrktaraðila þess. Við þetta myndast persónulegt sam- band á milli styrktaraðila og „ fósturbarnsins „ og er það barn- inu mikils virði. ABC hjálpar- starf á 15 ára afmæli á þessu ári. Starfið hefur vaxið jafnt og þétt og fjöldi styrktarbarna er nú kominn í 3700. Í söfnun ABC hjálparstarfs síðasta ári söfnuðust rúmar 6 milljónir ísl. kr. Þessi fjárhæð fór til nýbyggingar barnaheimilisins El Shaddai. Mikil gleði ríkir nú þar um slóðir þar sem börnin eru þessa dagana að flytja inn í nýja húsið sem þau höfðu beðið svo lengi eftir. Áður bjuggu þau í húsi með stráþaki og í hvert sinn sem rigndi, lak inn og töluvert var um veikindi á börnunum. Börnin eru mjög þakklát Íslendingum fyrir nýja húsið sitt eins og nærri má geta. Flestir grunnskólar á landinu taka þátt í söfnuninni. Börnin fara tvö og tvö saman, þau eru með sérstaka söfnunarbauka merkta ABC hjálparstarfi , barm- merki og bæklinga með upplýs- ingum um starfið. Á næstunni munu þessi duglegu grunnskóla- börn banka upp á hjá ykkur með baukana sína og veit ég að þið Suðurnesjamenn munuð taka vel á móti þeim. Hlutur okkar hér á svæðinu hefur verið mjög góður á landsvísu og trúi ég því að svo verði einnig í ár. Baukar munu einnig standa í stofnunum og fyr- irtækjum yfir söfnunartímann. Suðurnesjamenn, berum um- hyggju fyrir náunga okkar og sýnum hana í verki!! Þeir sem hafa áhuga á nánari upplýsingum um ABC hjálpar- starf eða vilja taka að sér styrkt- arbarn vinsamlega hafið sam- band við undirritaða eða skrif- stofu ABC hjálparstarfs Sóltúni 3, Reykjavík sími: 561 6117. Fyrir hönd ABC hjálparstarfs Bestu kveðjur og fyrirfram þökk fyrir stuðninginn. María Magnúsdóttir Fulltrúi ABC á Suðurnesjum. VÍKURFRÉTTIR I 9. TÖLUBLAÐ I FIMMTUDAGUR 27. FEBRÚAR 2003 I 15 30 BRL. SKIPSTJÓRNARNÁMSKEIÐ PUNGAPRÓF Börn hjálpa börnum 2003 Kvenfélag Keflavíkur Aðalfundur verður haldinn 10.mars að Smiðjuvöllum 8 kl.:20:30 athugið breyttur fundartími konur. vf.is 9. tbl. 2003 - 24 hbb 26.2.2003 17:20 Page 15

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.