Víkurfréttir


Víkurfréttir - 27.02.2003, Blaðsíða 22

Víkurfréttir - 27.02.2003, Blaðsíða 22
22 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA! Hagnaður Sparisjóðsins íKeflavík fyrir árið 2002nam 140,7 m.kr. króna fyrir skatta samanborið við 130,6 m. kr. árið áður sem er um 8% aukning á milli ára. Hagnaður eftir skatta nam 117,6 m. kr. samanborið við 170,2 m. kr. árið áður. Arð- semi eigin fjár var 6,75%. Í rekstraráætlun fyrir árið 2003 er gert ráð fyrir sambærilegri rekstrarafkomu. Vaxtatekjur Sparisjóðsins námu á árinu 1.794 m.kr. og vaxtagjöld 1.040 m.kr. Hreinar vaxtatekjur námu því 754,4 m.kr. samanborið við 602,3 m.kr. árið 2001. Vaxta- munur, þ.e. hreinar vaxtatekjur í hlutfalli af meðalstöðu fjár- magns var 4,04%. Aðrar rekstr- artekjur voru 277,7 m.kr. á ár- inu. Rekstrarkostnaður nam alls 752,5 m.kr. og jókst um 18% frá fyrra ári. Beinn launakostn- aður jókst um 12% en laun og launatengd gjöld jukust um 24%. Annar almennur rekstrar- kostnaður jókst um 12%. Rekstrarkostnaður sem hlutfall af niðurstöðu efnahagsreiknings var 3,97% en var 3,76% árið áður. Kostnaðarhlutfall árið 2002 var 73% á móti 68,7 árið áður. Framlag í afskriftareikn- ing útlána var 138,8 m.kr. árið 2002 en var 159,9 m.kr. árið áður. Sem hlutfall af niðurstöðu efnahagsreiknings var framlagið 0,73% en var 0,94% árið áður. Heildarinnlán í Sparisjóðnum í árslok 2002 ásamt lántöku námu um síðustu áramót 14.358 m.kr. og er aukningin því 20,4%. Útlán Sparisjóðsins ásamt markaðsskuldabréfum námu 15.600 m.kr. í árslok 2002 og höfðu aukist um 1.094 m.kr. eða um 7,5%. Í árslok var niðurstöðutala efnahagsreikn- ings 18.910 m.kr. og hafði hún hækkað á árinu um 1.972 m.kr. eða 12%. Eigið fé Sparisjóðsins í árslok nam 1.813 m.kr. og hef- ur eigið fé aukist um 71,4 m.kr. eða 4,5%. Eiginfjárhlutfall Sparisjóðsins samkvæmt CAD- reglum er 10,54% en var 11,35% árið áður.Í lok árs var stofnfé 600 m.kr. króna að nafn- virði og voru stofnfjáraðilar 555 talsins.Við gerð þessa ársreikn- ings er í meginatriðum fylgt sömu reikningsskilaaðferðum og árið áður að öðru leyti en því að verðleiðréttingu reiknings- skilanna hefur verið hætt.Spari- sjóðurinn í Keflavík er alhliða fjármálafyrirtæki sem hefur starfað í 95 ár. Sparisjóðurinn var stofnaður 1907 og byggir á traustum grunni. Sparisjóðurinn rekur fimm afgreiðslur sem starfrækt- ar eru í Keflavík, Njarðvík, Garði, Grindavík og Vogum en höfuðstöðvar Sparisjóðsins eru í Keflavík. Starfssemi Sparisjóðs- ins er fjölbreytt og hann býður uppá mismunandi vörur og þjónustu sem henta breiðum hópi viðskiptavina hans. Stöðu- gildi í lok ársins voru 70,7. Aðalfundur Sparisjóðsins í Keflavík verður haldinn föstu- daginn 14. mars n.k. Stjórn sjóðsins leggur til að greiddur verði 7% arður á uppreiknað stofnfé. Auk þess sem nýttar verði heimildir laga um endur- mat og viðbótarendurmat þann- ig að nafnávöxtun stofnfjár verði 10,68%. Hagnaður SPKEF eykst milli ára Suðurgata 1, Keflavík. Lítið og fallegt einbýli á 2 hæðum sem er mikið endurn. Hagstæð lán áhvílandi. 8.800.000.- Vallargata 14, Sandgerði. 89m2 íbúð á eh. í tvíbýli með sér inng. 4 svefnherbergi. Sk. á einbýli koma til greina. Eign í góðu ástandi, frábært útsýni. 8.200.000,- Brekkustígur 10, Sandgerði. Gott 87m2 einbýli á 2 hæðum sem gefur mikla möguleika. Kjallari undir húsinu. Hagstæð lán. Laust strax. 5.200.000.- Garðbraut 51, Garði. 122m2 einbýli með 3 svefnh. Mikið endurnýjað að innan og utan. Skolp og miðst.lögn nýleg. Heitur pottur á baklóð. 9.700.000.- Kirkjuvegur 14, Keflavík. 104m2 íbúð á 2. hæð í fjölbýli. Íbúð í góðu ástandi. Laus fljótlega. 11.900.000.- Mávabraut 11, Keflavík. Endaíbúð á 2. hæð með 3 svefnh. 74m2 að stærð, nýir gluggar. Laus strax. Hagstæð lán áhvílandi. 7.300.000.- Baldursgata 10, Keflavík. Góð 90m2 3ja herb. íbúð á neðri hæð með sérinngangi. Hagstæð lán áhvílandi. 7.500.000.- Vesturgata 44, Keflavík. Gott 113m2 einbýli með risi hægt að gera herb. 3 svefnh. og 25m2 bílskúr. Eign í góðu ástandi, tölvert endunýjað. 13.100.000. - Suðurgata 23, Keflavík. 130m2 parhús á 3 hæðum. Lítil íbúð í kjallara með sérinngangi sem hægt er að leigja út. Mikið endurnýjað að innan. Bílskúr 32m2 Hagstæð lán. 10.700.000.- Norðurvellir 58, Keflavík. Gott 118m2 raðhús með 3 svefnh. og 36m2 bílskúr. Parket og flísar á gólfum. Hagstæð lán áhvílandi. Laust strax. Tilboð Faxabraut 2, Keflavík. Ný standsett glæsileg 96m2 3ja herbergja íbúð á 1. hæð með sérinngangi. Laust strax. 9.600.000.- Suðurgata 48, Keflavík. 120m2 parhús á 2 hæðum með 4 svefnh. og 23m2 bílskúr. Endur- nýjað að innan, ný eldhúsinnr. og tæki, neysluvatnslagnir endurn., skolplagnir nýlegar. 12.200.000.- Faxabraut 34b, Keflavík. 50m2 íbúð í kjallara. 1 svefn- herb. Íbúð í ágætu standi. Búið að endurnýja skolplagnir. 4.400.000.- Heiðarholt 22, Keflavík. Einstaklingsíbúð á 1. hæð á góðum stað. Hagstæð lán áhví- landi. Laus strax. 6.100.000.- 9. tbl. 2003 - 24 hbb 26.2.2003 17:46 Page 22

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.