Víkurfréttir


Víkurfréttir - 30.10.2003, Blaðsíða 12

Víkurfréttir - 30.10.2003, Blaðsíða 12
Axel Jónsson matreiðslu-meistari í Matarlystleigði síðast spólu fyrir afastrákana sína, þá Axel Jr. og Davíð.Axel skorar Halla í Stapa. Hvað kvikmynd sástu síðast í bíó? Kvikmyndina ,,Uss” með Sirry Jóns (Sirry Mcqueen) vinkonu minni Hver er uppáhaldskvikmyndin sem þú hefur séð? 79 á stöðinni Hver finnst þér vera besti leik- ari/leikkona sem nú er á lífi? Jerry Lewis & Deen Martin en þeir eru víst ekki lengur meðal okkar svo ég verð að segja Julia Roberts. Hvað ferðu oft í bíó á mánuði? Eins og ofangreind svör gefa til kynna þá fer ég ekki mjög oft Hvaða spólu leigðirðu þér síð- ast? Andrés Önd fyrir Axel jr. og Davíð, afastrákana mína :) Er einhver kvikmynd sem þú átt eftir að sjá, en langar mikið til? Já mig langar að sjá Stellu í Framboði Hvern skorarðu á að svara þessum spurningum í næsta blaði? Ég skora á Harald Helgason, stórsöngvara og matreiðslumann með meiru. Guðbjörg (Bubba) Þór-hallsdóttir er 74 áragömul og mikill bóka- ormur. Bubba vann í Fríhöfn- inni í rúmlega 30 ár og alltaf hefur hún gefið sér tíma til að lesa. Hún varð læs þegar hún var þriggja ára gömul. „Og ég hef lesið síðan,” segir Bubba. Ertu mikill bókaormur? Já það er ekki hægt að neita því. Það líður ekki sá dagur að ég lesi ekki eitthvað. Mér finnst það af- skaplega mikilvægt og þetta er mín helsta tómstund, ásamt gönguferðum. Hvaða bækur ertu með á nátt- borðinu núna? Ég er alltaf með minnst þrjár bækur í takinu. Ég er að lesa bók sem heitir Stolen Lives, twenty years in a desert jail en bókin segir frá lífi Malika Oufkir sem var í fangelsi í Marokkó í 20 ár. Ótrúleg saga. Ég er einnig að lesa bókina Rokkað í Vittula eftir sænska rithöfundinn Mikael Niemi, en bókin var tilnefnd til Bókmenntaverðlauna Norður- landaráðs árið 2001. Síðan er ég að lesa bókina Mannen utan öde sem útleggst á íslensku Maður án örlaga. Bókin er eftir ungverska nóbelsverðlaunahafann Imre Kertész. Mjög áhugaverð bók. Hvaða bók lastu síðast? Ég las bókina The last Empress en hún fjallar um ævi síðustu keisaraynju í Kína. Hver er þín uppáhaldsbók? Þær eru tvær. Sjálfstætt fólk eftir Kiljan og bókin Þúsund ára ein- semd eftir bólivíska nóbelsverð- launahafann Gabriel Garcia Marquez. Eru einhverjar bækur sem þú ætlar þér að lesa á næstunni? Ég veit eiginlega ekki hvar ég ætti að stinga niður, en mig lang- ar mikið að lesa bókina hans Þrá- ins Bertelssonar. Hvaða bókaorm skorarðu á næst? Bróður minn, Vilhjálm Þórhalls- son. Ég veit að hann verður öskureiður, en það gerir ekkert til. Andrés Önd fyrir barnabörnin Varð læs 3ja ára og hefur lesið síðan! Spólan í tækinu Bókaormurinn Umsjón: Jóhannes Kr. Kristjánsson • johannes@vf.is SPÓLAN Í TÆKINU OG BÓKAORMUR VIKUNNAR 12 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA! FRAMKVÆMDATILBOÐ - 2 FYRIR 1 Þú kaupir og sækir pizzu og hvítlauksbrauð. Þú færð aðra pizzu sömu stærðar frítt með. Þú greiðir fyrir dýrari pizzuna. Síminn er 421 4067 • Hafnargötu 30 Keflavík H undaræktarfélag Ís-lands stendur fyrirhundagöngu í Reykja- vík,Akureyri og Keflavík, laug- ardaginn 1. nóvember. Gangan hefst á öllum stöðum kl. 13:30. Í Keflavík verður mæting við pósthúsið og lagt af stað kl. 13:30. Gengið verður upp Flugvallarveg, síðan eftir Hringbrautinni, beygt niður Vesturbraut, síðan Kirkjuteig og áfram Sólvallagötuna að Flugvallarvegi. Gangan endar á pósthúsinu. Markmið göng- unnar er að vekja fólk til um- hugsunar um það að hundar eru komnir til að búa í borgum og bæjum og flestir eru ábyrg- ir hundaeigendur. Hundaeigendur mætum í göng- una og vekjum athygli á já- kvæðu, ábyrgu hundahaldi. Allir með poka meðferðis. ➤ V E R S L U N I N V O I L A Hundaganga í Reykjanesbæ Í kvöld, fimmtudaginn 30. október, verður aðalfundur hjá foreldrafélagi Grunnskólans í Sandgerði haldinn og hefst hann kl. 20.00. Félagið hefur í gegnum árin styrkt skólan og nemendur hans með ýmsum hætti. Það hafa ver- ið gefin útileikföng, hjálpargögn, greiddar niður rútuferði í leikhús, fyrirlestrar og fleira. Auk venjulegra aðalfundarstarfa verður Erla Rut Harðardóttir, leikkona (spaugstofunni) með fyrirlestur og það verður heitt kaffi á könnunni og einhver sæt- indi með. Aðalfundur foreldrafélags Grunnskólans í Sandgerði Verslunin Voila við Hafn-argötu er eins árs umþessar mundir og hafa viðskiptin gengið vel að sögn Sigurbjarnar Sigurðssonar (Bóa) eiganda Voila. “Þetta hef- ur gengið mun betur en við bjuggumst við. Við höfum ver- ið að bjóða uppá góðar vörur á góðu verði. Við ætluðum að prófa í eitt ár, en við höldum áfram því vel hefur gengið.” Sigurbjörn segir að Hafnargatan eigi mikla möguleika hvað varð- ar verslunarrekstur og hann býst við aukningu. „Ég hef þá trú að Hafnargatan eigi eftir að dafna vel á næstu misserum. Við vilj- um þakka Suðurnesjamönnum góðar móttökur og vonumst til að þeir versli í sinni heimabyggð.” Verslunin Voila eins árs VF 44. tbl. 2003 hbb 29.10.2003 14:03 Page 12

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.