Víkurfréttir


Víkurfréttir - 30.10.2003, Blaðsíða 25

Víkurfréttir - 30.10.2003, Blaðsíða 25
VÍKURFRÉTTIR I 44. TÖLUBLAÐ I FIMMTUDAGURINN 30. OKTÓBER 2003 I 25 Vichy ráðgjafi verður í Lyf og heilsu Keflavík föstudaginn 31. október frá klukkan 13 - 17 Vichy húðvörur eru öruggar og ofnæmisprófaðar vörur sem byggja á rannsóknum í rúmlega 70 ár. Sérstaða Vichy varanna er steinefnaríkt uppsprettuvatn sem þær innihalda. Vichy húðvörur fást eingöngu í apótekum þar sem þú getur fengið ráðgjöf um hvað hentar þinni húð. Vantar þig gott krem en veist ekki hvers húð þín þarfnast? www.vichy.com VICHY. HEILSULIND HÚÐARINNAR   Með LiftActiv og Novadiol hrukku- kremunum fylgir snyrtitaska ásamt lúxusprufu af næturkremi og prufur af Nutrilogie kremum fyrir þurra húð FRAMKVÆMDATILBOÐ - 2 FYRIR 1 Þú kaupir og sækir pizzu og hvítlauksbrauð. Þú færð aðra pizzu sömu stærðar frítt með. Þú greiðir fyrir dýrari pizzuna. Síminn er 421 4067 • Hafnargötu 30 Keflavík ➤ H J Á L M A R Á R N A S O N S K R I FA R Enn hefur þrengt að í atvinnulífi okkar Suðurnesjamanna. Boð- aðar uppsagnir Varnarliðsins kunna að kosta allt að 90 manns störf sín - þar af um 70 Suður- nesjamenn. Þetta er grafalvarlegt og við því verður að bregðast. Fyrst ber að nefna að aðgerðirnar eiga í raun ekki að koma á óvart. Vitað er að embættismenn Varn- armálaráðuneytisins bandaríska hugðust nánast skera stöðina nið- ur við trog. Með pólitískum þrýstingi var því afstýrt. Banda- ríkjaher ákveður síðan að skera útgjöld sín til ALLRA herstöðva niður í sparnaðarskyni. Gildi það jafnt um stöðvar erlendis sem í Bandaríkjunum. Alls stað- ar kemur slíkur niðurskurður illa við fólk sem haft hefur atvinnu af störfum í þágu Varnarliðs. Ég viðurkenni að það kemur mér á óvart að aðgerðirnar bresti á núna - taldi einfaldlega að málið yrði “fryst” meðan heildarendur- skoðun færi fram. Svo virðist sem Varnarliðið hafi ákveðið þetta nokkuð snögglega. Utan- ríkisráðuneyti fær að vita um málið nærri síðustu helgi og strax eftir helgina er verkalýðsforystan látin vita. Stóra spuringin er núna þessi: Hvað er til ráða? Í mínum huga eigum við öll á Suðurnesjum að taka höndum saman og í sam- starfi við ríkisvaldið um aðgerðir annars vegar strax og hins vegar til lengri tíma. Atvinnuleysi er eitt versta böl sem til er. Tækifærin eru til staðar - vinnum saman. S.l. vetur kallaði ég, sem fyrrver- andi skólameistari, á hóp núver- andi og fyrrverandi Suðurnesja- manna. Fólk úr öllum flokkum og stéttum. Markmiðið var að leita eftir hugmyndum til að byg- gja upp atvinnulíf á Suðurnesjum til framtíðar. Ekki er annað hægt en dást að þeim hugmyndum sem fólkið dró fram. Hugmynd- um þeirra var skilað í tillögu- formi undir heitinu: Suðurnes um ókomna tíð. Þar er einmitt leitast við að kynna hugmyndir og leiðir að nýsköpun og eflingu atvinnulífs okkar. Ég skora á sveitarstjórnir, fjármálastofnanir, lífeyrissjóði, fyrirtæki og einstak- linga um að taka höndum saman við að hrinda í framkvæmd hug- myndum sem gætu skilað okkur á tiltölulega skömmum tíma hundruðum nýrra og jafnvel ör- uggra starfa á Suðurnesjum. Við erum felmtri slegin. Við erum áhyggjufull. Látum núna samstöðu fleyta okkur út úr vandanum en fyrir alla muni forðumst sundurlyndið og fjand- skap. Aðeins þannig náum við að vinna okkur út úr vandanum sem vissulega er mikill. Tökum höndum saman og byggjum upp sterkt samfélag á Suðurnesjum. Tækifærin eru til staðar. Nýtum þau. Hjálmar Árnason, alþingismaður. BREYTUM VÖRN Í SÓKN VF 44. tbl. 2003 hbb 29.10.2003 14:39 Page 25

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.