Víkurfréttir


Víkurfréttir - 30.10.2003, Blaðsíða 22

Víkurfréttir - 30.10.2003, Blaðsíða 22
22 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA! F immtudaginn 23. október s.l. varhaldið námskeið fyrir bekkjar-fulltrúa í grunnskólum í Reykja- nesbæ. Námskeiðið var á vegum FFGÍR og var haldið í Holtaskóla. Um eitt hundrað bekkjarfulltrúar sóttu nám- skeiðið. Helga Margrét Guðmunds- dóttir starfsmaður hjá FFGÍR sá um að skipuleggja námskeiðið og sagði hún að bekkjarfulltrúar hefðu almennt verið ánægðir að loknu námskeiðinu en ljóst er að mikil vinna er framundan í að móta hlutverk bekkjarfulltrúa og FFGÍR mun halda áfram að virkja foreldra til samvinnu bæði sín á milli og til samstarfs við skólanna. „Það hefur staðið til í langan tíma að halda svona námskeið” sagði Helga Margrét til að skerpa á hlutverki bekkjarfulltrúa og til að virkja fleiri foreldra. Stjórnir foreldra- félaganna og foreldraráða hittast einu sinni í mánuði en ekki hafa bekkjarfulltrúar hist fyrr á slíkum vettvangi. þarna voru samankomnir bekkjarfulltrúar úr öllum skólunum, báru saman bækur sínar og lögðu fram sínar hugmyndir.” Hvert á hlutverk bekkjarfulltrúa að vera? Fulltrúi frá Landssamtökunum Heimili og skóla hélt fræðsluerindi þar sem farið var yfir hlutverk bekkjarfulltrúa og talaði um foreldrasamninga og foreldrasamstarf almennt og hversu þýðingarmikið það er. Á námskeiðinu var skipt upp í hópa þar sem rætt var um fyrirfram ákveðnar spurningar eins og: Hvað getum við gert til að efla samstarf heimila og skóla? Hvernig geta bekkjarfulltrúar eflt starf sitt og orðið virkari? Hvað þarf ég að bæta í mínum skóla varðandi bekkjarfulltrúa? Hvert ætti hlutverk bekkjarfulltrúa að vera? Stjórnir foreldrafélaganna munu vinna úr niðurstöðum hópavinnunar og síðan mun hver stjórn funda með sínum bekkjarfull- trúum og setja sér markmið varðandi störf bekkjarfulltrúa. Foreldrar eru hvattir til að skoða heima- síður skólanna. Þar eru krækjur fyrir for- eldrafélögin og handbækur um starfsemi foreldrafélaganna. Þar er einnig hægt að sjá markmið hvers foreldrafélags, hverjir sitja í stjórn foreldrafélagsins og foreldra- ráða. Einnig er hægt að nálgast handbæk- urnar hjá skólariturum. Virk upplýsingamiðlun er grundvallar- atriði í foreldrasamvinnu og samvinnu heimila og skóla og mun FFGÍR ásamt stjórnum foreldrafélaganna leitast við að fylgja eftir þeim hugmyndum sem fram komu á fundinum. Öflugt foreldrastarf getur bætt námsárangur. Bekkjarfulltrúar gegna lykilhlutverki í skólastarfinu og eru m.a. tengiliðir for- eldrafélaganna við umsjónarkennarann og skólasamfélagið. Einnig eru þeir tengiliðir umsjónarkennarans við aðra foreldra í bekknum og fulltrúar foreldra í bekknum gagnvart umsjónarkennara. Eitt af því sem fram kom á fundinum er að gott væri að foreldrar kæmu meira inn í skólana og þekktu betur aðstæður og aðbúnað barn- anna þar sem þau dvelja lungann úr deginum. Mikilvægt er að foreldrar þekki foreldra annarra barna í bekknum og að foreldrasamvinna hefjist strax í yngri bekkjunum. Rætt var um meiri samvinnu bekkjarfulltrúa á hverju stigi fyrir sig og að jafnvel bekkjarfulltrúar hvers árgangs starfi meira saman. Talað var um að koma upp hugmyndabanka til að fá fleiri hug- myndir um bætt samstarf heimila og skóla og hvernig kveikja megi áhuga foreldra á foreldrastarfi. Hvernig kjósa á bekkjarfull- trúa var einnig til umræðu og einn hópur lagði áherslu á að allir foreldrar sem áhuga hefðu á að gerast bekkjarfulltrúar ættu að hafa tækifæri á að vera í kjöri. Ekki þótti gott að velja bekkjarfulltrúa af handahófi og best væri að foreldrar í hverri bekkj- ardeild kæmu saman og myndu kjósa sína fulltrúa annað hvort að vori eða strax í upphafi skólaársins. Foreldrar hvattir til að vera jákvæðir. Flestir hóparnir bentu á nauðsyn þess að foreldrar væru jákvæðir í garð skólans og að foreldrasamvinna þyrfti að vera jákvæð og uppbyggileg. Mikilvægt er í foreldra- samstarfi að hafa foreldrafundi í föstum skorðum og halda auglýsta tímasetningu og jafnvel halda fundi reglulega. Upp komu hugmynd um að foreldrar hittust í heimahúsum til að kynnast betur og jafnv- el skemmtu sér meira saman eða hefðu pönnukökufundi. Nokkrar um-ræður urðu um samstarf bekkjarfulltrúa við umsjón- arkennara og að kynna þyrfti umsjónar- kennurum með hvaða hætti þeir geta nýtt sér bekkjarfulltrúana t.d. til að bæta bekk- jarandann eða skólastarfið. Í framhaldi af hópavinnunni kom fram að gott væri að setja fram markmið fyrir bekkjarfulltrúa og Jóhann Magnússon einn hópstjóranna talaði um að á nám-skeiðinu væri samankomin hundrað manna her sem tilbúin væri til starfa að breiða út boðskap- inn og hann þyrfti að virkja til að efla foreldrasamstarfið. Þannig urðu miklar umræður um hvernig foreldrar geta star- fað saman og lagt sitt af mörkum til að bæta skólastarfið. Líðan barna í skólum kemur öllum við og með auknu forel- drasamstarfi og bættri líðan barnanna má bæta námsárangur. Það er allra hagur að foreldrar hittist meira á þessum vettvangi hafi gaman saman og styrki og hvetji hverjir aðra. ➤ B E K K J A R F U L L T R Ú A R Í R E Y K J A N E S B Æ Á N Á M S K E I Ð I Mikil vinna framundan í að móta hlutverk bekkjarfulltrúa Aðalfundur UJ-Suðurnes Ungir jafnaðarmenn á Suðurnesjum minna á aðalfund sem verður haldinn í dag, fimmtudaginn 30. október, kl. 20:00 á sal Verslunar- mannfélags Suðurnesja, Vatnsnesvegi 14, Reykjanesbæ. Fundurinn var auglýstur á vef Ungra jafnaðarmanna, www.politik.is. Á dagskrá verða hefðbundin aðalfundarstörf. Lög liggja frammi til kynningar á www.politik.is. Ungir jafnaðarmenn hvetja alla sem hafa færi á að mæta og taka þátt. Farið verður á Paddy’s eftir fundinn og haldið upp á árs afmæli UJ-Suðurnesjum. Ungir Jafnaðarmenn á Suðurnesjum Þakkir frá körfuboltanum Strákarnir í körfuboltanum gengu í hús í Keflavík um sl. helgi, tilgang- urinn var að safna flöskum og dósum til að fjárafla Evrópukeppnina sem þeir eru að fara í. Viðtökur bæjarbúa fóru fram úr okkar björtustu vonum og viljum við koma hér á framfæri innilegu þakklæti til bæjarbúa fyrir stuðninginn. Meistaraflokkur karla í Keflavík. ➤ F É L A G S S TA R F Fylgist með daglegum íþróttum á vef Víkurfrétta, www.vf.is VF 44. tbl. 2003 hbb 29.10.2003 14:16 Page 22

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.