Víkurfréttir


Víkurfréttir - 11.03.2004, Side 22

Víkurfréttir - 11.03.2004, Side 22
22 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA! sportið ■ INTERSPORT-DEILDIN OG 1. DEILD KVENNA Í KÖRFUKNATTLEIK ■KEFLAVÍKURSTÚLKUR DEILDARMEISTARAR Í KÖRFUKNATTLEIK KVENNA Umsjón: Þorgils Jónsson • sími 868 7712 sport@vf.is Úrslitakeppni Intersport deildar-innar hefst í kvöld og má segja aðballið sé byrjað fyrir alvöru. Suð- urnesjaliðin þrjú eru að sjálfsögðu í 8- liða úrslitunum, en þar kljást Grindvík- ingar við KR, Keflavík við Tindastól og Njarðvík við Hauka. Leikir Grindvíkinga og Njarðvíkinga verða á morgun, á sunnudag og þriðju- dag, en Keflavík leikur í kvöld, á laug- ardag og þriðjudag. Öll liðin leika fyrsta leikinn á heimavelli. KEFLAVÍK-TINDASTÓLL Keflvíkingar mæta Tindastóli í fyrsta leik liðanna í 8-liða úrslitunum í kvöld. Þeir hefðu eflaust viljað aðra andstæðinga þar sem þeir töpuðu illa fyrir þeim þegar þeir mættust síðast á Sauðárkrók. Engu að síður eru Keflvíkingar með um- talsvert sterkari mannskap sem hefur sýnt hvað í þeim býr í öllum keppnum vetrar- ins. Þeir gáfu ekki tommu eftir gegn stór- um evrópskum liðum, en áttu líka til að falla gersamlega niður í meðalmennsku gegn liðum sem voru fyrirfram talin veik- ari, þannig að augljóst er að rétt hugarfar verður að vera til staðar fyrir leikina. Falur Harðarson, annar þjálfara Keflvík- inga, segir rimmuna leggjast vel í sig. „Nú eru úrslitin að fara í gang og þessu bíða menn eftir allan veturinn. Við gerðum útum allar okkar vonir um deildarmeist- aratitil með því að tapa illa á Króknum um daginn og ætlum nú að sýna okkar rétta andlit.“ GRINDAVÍK-KR Grindvíkingar mæta KR á heimavelli sín- um á morgun. Grindvíkingar unnu báðar viðureignir liðanna í vetur og verða að telj- ast líklegir til að komst áfram úr þessu ein- vígi. Framan af tímabili virtust Grindvík- ingar vera algerlega óstöðvandi, en lentu svo í lægð eftir áramót. Ef nýju erlendu leikmennirnir ná að blómstra ættu læri- sveinar Friðriks Inga að ná að rétta úr kútnum og gera harða atlögu að titlinum. Friðrik Ingi Rúnarsson, þjálfari Grindvík- inga segir að nú sé komið að skemmtileg- asta tíma vetrarins sem allir bíði eftir í of- væni. „Þetta leggst ljómandi vel í mig. Þetta eru allt þannig lið í úrslitakeppninni að ekki er á vísan að róa með sigur. KR er sterkt lið með þrjá góða útlendinga og nokkra íslenska landsliðsmenn þannig að þetta verða hörkuleikir. Ég vona líka að allir sem koma nálægt körfuboltanum snúi bökum saman til að fá sem flesta áhorf- endur á leiki.“ NJARÐVÍK-HAUKAR Njarðvíkingar mæta Haukum í fyrsta leik liðanna í úrslitakeppninni á morgun. Njarðvíkingar áttu ekki í miklum erfið- leikum með Hafnfirðingana í fyrri viður- eignum þeirra í vetur og hafa síðan bætt við sig bandarískum leikmanni að nafni Will Chavis. Sá mun eflaust koma til með að styrkja Njarðvíkinga nokkuð, en Hauk- ar eru hins vegar sýnd veiði en ekki gefin eins og kom í ljós þegar þeir unnu góðan sigur á Keflvíkingum í síðustu umferð deildarkeppninnar. Friðrik Ragnarsson þjálfari segist lítast vel á átökin. „Ég er bara bjartsýnn fyrir þetta. Það er búinn að vera uppgangur í okkar liði að undanförnu og við höfum haft góð tök á Haukum í vetur. Núna er hins vegar meira í húfi og við eigum eftir að þurfa að hafa fyrir hlutunum, enda eru Haukar með ágætt lið. Það má segja að það sé lykilat- riði fyrir okkur að Frikki nái góðum tök- um á Manciel, og yfirhöfuð enda er hann gríðarlega mikilvægur fyrir okkur.“ KEFLAVÍK-GRINDAVÍK Mikill Suðurnesjaslagur verður í undanúr- slitum Íslandsmóts kvenna þegar deildar- meistarar Keflvíkinga mæta Grindvíking- um til að skera úr um það hvort liðið kom- ist í úrslitarimmuna. Keflvíkingar hafa verið í algerum sér- flokki eftir áramót þar sem þær hafa unnið alla sína leiki og hafa unnið alla titla sem hafa verið í boði í vetur. Grindvíkingar hafa hins vegar verið á stöðugri uppleið í sínu spili og voru ekki fjarri því að leggja Keflvíkinga að velli í síðasta leik liðanna. Enginn vafi leikur þó á því að bæði liðin verða að mæta til leiks tilbúnar að berjast til síðasta manns því að nú skiptir hver leikur máli og ekkert má útaf bera. Pétur Guðmundsson, þjálfari Grindvík- inga, segir sínar stúlkur hvergi smeykar fyrir átökin. „Við ætlum að sýna Keflvík- ingum að við getum staðið í þeim. Við höfum verið að treysta mikið á KeKe að undanförnu, en í síðustu leikjum hafa yngri stelpurnar eins og Ólöf verið að koma sterkar inn auk þess sem Sólveig hefur verið jöfn í allan vetur. En ef við hugsum um okkar leik í vörn og sókn þá þurfum við ekki að hafa áhyggjur af leik- mönnum Keflvíkinga.“ Hjörtur Harðarson hjá Keflavík segir sínar stúlkur staðráðnar í að slá ekki slöku við eftir velgengnina í vetur. „Við erum búnar að vinna 16 leiki í röð og ætlum bara að halda áfram. Við þurfum að hægja á Kan- anum þeirra og vonum að hinar stelpurnar eigi ekki góðan leik. Grindvíkingar eiga fleiri góðar stelpur og eru betri en fjórða sætið segir til um en breiddin hjá okkur er það mikil að það er erfitt að ráða við okk- ur.“ Leikir liðanna verða á mánudag, miðviku- dag og á föstudag ef þarf að grípa til odda- leiks. Keflvíkingar fengu afhentverðlaunin fyrir deildar-meistaratitil kvenna á mánudaginn eftir sigurleik þeirra gegn Njarðvík, en þetta var í áttunda sinn sem þær vinna þennan titil. Stúlkurnar eru vel að þessum verðlaunum komnar þar sem þær hafa sýnt mikla yfirburði í vetur, sérstak- lega eftir áramót þar sem þær unnu alla sína leiki. Ekkert annað lið í deildinni hefur á öðrum eins mannskap að skipa og má segja að það eina sem gæti stöðvað þær héðan í frá er vanmat á andstæðingum og kæruleysi sem þær gerðu sig stundum sekar um í upphafi tímabils. Hjörtur Harðarson hefur gert góða hluti með liðið á sínu fyrsta ári sem þjálfari þeirra og var að vonum ánægður með nýjustu bikarana í safnið, en sagði þær hvergi hættar. „Það er ennþá einn titill eftir enn og það er sá stærsti og við hættum ekki fyrr en hann er kominn líka.“ Fyrirliði liðsins, Erla Þorsteins- dóttir tók í sama streng og bætti við að þótt þeim þætti alltaf jafn gaman að vinna titla yrði að hafa fyrir þeim. „Úrslitakeppnin verð- ur pottþétt hörkuspennandi. Þetta er bara ný keppni þar sem fyrri úrslit skipta ekki neinu.“ ÚRSLITAKEPPNIN HEFST Í KVÖLD ENN EINN BIKARINN Á LOFT VF -M YN D: H IL M AR B RA GI B ÁR ÐA RS O N 11. tbl. 2004 umbrot 10.3.2004 15:20 Page 22

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.