Víkurfréttir


Víkurfréttir - 07.07.2004, Síða 9

Víkurfréttir - 07.07.2004, Síða 9
VÍKURFRÉTTIR I 28. TÖLUBLAÐ 2004 I FIMMTUDAGURINN 8. JÚLÍ 2004 I 9 Þann 7. júlí varð TómasTómasson vinur minn 80ára. Um leið og ég óska honum til hamingju með áfangann vil ég þakka honum og Hædý konu hans frábær kynni og einlæga vináttu við mig og mína í áratugi. Kynni mín af Tómasi hófust við störf í bæjarstjórn Keflavíkur 1954, en þá var ég varamaður, áður hafði ég rétt kannast við hann, sá hann þeg- ar þau voru að heimsækja móðir hans á Ásabrautina. Ég man líka að okkur Suðurnesja- mönnum þótti mikið til koma þeg- ar Tómas komst í fréttir fyrir frá- bæran árangur við stúdentspróf, að einhver af Suð- urnesjum réðist í það að læra til stútents var frétt og árangur Tómasar var toppur á fréttina. Við vorum á öndverðum með í pólitíkinni, en það kom ekki í veg fyrir að við ættum gott með að vinna saman. Með stuttum hléum vorum við saman í bæjarstjórn til ársins 1986, höfðum þá báðir verið í bæjarstjórn Keflavíkur í 24 ár. Þegar Tómas kom í bæjarstjórn eftir 8 ára hlé 1968 var hann kjörinn forseti bæjarstjórnar og var það til 1986, oftast kosinn einróma. Það segir nokkuð um störf hans. Þótt ég væri öll þessi ár í minni- hlutanum og lengi í forystu hans, varð samstarf okkar og vinátta traustari með hverju árinu sem leið. Okkur greindi á með köflum en við lærðum að meta skoðanir hvers annars og ekki man ég að okkur greindi á þegar um stærri mál var að ræða. Tómas er mikill gæfumaður í einkalífi sínu, enda vart við öðru að búast með slíkan öðling. Störf hans voru margvísleg um dagana allt frá því að vera sendill með meiru hjá Flugfélaginu í bern- sku flugsins til þess að vera spari- sjóðsstjóri, en við það starfaði hann lengst eða í um aldarfjórðung. Tómas var alltaf og allstaðar virtur og vinsæll af þeim sem hann starfaði með eða fyrir. Velvilji og lipurð einkenndu öll hans störf og gera það enn hvar sem hann kemur. Síðustu ár hefir Tómas kennt krankleika, í þeirri baráttu sem öðru hefir Hædý stutt hann og styrkt. Góði vinur, fyrir mig og mína árna ég þér og allri þinni fjölskyldu blessunar og heilla um ókomin ár, sem ég vona að verði sem flest og við góða heilsu. Lifið heil. Ólafur Björnsson I celandair gaf fyrir helgiHerði Helgasyni, föðurHelga Einars Harðarsson- ar hjartaþega fjóra flugmiða til Kaupmannahafnar. Hörður hélt til Kaupmannahafn- ar um helgina ásamt bróður Helga, mágkonu og dóttur þeirra. Þar munu þau heimsækja Helga Einar á Sahlgrenska sjúkrahúsið í Gautaborg, en Helgi gekkst ný- verið undir hjartaskipti í annað sinn og hefur hann náð ótrúleg- um bata á stuttum tíma. Hann er fyrsti íslendingurinn sem gengst undir hjartaskipti í annað sinn. Ármann Harðarson bróðir Helga tók við flugmiðunum fyrir hönd föður síns. ➤ Fjölskyldan heimsækir Helga til Gautaborgar: Þorbjörg Björnsdóttir yfirmaður söluskrifstofu Icelandair á Loftleiðum afhenti Ármanni Harðarsyni flugmiðana fjóra á aðalskrifstofu Icelandair fyrir helgi. Icelandair gaf flugmiðaH elgi Einar Harðar- son hjartaþegi braggast vel á Sa- hlgrenska sjúkrahúsinu í Gautaborg. Á mánudag voru tekin 8 sýni úr hjarta Helga og var niðurstaðan úr þeirri sýnatöku mjög jákvæð. Næstu daga verð- ur tekin ákvörðun um hvort Helgi verði útskrif- aður af sjúkrahúsinu. „Þegar ég verð útskrifaður verð ég tíður gestur á göngu- deildinni. Annars líður mér mjög vel og finn varla fyrir hjartaskurðinum. Það eru smá bólgur við nýrnaskurð- inn en læknarnir segja að það sé eðlilegt,“ sagði Helgi í samtali við Víkurfréttir. Læknar á sjúkrahúsinu eru undrandi á hröðum bata Helga Einars en tiltölulega fáir gangast undir hjartaað- gerðir í annað sinn á hverju ári. Helgi Einar vill koma á framfæri þakklæti til Icelandair og þá sérstaklega Sigurðar Helgasonar for- stjóra félagsins og eiginkonu hans, en þau höfðu milli- göngu um að útvega fjöl- skyldu Helga Einars flug- miða til Gautaborgar. Helga Einari líður vel á sjúkrahúsinu Auglýsingasíminn 421 0000 Tómas Tómasson áttræður 28. tbl. 2004 - 24Stefan7 7.7.2004 12:49 Page 9

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.