Víkurfréttir


Víkurfréttir - 02.12.2004, Blaðsíða 29

Víkurfréttir - 02.12.2004, Blaðsíða 29
VÍKURFRÉTTIR I 49. TÖLUBLAÐ 2004 I FIMMTUDAGURINN 2. DESEMBER 2004 I 29 eru 80% af tekjum Terminal 4 (Flugstöð 4) við JFK flugvöllinn í Bandaríkjunum þjónustugjöld sem flugfélög greiða fyrir að fá að ferja flugfarþega sína í gegnum flugstöðina. Til sam- anburðar eru tekjur FLE hf. af slíkum gjöldum 0 kr. Einu tekj- urnar sem FLE hf. hefur af flug- rekstraraðilum eru 6 dollara inn- ritunargjald sem greiðir kostnað við rekstur innritunarborða og notkun á þeim hugbúnaði sem notaður er við innritun farþega. Tekjur FLE hf vegna innritun- argjalds eru rétt rúm 6% af heildartekjum FLE hf. til saman- burðar við tekjur Terminal 4. Ég þori að fullyrða að sú upp- bygging sem nú á sér stað í flugstöðinni væri ekki með sama krafti ef ekki hefði verið stigið það skref sem var stigið árið 2000 og FLE hf stofnað. Afleiðingarnar eru fleiri störf fyrir Suðurnesjafólk í gegnum auknar tekjur Flugstöðvarinnar og aukna þjónustu sem krefst æ fleira sérhæfðs starfsfólks. Fleiri rekstraraðilar á leið inn í flugstöðina FLE hf stendur nú um þessar mundir fyrir umfangsmiklu forvali vegna verslunarreksturs á fríhafnarsvæðinu. Yfir 50 ólíkir aðilar með ýmiskonar rekstur og þjónustu sóttu um að komast inn í flugstöð- ina með sinn rekstur. Þetta er afar jákvæð þróun og má vænta mikilla breytinga í flugstöðinni á næstu árum. Hagsmunir Suðurnesja Hagsmunir okkar á Suður- nesjum eru fyrst og fremst þeir að þær tekjur og sá virðisauki sem verður til með verslunar- rekstri í Flugstöðinni haldist á svæðinu og fari í frekari uppbyggingu stöðvarinnar svo unnt sé að veita sífellt fjölgandi flugfarþegum betri og ódýr- ari þjónustu. Fyrirkomulag rekstrarins er útfærsluatriði, aðalatriðið er að finna bestu leiðina að settu marki sem er að sjálfsögðu vöxtur og velferð ferðaþjónustu í landinu en Flug- stöð Leifs Eiríkssonar og Kefla- víkurflugvöllur eru í raun mik- ilvægasti einstaki þáttur þeirrar þróunar sem vonandi verður á sviði ferðaþjónustunnar. Eysteinn Jónsson aðstoðarmaður land- búnaðarráðherra og stjórnarmaður í FLE hf. Stjórn Samtaka verslunar og þjónustu á villigötum Auglýsingasíminn er 421 0000

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.