Víkurfréttir - 02.12.2004, Blaðsíða 23
VÍKURFRÉTTIR I 49. TÖLUBLAÐ 2004 I FIMMTUDAGURINN 2. DESEMBER 2004 I 23
eftir Jóhannes Kr. Kristjánsson • johannes@vf.is
Síðasti öruggi skiladagur
á jólapökkum til landa utan Evrópu
er föstudagurinn
á jólapökkum til Evrópu
er mánudagurinn
á jólapökkum innanlands
er þriðjudagurinn
3.12.
13.12.
21.12.
www.postur.isFinndu pósthúsið næst þér á
Komdu tímanlega
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
E
H
F.
/S
IA
.I
S
-
IS
P
25
98
4
1
2/
20
04
með jólapakkana
var undir samninga um Stál-
pípuverksmiðju í Helguvík og
var Valgerður Sverrisdóttir iðn-
aðarráðherra meðal viðstaddra.
Samkvæmt áætlunum sem uppi
á borðinu voru á þessum tíma
var gert ráð fyrir verksmiðja
IPT yrði gangsett í byrjun árs
2005. Miðað við nýjustu áætl-
anir fyrirtækisins er í fyrsta lagi
gert ráð fyrir að verksmiðjan
taki til starfa eftir tvö ár.
Forstjórinn segir undir-
búningstímann langan
Frá því skrifað var undir samn-
ingana á veitingahúsinu Ránni
fyrir tveimur og hálfu ári hafa
verið gerðar miklar væntingar
til stálpípuverksmiðjunnar.
Fyrir Suðurnesin skiptir tilkoma
slíkrar verksmiðju miklu máli
enda er gert ráð fyrir að þar
starfi á milli 200 og 240 manns.
Í áætlunum fyrirtækisins er
gert ráð fyrir að verksmiðjan
verði um 18 þúsund fermetrar
að stærð og að þar verði árlega
framleidd um 175 þúsund tonn
af stálpípum. Heildarkostnaður
verkefnisins er um 85 milljónir
dala eða um 5,5 milljarðar ís-
lenskra króna.
Ljóst er að margir hafa misst
trúna á verkefninu. Barry Bern-
stein forstjóri IPT segir hins-
vegar að þegar fyrirtækið reisti
stálpípuverksmiðju í Eistlandi
fyrir nokkrum árum hafi það
verkefni tekið lengri tíma en
upphaflega var gert ráð fyrir. Í
stað tveggja ára undirbúnings-
tíma tók undirbúningur þess
verkefnis fjögur ár.
Þreytu farið að gæta
Heimildir Víkurfrétta herma að
innan Reykjanesbæjar sé farið
gæta ákveðinnar þreytu gagn-
vart verkefninu og að menn séu
farnir að slá ákveðna varnagla.
Áfram er unnið að markaðssetn-
ingu Helguvíkursvæðisins og
standa yfir viðræður við nokkra
aðila sem áhuga hafa á að koma
þar upp iðnaði. Helguvíkur-
svæðið er mjög stórt og eru
bundnar miklar vonir við það,
enda eitt besta iðnaðarsvæði á
landinu þegar tekið er tillit til
hafnaraðstöðu og nálægðar við
alþjóðaflugvöll. Á næstu mán-
uðum mun það skýrast hvort
International Pipe and Tube
mun takast að reisa í Helguvík
stálpípuverksmiðju. Barry Bern-
stein forstjóri fyrirtækisins er
bjartsýnn á að svo verði.
Enn óvissa með stálpípuverksmiðjuna
Á næstu mánuðum
mun það skýrast
hvort International
Pipe and Tube mun
takast að reisa í
Helguvík stálpípu-
verksmiðju. Barry
Bernstein forstjóri
fyrirtækisins er bjart-
sýnn á að svo verði.
Fulltrúar ITP, Reykjanesbæjar og Íslenskra aðalverktaka á fyrirhugaðri
lóð stálpípuverksmiðjunnar í Helguvík í desember fyrir réttu ári.