Víkurfréttir


Víkurfréttir - 02.12.2004, Blaðsíða 10

Víkurfréttir - 02.12.2004, Blaðsíða 10
10 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA! M EN N IN G Síðasta kennsludag er hin hefðbundna dimission á sal Fjölbrautaskóla Suð- urnesja þar sem útskriftarnem- endur kveðja kennara sína og skólann. Að þessu sinni birt- ust á sviðinu sögupersónur úr sögum, bókum, leikritum og bíómyndum og mátti þar sjá Karíus og Baktus, James Bond, Galdrakonuna í Oz og fleiri. Nemendurnir sýndu leikna heimildarmynd um kennara sína þar sem farið var yfir eft- irminnilegustu atburði annar- innar auk þess sem fjallað var um harðvítuga valdabaráttu innan kennarahópsins. Útskrifta- nemar veittu síðan kennurum viðurkenninngar; valinn var svalasti kennarinn, mesti garp- urinn, best klæddi kennarinn o.s.frv. Að lokum var svo besti kennarinn valinn og að þessu sinni hlaut Gunnlaugur Sigurðs- son, stærðfræðikennari og gítar- eigandi þann titil. 8 Fjölbrautaskóli Suðurnesja: Frægar sögupersónur á Dimission „Hann heitir Prins Brynleifsson og er drengur," sagði Lilja Magnúsdóttir þar sem hún var með Chiahuahua hundinn sinn í myndlykla afgreiðslu Víkurfrétta á dögunum. Prins var í sérstakri körfu og virtist láta mjög vel að dvölinni þar. Hinsvegar þegar flassljós myndavélarinnar fór að blikka þá fór Prins að skjálfa og stökk í fangið á Lilju. „Hann er afskaplega skemmtilegur og geltir sjaldan. Hann leikur sér mikið, er duglegur og stórskemmtilegur persónuleiki,” segir Lilja og á meðan hjúfrar Prins sig upp að henni, en er um leið forvitinn að fræðast aðeins meira um fólkið í kringum sig. „Hann er frá Dalsmynni,” segir Lilja en Prins verður ársgamall á gamlársdag. Chiahuahua-drengur fær sér Digital Ísland Atlantsolía hyggst reisa sjálfsafgreiðslu-bensínstöð við Biðskýlið í Njarðvík að Hólagötu 22. Að sögn Geirs Sæmunds- sonar framkvæmdastjóra Atlantsolíu hafa fram- kvæmdir verið boðnar út og standa viðræður við verktaka yfir. Gert er ráð fyrir að verktími framkvæmdanna sé um þrír mánuðir. Geir segir að fyrirtækið hlakki til að koma inn á markaðinn í Reykjanesbæ. „Við erum komnir með tank í Sandgerði fyrir báta og höfum sótt um lóð fyrir sjálfsafgreiðslustöð í Sandgerði. Við höfum verið að sækja um lóðir undir stöðvar víða um land og okkur hefur verið tekið mjög vel.” Geir segir að stuðningur almennings við fyrir- tækið sé mikill og að bensínsala hafi margfaldast á stöðvum félagsins síðustu vikur. „Stuðningur almennings er mikill enda byggist uppbygging eins og við erum að fara útí á stuðningi almenn- ings,” sagði Geir Sæmundsson framkvæmda- stjóri Atlantsolíu í samtali við Víkurfréttir. Atlantsolía við hlið Biðskýlisins í Njarðvík Síðasta kennsludag er hin hefðbundna dimission á sal Fjölbrauta- skóla Suðurnesja þar sem útskriftarnemendur kveðja kennara sína og skólann. Að þessu sinni birtust á sviðinu sögupersónur úr sögum, bókum, leikritum og bíómyndum og mátti þar sjá Karíus og Baktus, James Bond, Galdrakonuna í Oz og fleiri.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.