Víkurfréttir - 03.02.2005, Blaðsíða 17
VÍKURFRÉTTIR I 5. TÖLUBLAÐ I FIMMTUDAGURINN 3. FEBRÚAR 2005 I 17
irin setti mig í mónitorinn og sá
að hjartslátturinn væri ekki eins
og hann átti að vera þá fékk ég
kvíða. Samt hugsaði ég að þetta
væri eitthvað sem hægt væri að
laga. En um leið og ljósmóðirin
tók upp símann og hringdi á
sjúkrabíl þá fylltist ég hræðslu.
Mér fannst tíminn lengi að líða
þegar við biðum eftir sjúkra-
bílnum og enn lengri þegar
sjúkrabíllinn fór í forgangi eftir
Reykjanesbrautinni. Ég fann að
það var eitthvað mikið að og ég
upplifði þá tilfinningu að þetta
væri bara allt búið,” segir Karen
og lítur á myndina af Birgittu
Hrönn sem stendur á hillu við
hlið sófans. Á hillunni er einnig
armbandið sem Birgitta fékk
þegar hún fæddist og fallegt ljóð
ásamt engli.
Vissi að hún væri dáin
Þegar Karen var komin á skurð-
stofuna á Landspítalanum í
Reykjavík var tilfinning hennar
um að eitthvað mikið væri að
allsráðandi. „Einhvern veginn
vissi ég inn í mér að þetta væri
bara allt búið - að dóttir okkar
væri dáin. Og það var eins og ég
fann á mér - þegar ég vaknaði
úr svæfingunni þá vissi ég að
við værum búin að missa dóttur
okkar,” segir Karen sterk á svip.
Héldu á dóttur sinni
Þegar Karen vaknaði eftir svæf-
inguna fékk hún Birgittu Hrönn
í hendurnar. Einar og Karen
segja tímann með dóttur þeirra
gríðarlega mikilvægan. „Það var
rosalega gott og ég hefði ekki
vijað missa af því,” segir Karen
og Einar bætir við. „Maður
metur það ofsalega mikils að fá
að halda á henni og sjá hana.
Það var bara eins og hún væri
sofandi - þetta var ekki óhugn-
arlegt - það var bara eins og
barnið væri sofandi. Eftir á þá
kemur það upp í huga manns
að það eina sem vantaði var að
hún opnaði augun. En það var
ekki raunin og við erum ennþá
dofin og í raun ekki búin að ná
þessu ennþá þó við séum búin
að jarðsetja hana. Við eigum
í raun og veru eftir að taka út
sorgina.”
Dýrmætasti tími sem
þau hafa upplifað
„Þetta var dýrmætasti tími sem
ég hef upplifað,” segir Karen og
heldur fast í hönd Einars. „Þetta
var stuttur tími og þetta var eini
tíminn. Við héldum þarna á
barninu okkar sem fær ekki að
vaxa og dafna. Barnið okkar sem
verður ekki unglingur og full-
orðin. Bara það að hafa fengið
að hafa hana þennan stutta tíma
og njóta hennar þó hún hafi
ekki fengið að lifa skiptir okkur
miklu máli - það er ekki hægt
að biðja um neitt meira. Að hafa
fengið að halda á dóttur minni í
þessar stuttu stundir er það verð-
mætasta sem ég hef nokkurn
tíma fengið í lífinu.”
Stuðningur starfs-
manna mikilvægur
Einar segir að stuðningur starfs-
manna á Heilbrigðisstofnun
Suðurnesja hafi verið mikil-
vægur. Hann segir ljósmæður
og starfsfólk fæðingardeildar-
Aðfaranótt 21. janúar lést dóttir
hjónanna Karenar Hilmarsdóttur
og Einars Árnasonar í Keflavík.
Litla stúlkan sem nefnd var Birgitta
Hrönn fæddist andvana á Land-
spítalanum í Reykjavík. Foreldrar
Birgittu Hrannar ákváðu að segja
sögu sína til að berjast fyrir því
að auknu fjármagni verði veitt til
Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja
svo skurðstofa stofnunarinnar
verði til taks allan sólarhringinn.
Eftir Jóhannes Kr. Kristjánsson
Ljósmyndir: Ingi R. Ingason og úr einkasafni.
Fr
am
se
tn
ing
m
yn
da
o
g
te
xta
e
r g
er
t í
fu
llu
s
am
rá
ði
v
ið
fo
re
ld
ra
B
irg
ittu
H
ra
nn
ar.