Víkurfréttir - 03.02.2005, Blaðsíða 26
26 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!
öKASSINNPÓSTSendið okkur aðsendar greinar á:postur@vf.is
Frá því elstu menn muna hafa Suðurnesjamenn lif að saman að mestu
leiti í sátt og samlyndi. Rígur-
inn hefur þó verið til staðar
sem er oft bara skemmtilegt.
T.d. er alltaf mikil stemmning
þegar körfuboltalið sveitafélag-
anna mætast.
Fólk hefur líka sameinast í alls-
konar áhugamálum. Efnilegir
strákar hafa skipt um félag til að
etja kappi við þá bestu í knatt-
spyrnu eða körfubolta og menn
hittast til að spila bridge, skák
og margt fleira.
Sandgerðingar hafa haft frum-
kvæði í að safna saman hand-
verks fólki í Lista smiðjunni
Nýrri Vídd og sett þar upp sölu-
markað fyrir handverkskonur.
Þetta er í raun frábær hugmynd
sem hefur hingað til verið vel
útfærð. Konur koma saman og
búa til fallega hluti og setja síðan
upp sölubása til að koma sínu á
framfæri og selja vörurnar. Nú
er svo komið að bæjaryfirvöld
í Sandgerði hafa ákveðið að
styrkja þessa starfsemi, enda er
þetta afar góð bæjarkynning og
margir sem gera sér ferð þangað
til að kaupa sér eitthvað fallegt
til að eiga eða gefa.
Í listasmiðjunni Ný Vídd voru
37 félagsmenn, flestir úr Kefla-
vík en fyrir nokkru síðan ákváðu
hinsvegar Sandgerðingar í stjórn
félagsins að útiloka konur ekki
búsettar í Sandgerði frá því að
selja vörur sínar í Nýrri Vídd.
Þær mega þó vera félagar áfram
og borga sín félagsgjöld. Þetta
þýðir að 12 konur sem voru
með sölubása í Nýrri Vídd fara
út úr húsi með sínar vörur en 6
konur búsettar í Sandgerði sitja
áfram. Þarna er þetta annars
ágæta fólk komið á afar hálan
ís sem gæti dregið dilk á eftir
sér. Þær konur sem eru ekki
búsettar í Sandgerði hafa verið
ötular við að draga fólk á stað-
inn og auglýsa þar með upp
starfsemina. Þær munu þess í
stað letja fólk í að fara til Sand-
gerðis og benda því frekar á að
sækja námskeið og versla í sínu
eigin byggðarlagi. Endirinn gæti
orðið sá að þessi starfsemi legg-
ist niður í Sandgerði.
Ekki myndu Sandgerðingar sem
spila knattspyrnu með öðrum
liðum láta bjóða sér að fá að-
eins að æfa en ekki spila eða
stangveiðimenn að fá að mæta
á fundi en ekki veiða í þeim ám
sem Stangveiðifélag Keflavíkur
bíður uppá.
Vonandi verður heldur enginn
til að taka þessa aðgerð til eftir-
breytni.
Við viljum skora á bæjaryfirvöld
í Sandgerði að stoppa þessa vit-
leysu af og reyna að sætta málin
í góðu. Þeir eru jú í aðstöðu til
þess þar sem þeir styrkja Nýja
Vídd um háar fjárhæðir fyrir
húsaleigu og 500 þúsund í nám-
skeiðahald.
Að lokum viljum við hvetja
Suðurnesjamenn til að standa
saman. Við eigum undir högg
að sækja í at vinnu mál um
og þurf um að varðveita og
hlúa að því sem við höf um.
Þekking og tekjur eru mjög
mikilvægir hlekkir sem ber að
varðveita. Listasmiðjan í Sand-
gerði varðveitti þekkingu hand-
verkskvenna sem gátu svo haft
góðar tekjur ef vel gekk að selja
vörurnar.
Með vinsemd
Handverkskonur úr Keflavík
Sandgerðingar reisa
borgarhlið?
8 Handverkskonur úr Keflavík skrifa:
Það þarf að vera bet ur auglýstur aðalsafnaðar-fundur Ytri-Njarðvík-
urkirkju svo að það geti sem
flestir mætt og að allir sem
hafa hug á að mæta viti af
fundinum. Ég veit að það eru
margir sem vilja taka þátt í að
kjósa næstu sóknarnefnd og
tjá sig um málefni kirkjunnar
okkar. Fundur þessi á að vera
sunnudaginn 6. febrúar eftir
guðsþjónustu en var aðeins
kynntur í Víkurfréttum undir
liðnum kirkjustarf á bls 20 í
blaðinu í síðustu viku.
Sóknarbarn.
Aðalsafnað-
arfundur þarf
meiri athygli
Auglýsingasími VF 421 0000