Víkurfréttir


Víkurfréttir - 03.02.2005, Blaðsíða 20

Víkurfréttir - 03.02.2005, Blaðsíða 20
20 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA! Er ekki upphefð fyrir UMFÞ að fá að halda svo viðamikið mót? Jú það má segja það. Það er fínt fyrir svo lítinn klúbb að vera með annað stærsta árlega júdómótið á landinu. Hvenær byrjaðir þú sjálfur í júdó? Ég byrjaði árið 1973, níu ára gamall, þegar Össur fór að þjálfa í Kefla- vík. Svo var ráðinn rússneskur þjálfari 1976 og þá voru allir í Júdó og hann kenndi mér margt sem ég hef búið að síðan. Hann kenndi okkur Sambó tæknina og á þeim tíma voru allir hræddir við að keppa við Keflvíkinga í gólfglímunni. Saknarðu þess ekki að keppa? Ég keppti ‘99 að gamni mínu og það var hörkufjör og ég komst þar í úrslit, en er kominn yfir þetta. Ég byrjaði að keppa í fótbolta 6 ára og hef orðið Íslandsmeistari í fótbolta með 4. flokki. 8 sinnum Ís- landsmeistri í Júdóinu og keppti í vaxtarækt og aflraunum og fleiru þannig að ég er búinn að taka þetta allt út. Hvað þarf til að ná árangri úr júdó? Það er sérstklega gott að fá fólk sem hefur áður verið í fimleikum því þau hafa liðleika, kraft og snerpu. Því þetta snýst allt um það að vera snöggur og snar með herkænsku og óbilandi trú á sjálfum þér því að það er enginn sem bjargar þér nema þú sjálfur. Júdó er líka hörð íþrótt sem ekki allir þola. Þetta er erfitt sport, mjög erfitt. Er efniviður til að Þróttarar nái enn lengra? Já, ég hygg á stóra hlut núna þegar Norðurlandanmótið verður í Laugardalshöll í maí þar sem Guð mund ur og Katrín Ösp, dóttir mín, keppa bæði. Þar er séns á að ná góðum árangri. 8 Sportspjall Víkurfrétta: Magnús Hauksson Um síðustu helgi fór fram hið árlega KEA-skyrmót Breiða- bliks og voru krakkar frá Suður- nesjum að sjálfsögðu á meðal keppenda. Þetta var í áttunda s inn sem þetta mót hefur verið h a l d i ð . Mót ið er að al lega h u g s a ð fyrir leik- m e n n 1 0 á r a o g yngri en í þetta sinn var einnig leikið í 11 ára flokki. Mótið er í anda þeirrar hefðar sem myndast hefur á Íslandi um svona mót, þ.e. stig eru ekki talin, enginn sigrar í leikjunum og um leið í mótinu, leikreglur eru aðlagaðar að getu leikmanna hverju sinni og leikgleðin ræður ríkjum. Um 500 leikmenn tóku þátt í mótinu frá eftirfarandi félögum: Breiðablik, Keflavík, Njarðvík, Haukum, Snæfelli, Fjölni, Reyni, Ármann/Þrótti og KR. Nokkur félög sendu um og yfir 10 lið á mótið og greinilega mikill upp- gangur í minniboltastarfi þeirra félaga. Sérstaklega gaman var að sjá fjölda l e i k m a n n a í byrj anda- flokknum (5- 7 ára) á mót- inu og hvaða tökum þessir leikmenn hafa náð á íþrótt- inni. Á mót- inu mátti sjá m ö r g m j ö g þjálfuð lið og marga skemmti- lega leikmenn. Mikla athygli vakti ein 9 ára stelpa frá Njarð- vík sem æft hefur körfu í fimm ár. Næsta mót í þessari mótaröð fyrir yngri leikmennina í minni- boltanum er Samkaupsmótið í Reykjanesbæ. Það verður haldið helgina 5.-6. mars. UMFN og Keflavík eru þegar byrjuð að kynna mótið. 53. Ársþing Sundsambands Íslands verður haldið í Njarð- víkurskóla dagana 4.-5. febr- úar n.k. SSÍ er samband sundráða héraðssambanda og íþrótta- bandalaga og geta öll þau félög innan ÍSÍ sem iðka og keppa í sundíþróttum átt aðild. Setning þingsins og ávörp hefjast kl. 19.45 og síðan hefj- ast almenn þingstörf með kosningu starfsnefnda þings- ins. Snorri Már Jónsson undirrit- aði á dögunum tveggja ára samning við knattspyrnu- deild Njarðvíkur. Fram kemur á heimasíðu deildarinnar að Snorri hafi haft hug á að leggja skóna á hilluna eftir síðasta tímabil, en ákveðið að vera áfram. Njarðvíkingar eru fegnir að hafa Snorra áfram í hópnum í þeirri endurskipulagningu sem stendur yfir á leikmanna- hópnum. Snorri Már verður þrítugur á árinu og hefur leikið 111 leiki með Njarðvík og gert 16 mörk í þeim. Hann lék alla leiki Njarð- víkur í sumar og var valinn leikmaður ársins hjá félaginu eins og árið 2002. Ársþing SSÍ í Reykjanesbæ Suðurnesjakrakkar stóðu sig vel á KEA-skyrmótinu Snorri áfram hjá Njarðvík Dr ek kið Bakvörðurinn Taron Barker, sem hefur leikið með körfuknatt- leiksliði Grindvíkinga undanfarið hefur verið leystur undan samningi sínum við félagið. Barker hefur alls ekki staðið undir vænt- ingum í þeim sex leikjum sem hann hefur spilað fyrir liðið og er með minna en 10 stig að meðaltali í leik og agalega skotnýtingu. Einar Einarsson, þjálfari sagði í samtali við Víkurfréttir að leikmaðurinn hafi ollið miklum vonbrigðum því hann kom frá sterkum háskóla þar sem hann var með góðar tölur. Leit er þeg ar haf in af eft ir manni Barkers. Barker rekinn Latoya Rose, sem lék með kvennaliði Keflavikur í 1. deild kvenna, var sagt upp störf um í síðustu viku og hefur þegar verið hafin leit að varanlegum staðgengli. Rose stóð engan veginn undir vænt- ingum þar sem hún var alls ekki eins fjölhæf og Reshea Bristol og þótti ekki nógu góður liðsmaður. Rose farin frá Keflavík Magnús Hauksson hefur síðustu ár unnið hörðum höndum að því að efla júdóiðkun í Vogum. Árangur liðsins undir hans stjórn hefur verið afar góður og hafa ófá verðlaunin fallið í skaut Þróttarmanna. Þróttur hélt Afmælismót Júdósambandsins um síðustu helgi Keflavík er enn að bæta við sig mann- skap fyr ir á t ö k i n í úrvalsdeild k v e n n a á sumri kom- andi. Hansína Þóra G u n n a r s - dót t i r er nýjasti liðsmaðurinn, en hún kemur frá HK/Víkingi. Hún var fyrirliði liðsins í 1. deild á síðasta tímabili og hefur leikið með liðinu und- anfarin þrjú ár. Nýr leikmaður til Keflavíkur margt smÁtt... Hæð: 178 Skóstærð: 43 Uppáhalds: -Kvikmynd: Highlander -Mat ur : Ham b or g ar a- hryggur -Drykkur: Kók -Stjórnmálamaður: Jón Gunnarsson Bókin á náttborðinu-Bella- donnaskljalið en það gegnur illa að lesa hana :) Hvað ætlað irðu að verða þegar þú yrðir stór? Ég ætlaði að verða Arnold Schwartzenegger númer tvö! UppáhaldssHvað myndir þú gera ef þú yrðir forsætisráða- herra í einn dag? Innleiða júdó í alla grunn- skóla. Það væri hluti af leik- fiminni!

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.