Víkurfréttir


Víkurfréttir - 03.02.2005, Blaðsíða 18

Víkurfréttir - 03.02.2005, Blaðsíða 18
18 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA! innar hafa vafið bómull um þau og grátið með þeim. „Þetta var eins og að koma heim - eins og að koma í stóra fjölskyldu og það hefur hjálpað okkur hvað mest,” segir Einar en þau dvöldu um nokkurra daga skeið á Heil- brigðisstofnun Suðurnesja þar sem starfsfólkið hlúði að þeim. „Starfsfólkið á stofnuninni á svo miklar þakkir skilið að það er eiginlega ekki hægt að lýsa því,” segir Einar og vill einnig koma á framfæri þakklæti til Richard Woodhead útfararstjóra hjá Útfararþjónustu Suðurnesja. „Hann aðstoðaði okkur ómetan- lega mikið.” Ásaka ekki neinn Einar og Karen segjast ekki ásaka neinn. Það hafi allir gert það sem í þeirra valdi stóð. Það eina sem þau segja hægt að ásaka sé fjármagnsleysi. „Við erum ekki að tala um stórar upphæðir til að hafa vaktir á skurðstofunni allan sólarhring- inn. Við erum með mjög góða fæðingardeild og frábært starfs- fólk en það vantar vaktir á skurð- stofuna sem getur brugðist við í tilfellum eins og okkar. Við erum að tala um að það vanti um 40 milljónir á ársgrundvelli til að halda megi vöktunum úti. Það er kannski það helsta sem maður er sár út í,” segja þau ákveðin á svip. Eru ekki reið Þau vilja taka það skýrt fram að þau séu ekki reið út í Heilbrigð- isstofnun Suðurnesja, né lækna þar eða hjúkrunarfólk, hvorki á Suðurnesjum eða í Reykja- vík. „Það var ekki hægt að gera meira eins og staðan var. Við bara tókum þá ákvörðun að vera ekki reið út í neinn heldur frekar láta okkar missi og okkar sorg verða til þess að bætt verði úr málum hér. Við erum ungt fólk sem ætlar að búa í þessum bæ og við finnum fyrir ofboðs- legri samstöðu frá öllum bæj- arbúum, en við finnum líka fyrir reiði sem við erum ekki sátt við að snúist gegn Heilbrigð- isstofnun Suðurnesja. Það eru bara svo margir sem eru hissa á því að ekki sé hægt að treysta á skurðstofurnar allan sólar- hringinn,” segja þau en skurð- stofurnar eru opnar allan sólar- hringinn tvo daga í viku. Munu berjast fyrir því að skurðstofa verði til taks Karen og Einar segjast ætla að berjast fyrir því að skurðstofa Heilbrigðisstofnunar Suður- nesja verði opin allan sólarhring- innn. „Við erum ekki hætt því þetta var okkar fyrsta barn og við ætlum okkur að eiga fleiri börn og það ætlum við að gera um leið og við erum tilbúin til þess. Ég vil ekki þurfa að vera með efasemdir um það hvort skurðstofa sé til staðar að nóttu til þegar ég þyrfti kannski á þjón- ustunni að halda. Auðvitað á maður eftir að velta því fyrir sér þegar ég verð ólétt aftur hvort allt verði í lagi. Ég vil bara búa við öryggi. Ég er héðan úr Kefla- vík og ég vil hvergi annars staðar vera, en ég vil líka geta eignast börn í öruggu umhverfi,” segir Karen og Einar bætir við. „Það á náttúrulega ekki að líðast að þetta frábæra starfsfólk á stofn- uninni þurfi að búa við það að geta ekki brugðist við í tilfellum sem okkar vegna þess að það vanti fjármagn.” Allt gerbreytt En hvaða augum líta þau lífið eftir þetta mikla áfall? „Það er allt breytt. Við ætluðum að vera með barn hér heima. Við verðum að lifa með þessu og halda áfram. Það þýðir ekki að gefast upp. Við ætlum okkur að eignast önnur börn og láta þetta verða til að hjálpa öðrum. Lífið heldur áfram en þetta verður erfitt,” segja þau. Þegar Karen og Einar eru spurð hvernig sú upp- lifun sé að fylgja barninu sínu til grafar svara þau. „Sá raun- veruleiki á eftir að koma í ljós. Mér finnst þetta allt svo ótrú- legt. Við erum búin að gráta og við erum búin að syrgja en við höfum líka reynt að bíta á jaxl- inn og vera sterk. Það er ekki hægt að lýsa þess á einn veg. Við eigum bara eftir að vakna upp við það einn daginn að þetta sé raunveruleikinn; að þetta hafi verið dóttir okkar sem við vorum að jarðsetja.” Myndirnar eiga eftir að hjálpa Myndir af Birgittu Hrönn eru víða um stof una hjá Karen og Einari. Kerti lýsa upp stof- una og við hlið myndanna eru englar. Þau segja að það skipti þau miklu máli að eiga myndir af Birgittu Hrönn til að geta skoðað í framtíðinni. „Hún er fullsköpuð og hún er einstak- lingur og það að hafa fengið tíma með henni skipt ir svo miklu máli. Myndirnar eiga eftir að hjálpa okkur í gegnum þetta. Dóttir okkar er fallegt barn og minningin lifir í gegnum mynd- irnar,” segja þau og líta í augu hvors annars. En hvernig blasir framtíðin við þeim? „Við ætlum að halda áfram og gefast ekki upp. Eftir þrjá mánuði verð ég tilbúin til að hefja glasafrjóvgun- arferlið á ný og vonandi verðum við með nýfætt barn á fæðing- ardeildinni hér eftir ár. Dóttir okkar á alltaf eftir að setja stórt skarð í lífið en hún er samt með okkur og það sem við fengum að kynnast henni og myndirnar sem við fengum - allt þetta skiptir okkur svo miklu máli. Við verðum að halda áfram og lifa lífinu - það þýðir ekkert að gefast upp. Þegar við eignumst fleiri börn þá getum við sagt þeim börnum frá litlu systur sinni. Það kemur ekki annað barn í staðinn fyrir hana - hún á alltaf eftir að lifa í hjörtum okkar.” Lífsreynsla

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.